Eitthvað að? + fleiri spurningar (29. mars)

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Eitthvað að? + fleiri spurningar (29. mars)

Post by Gunnsa »

Ég hafði vatnaskipti í fyrsta skipti í frekar langan tíma í gær (160L búr) Skipti um ca 60% af vatninu. Núna eru allir fiskarnir hangandi í yfirborðinu. Getur verið að eitthvað sé að?



Bætt við 29. mars :


Ég er með fleiri spurningar. Mig langar að skipta um fiska og setja gullfiskana mína í 160L búrið og setja hina í 60 lítrana. Hafi hugsað mér = 160L gullfiskar, ancistrur og SAE (ganga þeir í sama hita og gullfiskar?)

60L = 4x dvergsíkliður allt kvk, 3 neon tetrur, 2 venusarfiskar, 2 danio og 1 ancistra. Er þetta í lagi fyrir 60L? Ætti ég að fækka eitthvað?

Svo vil ég líka spyrja hversu marga gullfiska ég get verið með í 160L af vatni. Er með 2 fullorðna fyrir og langar að bæta eitthvað smá við. Vil ekki fylla búrið þannig að það verði of mikið að fiskum, bara hafa þetta hæfilegt :)
Last edited by Gunnsa on 30 Mar 2008, 01:39, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Súrefnisleysi ? Er ekki dælan að gára yfirborðið sæmilega ?
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Það er eitthvað lítill kraftur á henni.. Þarf að hreina slöngurnar sem fyrst.. Fiskarnir eru ekki nema 20 sem eru allir um 4 cm í búrinu, er þetta í lagi þangað til á morgun?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Getur þú ekki fært útakið ofar þannig hún sulli aðeins ?
Þú getur líka sullað aðeins í vatninu, tekið nokkrar könnur úr og hellt í aftur, það ætti að laga ástandið tímabundið.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Það er mjög takmarkað hægt að breyta inn og úrtakinu í búrinu, þetta er allt stíft þannig að ég get ekki fært það neitt.. Ég get hent loftdælu ofaní ef það hjálpar eitthvað
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Gunnsa wrote:Það er mjög takmarkað hægt að breyta inn og úrtakinu í búrinu, þetta er allt stíft þannig að ég get ekki fært það neitt.. Ég get hent loftdælu ofaní ef það hjálpar eitthvað
láttu loftsteininn duga :shock:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

úps ;) ekki skrítið að það drepst all hjá mér :D


Annars er nú bara loftstieinninn oní hjá mér
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Gunnsa wrote:úps ;) ekki skrítið að það drepst all hjá mér :D


Annars er nú bara loftstieinninn oní hjá mér

Sem betur fer! :wink: [/b]
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Fleiri spurningar í upphafspóst :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Eitthvað að? + fleiri spurningar (29. mars)

Post by Vargur »

Gunnsa wrote: Ég er með fleiri spurningar. Mig langar að skipta um fiska og setja gullfiskana mína í 160L búrið og setja hina í 60 lítrana. Hafi hugsað mér = 160L gullfiskar, ancistrur og SAE (ganga þeir í sama hita og gullfiskar?)

60L = 4x dvergsíkliður allt kvk, 3 neon tetrur, 2 venusarfiskar, 2 danio og 1 ancistra. Er þetta í lagi fyrir 60L? Ætti ég að fækka eitthvað?

Svo vil ég líka spyrja hversu marga gullfiska ég get verið með í 160L af vatni. Er með 2 fullorðna fyrir og langar að bæta eitthvað smá við. Vil ekki fylla búrið þannig að það verði of mikið að fiskum, bara hafa þetta hæfilegt :)
Sae er bestur í kringum 25° og þolir að minni reynslu ekki sérlega vel lágan hita en ef þú ferð einhvern milliveg, td 22-23° er ekki ólíklegt að bæði Sae og gullfiskar verði sáttir. Svo er spurning um að setja Sae bara í 60° lítra búrið.

Það er erfitt að seigja eitthvað um fjölda á gullfiskum í 160 lítra búr, það fer talsvert eftir stærð fiskana, vatnsskiptum og hreinsibúnaði.
Ef það stendur til að setja fiska sem eru í þessari hefðbundnu búðarstærð í búrið þá tel ég ca 10-15 stk. ágæta tölu.

Upptalningin í 60 lítra
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Núna var ég að kaupa 4 ponsulitla gullfiska til viðbótar við hina tvo stóru. Er líklegt að það verði eitthvað bögg við þessa litlu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það ætti ekki að vera nema þessir litlu séu eittvað óvanalega hægfara.
Post Reply