Ég hafði vatnaskipti í fyrsta skipti í frekar langan tíma í gær (160L búr) Skipti um ca 60% af vatninu. Núna eru allir fiskarnir hangandi í yfirborðinu. Getur verið að eitthvað sé að?
Bætt við 29. mars :
Ég er með fleiri spurningar. Mig langar að skipta um fiska og setja gullfiskana mína í 160L búrið og setja hina í 60 lítrana. Hafi hugsað mér = 160L gullfiskar, ancistrur og SAE (ganga þeir í sama hita og gullfiskar?)
60L = 4x dvergsíkliður allt kvk, 3 neon tetrur, 2 venusarfiskar, 2 danio og 1 ancistra. Er þetta í lagi fyrir 60L? Ætti ég að fækka eitthvað?
Svo vil ég líka spyrja hversu marga gullfiska ég get verið með í 160L af vatni. Er með 2 fullorðna fyrir og langar að bæta eitthvað smá við. Vil ekki fylla búrið þannig að það verði of mikið að fiskum, bara hafa þetta hæfilegt
Last edited by Gunnsa on 30 Mar 2008, 01:39, edited 1 time in total.
Það er eitthvað lítill kraftur á henni.. Þarf að hreina slöngurnar sem fyrst.. Fiskarnir eru ekki nema 20 sem eru allir um 4 cm í búrinu, er þetta í lagi þangað til á morgun?
Getur þú ekki fært útakið ofar þannig hún sulli aðeins ?
Þú getur líka sullað aðeins í vatninu, tekið nokkrar könnur úr og hellt í aftur, það ætti að laga ástandið tímabundið.
Það er mjög takmarkað hægt að breyta inn og úrtakinu í búrinu, þetta er allt stíft þannig að ég get ekki fært það neitt.. Ég get hent loftdælu ofaní ef það hjálpar eitthvað
Gunnsa wrote:Það er mjög takmarkað hægt að breyta inn og úrtakinu í búrinu, þetta er allt stíft þannig að ég get ekki fært það neitt.. Ég get hent loftdælu ofaní ef það hjálpar eitthvað
Gunnsa wrote:
Ég er með fleiri spurningar. Mig langar að skipta um fiska og setja gullfiskana mína í 160L búrið og setja hina í 60 lítrana. Hafi hugsað mér = 160L gullfiskar, ancistrur og SAE (ganga þeir í sama hita og gullfiskar?)
60L = 4x dvergsíkliður allt kvk, 3 neon tetrur, 2 venusarfiskar, 2 danio og 1 ancistra. Er þetta í lagi fyrir 60L? Ætti ég að fækka eitthvað?
Svo vil ég líka spyrja hversu marga gullfiska ég get verið með í 160L af vatni. Er með 2 fullorðna fyrir og langar að bæta eitthvað smá við. Vil ekki fylla búrið þannig að það verði of mikið að fiskum, bara hafa þetta hæfilegt
Sae er bestur í kringum 25° og þolir að minni reynslu ekki sérlega vel lágan hita en ef þú ferð einhvern milliveg, td 22-23° er ekki ólíklegt að bæði Sae og gullfiskar verði sáttir. Svo er spurning um að setja Sae bara í 60° lítra búrið.
Það er erfitt að seigja eitthvað um fjölda á gullfiskum í 160 lítra búr, það fer talsvert eftir stærð fiskana, vatnsskiptum og hreinsibúnaði.
Ef það stendur til að setja fiska sem eru í þessari hefðbundnu búðarstærð í búrið þá tel ég ca 10-15 stk. ágæta tölu.