Fiðrildasíkliður

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Fiðrildasíkliður

Post by gudrungd »

Nú er ég að mjaka mér (mjög) rólega yfir í fullorðinsfiska, fékk mér par af fiðrildasíkliðum í dýragarðinum og setti í 30 lítra búrið með gúbbíunum. Ég keypti í leiðinni lysimachia nummularia plöntu sem fór í plastpokann með fiskunum en þegar ég sýndi syninum fiskana í pokanum þá var þar á sundi pínulítið krúttlegt ryksugukvikindi sem var nærri búið að drepa sig við að troða sér í hornið á pokanum. Ég er ekki nógu fróð til að tegundargreina krílið ennþá en veit að hann er ekki corydoras eins og ég á fyrir.
Ein spurning fyrir ykkur.... ég setti könnu ofan í búrið til að búa til helli fyrir fiðrildasíkliðurnar en er síðan að lesa að þeir hrygni alveg eins á slétta steina og sæki ekki í hella eins og flestar hinar síkliðurnar.. endilega deilið með mér ef þið hafið einhver tips um þessi yndi!
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Gæti ryksugan verið þessi hérna
Image

Sá nefnilega nokkra svona með plöntunum í dýragarðinum síðast þegar ég fór fyrir 2 dögum :P
En til hamingju með fiðrildasíklíðurnar, ekkert smá fallegir fiskar :D
200L Green terror búr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Mér sýnist þetta vera SAE, ég á 2 svona, Nei hann er dökkur með ljósum röndum (ekki doppóttur) og með svona catfish trýni. Hann reyndar festi sig á bakugganum í plastpokanum og gerði gat á hann! Ég fann bara fyrir beininu og ýtti honum til baka :shock: einhversskonar ancistra sýnist mér, ég er að skoða myndir á netinu en hef ekki fundið neinn svipaðann ennþá. Hann er reyndar svo lítill að það er erfitt að sjá.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hérna er mynd af Fiðrildasíkliðunum mínum, þær pósuðu fyrir myndavélina en það sama er ekki að segja um laumufarþegann minn sem ég er ekki enn búin að átta mig á hvað heitir. Mér þætti vænt um ef þig gætuð aðstoðað mig

Image



Hér er óskýr og leiðinleg mynd af laumufarþeganum, Hvaða fiskur er þetta?
Image

Heildarmynd af búrinu

Image
Last edited by gudrungd on 30 Mar 2008, 16:26, edited 2 times in total.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

sýnist þetta vera pictus

Image
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mjög fallegt búr hjá þær þó að þú mættir hafa lifandi gróður :)
Ég held að þetta sé ekki pictus því að hann er miklu ljósari :)
Það eru til margar aðrar kattfiskategundir sem að eru mjög líkar pictus.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Lagið er líkt en mér finnst hann reyndar vera meira dökkur með ljósum röndum en ljós með dökkum blettum..... (ok við getum tekið sebrahestaumræðuna) :lol: Það er rétt að ég fæ að skoða hann, en er snöggur að láta sig hverfa ef ég tek upp myndavélina.

Ég tek það fram að rauða kvikindið er eina plastplantan í búrinu, þessi í miðjunni er lysimachia og svo er javamosi en ég er sammála með plastgróðurinn, er að bæta við lifandi hægt og rólega og er ekki með neitt plast í stóra búrinu
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laumufarþeginn er að mér sýnist Synodontis petricola.
Bráðskemmtilegir fiskar, sérstaklega nokkrir saman.

Image
Hópur af ungum S. petricola.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Þessir virðast alveg eins í laginu og hvítu rendurnar eins á sporðinum og bakugganum en minn er samt þónokkuð dekkri, getur þetta verið eitthvað annað litaafbrigði? (verst ef að ég fer að fá reikning frá þeim :shock: )
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Ég veðja eins og Vargur á Synodontis veit ekki hvaða tegund nákvæmlega en miðað við reynslu þá er óhætt að taka mark á Varginum :)

Hér eru smá upplýsingar og myndir af fiskum af þessari tegund :
http://www.wetwebmedia.com/FWSubWebIndex/mochokids.htm
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

gudrungd wrote:Þessir virðast alveg eins í laginu og hvítu rendurnar eins á sporðinum og bakugganum en minn er samt þónokkuð dekkri, getur þetta verið eitthvað annað litaafbrigði? (verst ef að ég fer að fá reikning frá þeim :shock: )
Það væri fínt að fá betri mynd.
Já, ljótt ef þú færð reikning, sérstaklega ef þetta er petricola, þeir kosta ca. 1000 kr pr. cm.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Held að vargur og ragnar hafi báðir rangt fyrir sér - hvorki pictus né petricola - hef séð þessi kvikindi niðrí dýragarði, eru frekar litlir og líklega af syndodontis stofni, en ég man ekkert hvað þeir heita :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Eins og ég sagði er hann ekkert mikið fyrir að láta taka myndir af sér, held að hann sé um 1 cm (hóst hóst) þessi er vel ömurleg með hrikalegri speglun en sýnir hann aðeins betur..... getur þetta verið Synodontis Brichardi?

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Petricola þekkist vel á þessum áberandi hvítu geislum (sem brichardi hefur ekki) eins og á þessum fisk en flekkirnir passa ekki við petricola.
Mér dettur helst í hug að þetta sé hybrid.
Annars er sennilega málið að fara í Dýragarðinn og kanna þetta bara.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kom I ljos ad thetta er petricola "zaire"
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

keli wrote:Kom I ljos ad thetta er petricola "zaire"
Fór í dýragarðinn í dag og fékk þetta staðfest, var ekki beðin að skila honum en lofaði að versla allt við þá út árið :vá: verðmiðinn er 5400 kr.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

obsosy.en þeirra klaufarskapur. :P
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Jæja, fiðrildasíkliðurnar mínar tóku upp á því að hrygna í dag og í staðinn fyrir að nota fínu kókóshnetuna sem ég hafði sett í búrið fyrir þau þá notuðu þau hrafntinnuna sem Synodontisinn hélt að væri sín prívateign. Ég á ekki von á miklu af þessari fyrstu hrygningu en Synodontisinn syndir nú móðursýkislega upp og niður glerið fjærst hjónakornum á milli þess að hann reynir að smeygja sér "heim til sín" og fær reglulega flenginu fyrir. Ég tók kókóshnetuna og setti nokkra steina í staðinn en gaurnum líkar greinilega ekki nógu vel við arkitektúrinn. Mér þætti verra ef laumufarþeginn minn yrði myrtur en hef þó ekki hjarta í mér að eyðileggja hrygninguna. Er nokkur leið að færa hrognin og foreldrana?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Settu bara einhver þröngan felustað annarsstaðar í búrið, synoinn finnur hann sennilega.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Fiðrildasíkliðurnar mínar hrygndu í 3ja skiptið í fyrradag, í hin 2 skiptin hrakti hrygnan hænginn í burtu mjög fljótlega og át hrognin hægt og rólega þar til allt var farið. Nú virðist hængurinn ráða ferðinni, ver hrognin grimmt og það virðist ekki ganga eins mikið á þau eins og áður. Ég er að spá hvort ég eigi að reyna að færa hrognin, með hængnum eða án hans eða hvort hrognin/seiðin eiga einhvern séns í búrinu með foreldrunum og gúbbífiskunum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég var að færa til fiskabúrin mín og ákvað að prófa að setja upp hrygningabúr fyrir fiðrildasíkliðurnar þar sem allt var á tjá og tundri hvort sem er. Ég setti upp 60 lítra búr m. hitara, javamosa, hrafntinnusteinarnir sem þau hrygndu á síðustu 3 skipti og fékk Tetra Brillant loftknúna hrensidælu. Vatnið var allt úr fyrra búrinu og hreinsidælan gekk í 4 daga í því fyrir flutningana. Lýsingin er 11w sparpera úr Ikea (=50w) sem er á ca. 6 tíma á dag. Kellingin var að springa úr hrognum þegar ég flutti þau en núna eru þau greinilega horfin (ekki hrygnd) og þau eru í þunglyndiskasti í sitt hvoru horninu utan smá bögg frá kallinum. Ég er að spá hvort ég ætti að fá aðra kellingu í búrið eða vera bara þolinmóð. Get ég gefið þeim eitthvað til að hvetja þau til dáða.. bætiefni eða fóður...

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

geturu ekki prófað að gefa þeim artemíu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply