Loftdæla, ljósatími og plöntur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Loftdæla, ljósatími og plöntur

Post by Sirius Black »

Ég er með þessar alvöru plöntur núna en er ekki með loftdælu í búrinu, var að spá hvort að ég þyrfti kannski að hafa svoleiðis svo að plönturnar fengju nægt súrefni?


Breytt:
Ákvað að setja eitt annað hérna inn í staðinn fyrir að búa til annan þráð, en með ljósatíma , má hann kannski bara vera eitthvað ákveðið langur eða mega ljósin vera alveg slatta lengi í gangi á dag. Svona ef að maður spáir ekkert í þörungagróður :P Var að spá bara í sambandi við plönturnar hvort að þær þyldu alveg ljós í langan tíma eða hvort að ljósið mætti bara vera í ákveðinn tíma til að það væri ekki vont fyrir þær :)
Last edited by Sirius Black on 31 Mar 2008, 20:58, edited 1 time in total.
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

nei.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Held ég fari með rétt mál þegar ég segi að plöntur þurfa ekki súrefni, þær BÚA það til :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Gunnsa wrote:Held ég fari með rétt mál þegar ég segi að plöntur þurfa ekki súrefni, þær BÚA það til :)
Þær þurfa líka eitthvað súrefni :) þess vegna var ég að spá.
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sirius Black wrote:
Gunnsa wrote:Held ég fari með rétt mál þegar ég segi að plöntur þurfa ekki súrefni, þær BÚA það til :)
Þær þurfa líka eitthvað súrefni :) þess vegna var ég að spá.
Þær þurfa ekki meira súrefni en fiskarnir. Ef fiskar lifa nóttina af hjá þér, þá lifa plöntur hana af.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdælan losar co2 úr vatninu og það er ekki gott fyrir plönturnar.
Ef ljósin loga of lengi hjá þér þá er hætt að þörungur myndist á plöntunum.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:Loftdælan losar co2 úr vatninu og það er ekki gott fyrir plönturnar.
Ef ljósin loga of lengi hjá þér þá er hætt að þörungur myndist á plöntunum.
Já ok, þannig að það er bara verra að hafa loftdælu?

En já las á einhverri síðu síðan að það mætti helst ekki vera meira en 12 tíma ljósatími því að plönturnar þyrftu dimmu í einhvern ákveðinn tíma líka :) en já ekki gaman að fá þörung. En hvernig er þetta borða þörungaæturnar mínar líka þörung af plöntunum? Er með SAE og oto...affinis
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er verra að hafa loftdælu fyrir plönturnar en gott fyrir fiskana.
Flestar þörungaætur éta af plöntum, Sae er sérstaklega duglegur.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ákvað að bæta bara inn í þennan þráð. En er ekki í lagi að hafi svolítið vel af plöntum í búrinu, eða er þetta eins og með fiskana bara einhver ákveðinn fjöldi og svo fer það bara að gera meira vont en gott. En efast samt um það þar sem að plönturnar hreinsa úrgangsefni þannig að það er betra að hafa sem flestar er það ekki?
Eða þarf maður þá kannski að fara að fá sér eitthvað CO2 eða eitthvað álíka?
Eða er það bara til þess að plöntur spretti upp :P Setja bara soda stream ofan í 8) :P
200L Green terror búr
Post Reply