Bardagafiskar???
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Bardagafiskar???
getur einhver frætt mig um bardagafiska?
Bardagafiskur eða Betta Splendens er upprunalega frá Asíu nánar tiltekið frá Cambódíu og Tailandi. Upprunaleg heimkynni þeirra eru grunnvatnsvæði í Tailandi þar sem þeir lifa jafnvel í pinkulitlum pollum á þurkatímum. Ástæðan fyrir að þeir geta lifað í smáum pollum er að þeir hafa svokallað völundarhús sem gerir þeim kleyft að taka súrefni úr yfirborði vatnsins.
Bardagafiskar eru jafn misjafnir og þeir eru margir með hvernig gengur að hafa þá með öðrum fiskum. Það eina sem er vitað fyrir víst að gengur ekki er að hafa tvo karlkyns bardagafiska í sama búri því þeir munu að öllum líkindum berjast þar til annar drepst og þaðan hafa þeir nafið Bardagafiskur. Þegar þeir sjá annan karlfisk þenja þeir út flipa í kringum höfuðið,derra sig , reygja og leggja til atlögu. Þessa hegðun er hægt að kalla fram með því að setja spegil uppvið glerið á búrinu sem þeir eru í og þeir bregðast ókvæða við spegilmynd sinni.
Þegar bardagafiskar hrygna þá býr karlinn til loftbólu hreiður, svo kreistir hann kerlinguna þar til hún hrygnir og límir svo hrognin upp í hreiðrið og ver þau þar með ráðum og dáð.
Kröfuleysi Bardagafiska á aðstæður hefur gert það að verkum að þeir eru oft hafði í búrum sem vekja upp siðferðilegar spurningar um hvort að aðstæðurnar sem þeim er boðið uppá séu réttlætanlegar.
Er eithvað frekar sem þú vilt vita um bardagafiska þá endilega spurðu.
Bardagafiskar eru jafn misjafnir og þeir eru margir með hvernig gengur að hafa þá með öðrum fiskum. Það eina sem er vitað fyrir víst að gengur ekki er að hafa tvo karlkyns bardagafiska í sama búri því þeir munu að öllum líkindum berjast þar til annar drepst og þaðan hafa þeir nafið Bardagafiskur. Þegar þeir sjá annan karlfisk þenja þeir út flipa í kringum höfuðið,derra sig , reygja og leggja til atlögu. Þessa hegðun er hægt að kalla fram með því að setja spegil uppvið glerið á búrinu sem þeir eru í og þeir bregðast ókvæða við spegilmynd sinni.
Þegar bardagafiskar hrygna þá býr karlinn til loftbólu hreiður, svo kreistir hann kerlinguna þar til hún hrygnir og límir svo hrognin upp í hreiðrið og ver þau þar með ráðum og dáð.
Kröfuleysi Bardagafiska á aðstæður hefur gert það að verkum að þeir eru oft hafði í búrum sem vekja upp siðferðilegar spurningar um hvort að aðstæðurnar sem þeim er boðið uppá séu réttlætanlegar.
Er eithvað frekar sem þú vilt vita um bardagafiska þá endilega spurðu.
fjölgun bardagafiska
Var að spá varðandi fjölgun bardagafiska, þá er bardagakallinn minn núna í þessu svokallaða "hrognunarástandi" og er alltaf að búa til hreiður, sem eru þó ekki stór, og mikla húð á yfirborðið en hann er í kúlu og einhverstaðar heyrði ég það að hann dræpi kellinguna undir eins ef maður setti þau saman í kúlu, er það rétt? Einnig langar mig til að vita hvort þau geti eignast afkvæmi í kúlu eða hvort það þurfi að vera í stærra búri.
Ég er akkurat á fullu að fræða mig um Bardagafiska og hef fræðst frekar mikið, þó ég treysti mér ekki að segja neitt spes um þá.
En ég reyndi samt að setja spegil upp við karlana mína (á 2 í sitthvoru Búrinu) og ekkert gerðist, en þeir eru líka misjafnir. Þó það virki ekki hjá mér þá veit ég til um að hægt sé að setja spegil hjá öðrum og þeir verða spinnigal hehe
En ég vildi endilega leyfa þér að sjá karlana mína þegar ég leyfði þeim að "hittast" http://www.brs.blog.is/blog/rosin/entry/453174/
Svo var einn sem var svo mikið æði að gefa mér link ( man nú ekki hver það var en er nú samt ennþá með hann í pósti hjá mér)
En endilega máttu fræðast um þá þarna, mér finnst þetta æði kríli.
http://www.aqualandpetsplus.com/Betta,%20Housing.htm
Alveg endalaust um þá þarna
En ég reyndi samt að setja spegil upp við karlana mína (á 2 í sitthvoru Búrinu) og ekkert gerðist, en þeir eru líka misjafnir. Þó það virki ekki hjá mér þá veit ég til um að hægt sé að setja spegil hjá öðrum og þeir verða spinnigal hehe
En ég vildi endilega leyfa þér að sjá karlana mína þegar ég leyfði þeim að "hittast" http://www.brs.blog.is/blog/rosin/entry/453174/
Svo var einn sem var svo mikið æði að gefa mér link ( man nú ekki hver það var en er nú samt ennþá með hann í pósti hjá mér)
En endilega máttu fræðast um þá þarna, mér finnst þetta æði kríli.
http://www.aqualandpetsplus.com/Betta,%20Housing.htm
Alveg endalaust um þá þarna