Skolun á fínum sandi + þörungur?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Skolun á fínum sandi + þörungur?
Ég er með mjög fínan sand sem mig langar að nota en þetta er svona eins og fjörusandur og mér finnst svo erfitt að skola hann, er einhver með hugmynd um hvernig ég get skolað hann?
Og svo er ég með einhvern þörung í búrinu mínu sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að losna við! Getur einhver hjálpað mér?
Myndir af þörung(?):
En við þessum þörung er þá SAE málið eða?
Og svo er ég með einhvern þörung í búrinu mínu sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að losna við! Getur einhver hjálpað mér?
Myndir af þörung(?):
En við þessum þörung er þá SAE málið eða?
Ég legg til að þú látir frekar renna í sandinn í fötu og hrærir í þar til vatnið er tært, sandurinn sekkur en óhreinindin fljóta upp. ég keypti 2 sae í trítlu um daginn, nokkuð stóra en kostuðu líka 1200 kall stykkið, held ég hafi séð frekar litla þannig í fiskó í gær á eh 890 kall stykkið (án ábyrðar!!) Þeir eru snöggir og líflegir og hreinsuðu einmitt svona skeggþörung og hárþörung mjög vel hjá mér.
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Það hlýtur að þyrlast talsvert þegar fiskarnir grafa kröftuglega en með friðsömum fiskum ætti þetta að vera í meira en góðu lagi, hella vatninu bara rólega í við vatnsskipti.
Margir fiskanna búa í ám og vötnum þar sem berst mikil drulla reglulega og með því eðlilega sandur þannig að þeir hljóta að hafa einhver ráð með að hreinsa tálknin ef eitthvað festist þar.
Ef maður horfir á myndir af fiskum sjást þeir gjarnan forða sér snarlega með tilheyrandi drullumekki.
Þetta er nú eitthvað sem þyrfti að skoða nánar og ég lýsi hérmeð eftir einhverjum sem gæti svarað þessu eða spurt einhvern fiskaspecialista.
Margir fiskanna búa í ám og vötnum þar sem berst mikil drulla reglulega og með því eðlilega sandur þannig að þeir hljóta að hafa einhver ráð með að hreinsa tálknin ef eitthvað festist þar.
Ef maður horfir á myndir af fiskum sjást þeir gjarnan forða sér snarlega með tilheyrandi drullumekki.
Þetta er nú eitthvað sem þyrfti að skoða nánar og ég lýsi hérmeð eftir einhverjum sem gæti svarað þessu eða spurt einhvern fiskaspecialista.
Ég gef eimitt ekki mikið fyrir þessa tálknakenningu.
Ég er sjálfur með fínan sand í mínum búrum en ég sé enga ástæðu til að setja sand sem er svo fín að hann renni í gegnum fínustu gerð af sigti í fiskabúr, það einfaldar sennilega allt að hafa gann örlítið grófari.
Annasr er almennt talað um mesta ókostinn við fínan sand að hversu sírefnissnautt undirlagið verður, þá geta myndast gastegundir í sandinu sem svo geta valdið einstaklega vondri lykt og einhverjum fleiri vandamálum sem ég kann ekki að nefna.
Ég er sjálfur með fínan sand í mínum búrum en ég sé enga ástæðu til að setja sand sem er svo fín að hann renni í gegnum fínustu gerð af sigti í fiskabúr, það einfaldar sennilega allt að hafa gann örlítið grófari.
Annasr er almennt talað um mesta ókostinn við fínan sand að hversu sírefnissnautt undirlagið verður, þá geta myndast gastegundir í sandinu sem svo geta valdið einstaklega vondri lykt og einhverjum fleiri vandamálum sem ég kann ekki að nefna.