Skolun á fínum sandi + þörungur?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Skolun á fínum sandi + þörungur?

Post by Karen »

Ég er með mjög fínan sand sem mig langar að nota en þetta er svona eins og fjörusandur og mér finnst svo erfitt að skola hann, er einhver með hugmynd um hvernig ég get skolað hann?

Og svo er ég með einhvern þörung í búrinu mínu sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að losna við! Getur einhver hjálpað mér?

Myndir af þörung(?):

Image

Image

En við þessum þörung er þá SAE málið eða?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur verið fínt að láta buna á fínan sand í gegnum sigti til að þrífa hann.
Sae ætti að vinna á þessum þörung.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Þetta er það fínn sandur að hann rennur örugglega í gengnum sigtið.

En veistu hvað SAE kostar svona sirka og hvað hann verður stór?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég legg til að þú látir frekar renna í sandinn í fötu og hrærir í þar til vatnið er tært, sandurinn sekkur en óhreinindin fljóta upp. ég keypti 2 sae í trítlu um daginn, nokkuð stóra en kostuðu líka 1200 kall stykkið, held ég hafi séð frekar litla þannig í fiskó í gær á eh 890 kall stykkið (án ábyrðar!!) Þeir eru snöggir og líflegir og hreinsuðu einmitt svona skeggþörung og hárþörung mjög vel hjá mér.

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fylltu fötu 50% af sand og láttu renna vatn á hann þannig að óhreynindin þyrlist upp og renna uppúr fötunni :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það virkar líka að nota fínan háf til að skola sandinn, tekur reyndar aðeins lengri tíma.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ég keypti SAE um daginn í Dýragarðinum á 600 kall.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kaja wrote:Þetta er það fínn sandur að hann rennur örugglega í gengnum sigtið.
Ég er reyndar á því að ef sandur rennur í gegnum sigti með fínustu möskvunum að þá eigi hann ekkert erindi í fiskabúr.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Takk fyrir öll svörin :D

En já ég er jafnvel að spá í að hætta við að nota sandinn vegna þess hve fínn hann er :? en já þarf virkilega að fá mér SAE :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:Ég er reyndar á því að ef sandur rennur í gegnum sigti með fínustu möskvunum að þá eigi hann ekkert erindi í fiskabúr.
Eru einhver vísindi á bak við þetta eða bara þín persónulega skoðun?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þar sem ég skrifaði "Ég er á því" þá er þetta mín skoðun en ekki staðfest vísindi. :)
Ég rökstyð þetta með því að svona fínn sandur þyrlast auðveldlega upp og getur skemmt dælur og sumir meina að sandurinn geti farið illa í tálknin á fiskunum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hlýtur að þyrlast talsvert þegar fiskarnir grafa kröftuglega en með friðsömum fiskum ætti þetta að vera í meira en góðu lagi, hella vatninu bara rólega í við vatnsskipti.

Margir fiskanna búa í ám og vötnum þar sem berst mikil drulla reglulega og með því eðlilega sandur þannig að þeir hljóta að hafa einhver ráð með að hreinsa tálknin ef eitthvað festist þar.
Ef maður horfir á myndir af fiskum sjást þeir gjarnan forða sér snarlega með tilheyrandi drullumekki.

Þetta er nú eitthvað sem þyrfti að skoða nánar og ég lýsi hérmeð eftir einhverjum sem gæti svarað þessu eða spurt einhvern fiskaspecialista.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég gef eimitt ekki mikið fyrir þessa tálknakenningu.
Ég er sjálfur með fínan sand í mínum búrum en ég sé enga ástæðu til að setja sand sem er svo fín að hann renni í gegnum fínustu gerð af sigti í fiskabúr, það einfaldar sennilega allt að hafa gann örlítið grófari.
Annasr er almennt talað um mesta ókostinn við fínan sand að hversu sírefnissnautt undirlagið verður, þá geta myndast gastegundir í sandinu sem svo geta valdið einstaklega vondri lykt og einhverjum fleiri vandamálum sem ég kann ekki að nefna.
Post Reply