Fiskar í 100L búr?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Fiskar í 100L búr?

Post by Karen »

Gæti ég verið með þetta saman í 100 lítra búri:

1xkribbapar
1xKK bardagafiskur (búin að vera einn í 10 lítra búri í ár)
1-2xfiðrildasíkliður
1-2xkuðungasíkliður
1xskali

Og nokkrar ancistrur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst ekki alveg nógu vel á kribba, fiðrilda og kuðunga saman í þessari stærð. Ég held að það verði alltaf stríð á milli þessara fiska og líklega væri best að hafa bara eina af þessum tegundum í búrinu.
Kuðungasikliðurnar gætu þó jafnvel gengið með annari tegundinni ef þeir hafa kuðunga til að fela sig í.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég er jafnvel að spá bara í kribbapar og þá hætta við kuðungas. og fiðrildas.

En ætti þetta annars að ganga með restina og þá kribbana?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það ætti að ganga.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Frábært! :D

En ef ég ætla að láta kribbana hrygna eru þá einhverjir fiskar sem ég ætti þá að taka úr búrinu?
Post Reply