Það eru skrímsli í húsinu !!!

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það verður bið á að Brynja verði beðin um að passa aftur.. :P

Ferlegt með skóflunebba, hann var einn af flottustu fiskunum þínum.
Það er greinilega einhver vibbi í gangi í búrinu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Brynja stendur sig eins og hetja í pössununni, það eru nú ekki allir sem hefðu nennt að stússast í vatnsskiptum osf fyrir mann.
Fiskarnir voru helslappir þegar ég fór en ég var að vona að vatnsskipti og saltgusa nægðu til að halda þeim lifandi enda virtust þeir skána eitthvað þegar ég var að fara.
Ég reyndar gruna Brynju samt um að hafa eitthvað verið að sýna þeim brjóstaskoruna og sú sjón hafi gengið af þeim dauðum. :-)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

:rofl:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Var ég búin að segja ykkur að þið eruð yndisleg? :)

Skoran hefur farið illa með margan góðan drenginn.. ég get bara ekkert að þessu gert! :shock:

Ég var í fermingu í dag og fór uppáklædd í eftirlitsferð í kvöld og allir eitur hressir á Vargstöðum.. kannski mögulega skorunni að þakka.. :wink: Óskararnir hafa alveg náð sér.. !

Ég lofa að púðruð skoran fór ekki illa í Lappa og fiskana í kvöld!
Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta væri fínn avatar fyrir þig brynja
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það endar bara í einhverri ruglkeppni hjá okkur stelpunum :P
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Þú ætti kannski að koma með mér í eftirlitsferð Ásta.. þá myndu fiskarnir heldur betur dansa fyrir okkur :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ohhh, einn ein svona umræðan, ég held að Brynja geti haldið svona bulli endalaust áfram. :)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Sorry.. :)
En ég er ekkert smá fegin að sjá hvað Óskararnir eru orðnir hressir...
Er ekki alveg að meika fleiri dauðsföll hjá ykkur! Núna get ég sofið rótt.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jæja þá er ég kominn heim og allt í glimrandi lagi í búrunum eftir rúmlega 2 vikna fjarvist.
Brynja hefur staðið sig með miklum sóma.

Óskararnir eru þrælsprækir en þó aðeins gráir en það hlítur aða fara enda eru þeir mun hressari en þegar ég fór.
Það er frekar leiðinlegt að sjá Rtc í frystiskápnum en það verður að hafa það. Mældi skepnuna og hann var 41 cm.
Mynda hann seinna.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Velkomin heim... bið að heilsa nýju vinum mínum þarna hinumegin. :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þó óskararnir hafi virst sprækir þegar ég kom heim þá var það sennilega bara matarástin sem þeir hafa á mér því þeir hafa farið snarversnandi síðan ég kom heim og nú eru hinar sikliðurnar í búrinu líka slappar.
Þetta lýsir sér þannig að fiskarnir fá ljósa himnu sem virðist vera að flagna af þeim og uggar étast upp, sár gróia illa og fiskarnir missa litinn.
Þeir liggja við botninn en anda rólega.
Þeir sem drápust voru rauðleitir á nokkrum stöðum á skrokknum og hallast ég að því að þetta sé einhver svæsin bakteríusýking.

Í fyrradag skellti ég kílói að salti í búrirð og fiskarnir hresstust ekkert við það. Í gær setti ég góða gusu af Fmc lyfinu í búrið. Lyfið inniheldur formalín og drepur nánast alla sjúkdóma (og stundum fiskana líka) en vinnur ekki vel á bakteríusýkingum.
Reyndar er ég kominn á að farga bara fiskunum í búrinu en mig langar samt að komast fyrir pestina, kannski ég aulist eftir bakteríudrepandi lyfi og láti svo gott heita.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Helvítis vesen... Endilega prófa einhver bakteríulyf...


Svo kíkti ég í handbook of fish diseases og datt þá í hug hvort þú hefðir mælt ph í þessu vesen? Margt af þessu bendir til þess að pHið sé of hátt eða alltof lágt, amk samkvæmt bókinni.

Annað líka, þar sem himnan flagnar af, er hreistrið undir rauðleitt eða blóðugt?

Annars virðist flest af gröfunum í bókinni leiða til þess að þetta sé bakteríusýking, mismunandi sýklar, en oftast bakteríusýking ef hreistrið á fiskunum er með svona filmu sem flagnar af.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þegar himnan flagnar af er hreystrið bara grátt og litlaust undir, rauði liturinn var á þeim sem drápust á kviðnum, í kjaftinum og við uggana.
Það versta er að það er margt sem kemur til greina með þessi einkenni en öll þessi saman benda til bakteríusýkingar. Ég er hundfúll yfir þessu.

Ég hef ekkert mælt ph enda hefur ekkert breyst í búrinu og ég hef ekki trú á að svona dramatískir hlutir gerist bara án þess að eitthvað mikið breytist.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Þegar himnan flagnar af er hreystrið bara grátt og litlaust undir, rauði liturinn var á þeim sem drápust á kviðnum, í kjaftinum og við uggana.
Það versta er að það er margt sem kemur til greina með þessi einkenni en öll þessi saman benda til bakteríusýkingar. Ég er hundfúll yfir þessu.

Ég hef ekkert mælt ph enda hefur ekkert breyst í búrinu og ég hef ekki trú á að svona dramatískir hlutir gerist bara án þess að eitthvað mikið breytist.
Það er svosem ekki óþekkt að ph sveiflur geti orðið í uppsettum búrum, kannski eitthvað sem rótast upp sem hefur verið að byggjast upp í einhvern tíma eða einhverjar bakteríur taka völdin útaf skilyrðum sem verða allt í einu perfect fyrir þær.

En já, bakteríusýking er líklegust, og mig grunar að þú þurfir að splæsa í einhver bakteríulyf til að reyna að losna við þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Myndr af óþverranum.

Image

Image

Image

Mér sýnist vera smá munur til batnaðar á fiskunum í dag, litirnir eru að skána og þeir eru meira á ferðinni.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

vá þetta er rosalegt!... vonandi braggast þeir!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

:shock: Ansi lítið eftir af uggunum...


Ef þú færð þá til að éta og vatnsgæðin eru góð, þá hlýtur þetta að reddast..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

úfff hvað þetta er sorglegt :? vonandi lagast þetta nú :!:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Tek undir með kela vatnsskipti og að þeir borði skiptir miklu máli.

Er Brassinn ekki enþá á lífi?
Í guðana bænum ekki faraga fiskunum :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já alli á lífi nema Rtc og Tsn :væla:
Fiskarnir virðast eitthvað vera að hressast en eru þó hundslappir enn.
Ef þeir virðast ekki ætla að hrista þetta af sér fljótlega þá farga ég öllu í búrinu, ég nenni ekki að halda upp á einhverja pestagemlinga og vil síður að maður beri óvart einhvern óþverra á milli búra.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Er eitthvað þorandi að taka sénsinn á að bera þetta á milli búr,er ekki bara málið að láta pestargemlingana hverfa :cry:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er nánast planið, ég er bara ekki alveg sáttur við að láta óskarana fara baráttulaust. Maður getur svo sem alltaf náð í óskara aftur en ég held upp á þessa af því þeir eru par.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ekki málið aða bara búa til pest búr undir þá fiska sem maður vill berjast við að halda líftúrunni í?
nema þú sért allveg lens með pláss.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er pestabúrið, ég þarf ekki annað fyrir þá. :)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Meinar :-)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eru þeir enn á FMC kúrnum eða settir þú bakteríulyf?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ef að þú fargar fiskunum.
1. Hreinsa búrið.
2.Breita því í D. Compressicepts hrygningar búr (það er einn um 15 cm í fiskó).
3. Kaupa sér yfir 1000l búr.
4. kaupa annan RTC leifa honum að stækka smá.
5. Skalla longnose gar og Arowönunni með honum í búr og leifa þeim að stækka.


Bara hugmynd. Endilega stattu í því að reyna að láta fiskunum batna eins lengi og þú mögulega nennir :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef ekki farið í bakteríudrepandi lyfjaleiðangur.
Annars eru fiskarnir að hressast en líta samt enn illa út.
Saltið og Fmc virðast vera að vinna eitthvað á þessu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Annar óskarinn drapst í gær, hinir fiskarnir hafa tekið vel við sér og eru þrælsprækir. Mögulega hefur óskarinn verið orðinn langt leiddur og ekki þolað lyfið ofan á veikindin.
Þrátt fyrir að fiskarnir séu að hressast þá setti ég bakteríudrepandi lyf í búrið eftir vatnsskipti áðan.
Post Reply