Nutrafin CO2

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Nutrafin CO2

Post by thunderwolf »

Hvað er ódyrast að láta fylla á Nutrafin CO2 ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

fylltu á það sjálfur, alveg jafn gott. Hrafnkell er með góða uppskrift af þessu

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=2235
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Prófaðu 100gr sykur, 1 teskeið þurrger og 1 teskeið matarsódi og 1/2 L af vatni (ekki köldu, við stofuhita).
Blandaðu þessu saman í 2 L gosflösku sem þú hefur þvegið vel og skolað en betur. Hristu svo eins og þú eigir lífið að leysa. Heltu þessu svo í Nutrafin flöskuna og bættu við vatni ef þarf.

Tilgangur þess að hrista er að leysa smá súrefni upp í vatninu. Þá verður gerið fljótara af stað.

Ég reyndar bæti líka smá maltextrakti í (sýróp sem fæst í heilsuhúsinu og apótekum). Það er fyrir lengra komna ;) Tilgangur þess er að gefa gerinu næringu sem eflir það mjög.

Hundódýrt að bæta á svona. Þa þýðir að þú getur skipt oftar og þannig haldið jafnara CO2 streymi.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

mig dauðlangar í svona græju, ég hef svo gaman að sulla! :dansa: Langar samt að vita eitt, er ekki betra að geta skrúfað einhvernvegin fyrir þetta á nóttunni?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er óþarfi að skrúfa fyrir þetta á nóttinni því það er ekki svo mikil kolsýra sem kemur.
Það er samt minnsta mál að setja T-stykki á slönguna og hleypa kolsýrunni þar út á nóttinni.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Með þessa nutrafin kúta, hvað endast þeir lengi? Er mikið að spá í að fá mér svona græju en nenni ekki að fara að sulla sjálf :P
200L Green terror búr
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sirius Black wrote:Með þessa nutrafin kúta, hvað endast þeir lengi? Er mikið að spá í að fá mér svona græju en nenni ekki að fara að sulla sjálf :P
3-4 vikur hver áfylling (1000kr).

Það að hella vatni, sykri, matarsóda og ger saman og hræra telst nú valla mikið sull, sérstaklega þegar maður sparar amk 950kr í hvert sinn.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hrafnkell wrote:
Sirius Black wrote:Með þessa nutrafin kúta, hvað endast þeir lengi? Er mikið að spá í að fá mér svona græju en nenni ekki að fara að sulla sjálf :P
3-4 vikur hver áfylling (1000kr).

Það að hella vatni, sykri, matarsóda og ger saman og hræra telst nú valla mikið sull, sérstaklega þegar maður sparar amk 950kr í hvert sinn.
Já reyndar, kannski ekki svo mikið mál þegar maður er búin að gera það nokkrum sinnum og kann það alveg :) En þá er bara að læra það :P


Vargur - nutrafin dótaríið sem að þú ert að selja í búðinni hérna á spjallinu, væri það ekki fínt í svona 180L búr? og er hægt að fylla á það með svona heimagerðu dóti?
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er með Nutrafin co2 í 240 l og virkar fínt, að vísu eru það frekar auðveldar plöntur.
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

Hrafnkell wrote:Prófaðu 100gr sykur, 1 teskeið þurrger og 1 teskeið matarsódi og 1/2 L af vatni (ekki köldu, við stofuhita).
Blandaðu þessu saman í 2 L gosflösku sem þú hefur þvegið vel og skolað en betur. Hristu svo eins og þú eigir lífið að leysa. Heltu þessu svo í Nutrafin flöskuna og bættu við vatni ef þarf.

Tilgangur þess að hrista er að leysa smá súrefni upp í vatninu. Þá verður gerið fljótara af stað.

Ég reyndar bæti líka smá maltextrakti í (sýróp sem fæst í heilsuhúsinu og apótekum). Það er fyrir lengra komna ;) Tilgangur þess er að gefa gerinu næringu sem eflir það mjög.

Hundódýrt að bæta á svona. Þa þýðir að þú getur skipt oftar og þannig haldið jafnara CO2 streymi.
Ég var að spá að gera þessa blöndu, ég er með þetta Nutrafin CO2 kerfi:

Image

Er þessi blanda fín fyrir 100 lítra búr?

Svo önnur spurning:

Hvar er best að setja þetta í búrið?

Er til dæmis í lagi að hafa þetta fyrir aftan bakgrunninn?
Það er ágætis pláss þar, ég er með 3D bakgrunn
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

væri gott að fá sér svona nutrafin co2 kerfi og nota blönduna sem hrafnkell gaf upp í 54l búr?
Last edited by kiddicool98 on 26 Apr 2009, 19:09, edited 1 time in total.
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ef það er mikil hreyfing á vatninu fyrir aftan bakgrunninn, annars ekki.
Kolsýran leysist upp í vatnið og það þarf að vera sæmileg hreyfing á vatninu þar sem stiginn er svo kolsýran dreyfist um allt búrið.
Ég myndi halda að það væri ekki mikil hreyfing á vatninu bakvið bakgrunninn og það því óheppilegt.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

okay takk
Post Reply