Síkliðan wrote:
Langar mjög að fá mér annan gar af annari tegund veit einhver um gar af annari tegund sem að gæti gengið með þessum?
Hef útilokað Alligator (þótt mig langi fáránlega í hann) því að hann er víst grimmari en flestar hinar tegundirnar og verður stærri.
Longnose virðist vera auðveldur að fá og voru 2 í fiskó um daginn ( annar nú hjá Vargnum. Gæti hann virkað?
Shortnose sem að ég veit ekki mikið um. Virkar hann?
Svo einhverjir fleiri sem að ég nenni ekki að nefna en ef að einhver er með uppástundgu um félaga fyrir gaurinn endilega komið með hana
það eru lika til tropical og cuban, báðir frekar sjaldgæfir.
ég myndi ekkert vera að blanda fleiri gar tegundum við, það er líklega erfiðara/dýrara að fá tropical, cuban eða shortnose. en allir þessir verða svipað stórir eða um 60cm að meðaltali en geta orðið stærri.
það væri bara vitleysa að fá sér alligator gar nema þú hefðir möguleika á risabúri eða stórri tjörn.
Longnose verður líka full stór og fer vel yfir meter.
Kominn í hús Florida/spotted gar eða ég held það dettur í hug að þetta sé gator (ég í djúpum)
Kannski einhver gæti staðfest það, en hann er svona 15cm og ótrúlega töff
Veit ekki hvernig þeir eru í búrinu. Synda þeir mikið um eða eru þeir ekki mikið á ferðinni?
Myndir:
hver var að gabba þig? þetta er ekki gar
þetta eru fiskar skildir hujetum, veit ekki nákvæmt nafn á þessum þarna.
þeir eru hinsvegar oft kallaðir gar vegna útlitsins en að öðru leiti eru þeir ekkert skildir og verða svona 30cm
edit: fann nafnið á hann fyrir þig, þetta er Boulengrerella lateristriga og er yfirleitt kallaður Striped Pike Characin.
Last edited by Andri Pogo on 07 Apr 2008, 23:23, edited 1 time in total.
Ef ég væri þú myndi ég losa þig við alla svampa úr innbygða dælukassanum og fylla hann af keramik hringjum, þá máttu taka tunnudælusvampana og þrífa þá eins og nutter og það hefur engin áhrif á flóruna
Er með 2 tunnudælur í 600L búrinu mínu ein full af keramik hringjum og hin með svömpum og keramik hringjum, get gert vatnskipti og þrifið dæluna án þess að fá Mini cycle
Rena xp3 tunnudæla komin í hús frá honum Vargi
Fiskarnir hafað það mjög fínt, hef og ætla að minnka fóðurgjöf aðeins því að fiskarnir eru vel feitir og hafa alltaf verið
Jæja ég tók mér eina strætóferð uppí dýragarðinn aðallega til þess að skoða, Það plan breyttist skyndilega og ég labbaði út með 10 fiska
8x gúbbífiska (5kvk og 3kk) sem að ég setti í 140l búrið.
1x Royal Pleco sem að fór í stórabúrið
Mikið af gróðri og með gróðrinum kom einn laumufarþegi sem að lítur út eins og sae en er með sogmunn, getur einhver sagt mér hvaða tegund þetta er
Sendi inn myndir líklegast í kvöld
Jæja ég skrapp aðeins í dýragarðinn áðan og keypti eftir farandi og setti í 400l búrið þar að meðal Red Tail Catfish. Sá þá þarna og stóðst ekki mátið
Red Tail Catfish
Blue Acara par
Botiu
Clarkii humar
Candy striped pleco sem að liggur núna undir dælunni með Royal
Svona upptalning á því sem að er í búrinu
2x Yellow lab
1x Paroon Shark/Pangasius Sanitwongsei
1x Geophagus Brasiliensis
1x Sajica/T-bar cichlid
2x Blue Acara
1x Polypterus Senegalus
1x Red Tail Catfish
2x Marmara gibbar
1x Candy Striped Pleco
1x Royal Pleco
1x Clarkii humar
Það er rót sem að er meiraðseigja með gati í gegn sem að fiskarnir fela sig inní
Royal er reyndar meira undir dælunni á daginn en færir sig oft á næturna yfir í rótina
Ég er að fara að setja upp nýtt búr á morgun og ætla að hafa þessa í því s.s. taka þá úr stórabúrinu. Búrið er 120L og er bara growout.
1x Green Terror
1x Oscar
1x Flowerhorn
1x Midas
1x Nigaraguensis
1x Jack Dempsey
Svo kannski finn ég eitthvað annað til að hafa með á morgun