Það er hundur að fara að eignast mig (viska óskast)

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Það er hundur að fara að eignast mig (viska óskast)

Post by Birkir »

Jæja. Nú er komið að því. Kallinn að verða 29ára, með sína eigin íbúð með sér inngang og bíll í uppsiglingu.

Ég er gríðarlega góður dýrunum mínum og er algerlega dedicated velferð þeirra. Þetta vita þau sem þekkja mig.

Hundur krefst mikils aðhalds og athyggli. Ég er nú kominn í þannig vinnu að ég get mætt í hana þegar ég vill.
Þannig að fyrstu tveir mánuðurnir munu snúast um hundinn.

Fyrir eru tveir fullorðnir kettir í íbúðinni. Það gengur vel upp enda hef ég lesið það víða, séð og talað við dýralækna um þau mál.

En nú vil ég fá ráð frá ykkur hvernig eigi að starta þessari sambúð og koma nýja fjölskyldumeðliminum inn í hana.

Með von um góð viðbrögð.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég veit ekkert um hunda eða ketti, er bara með einn stóran apa á heimilinu :lol: :lol: :lol:
(sorry Birkir, ætla ekki að skemma þráðinn þinn).

En til hamingju með nýja félagann.
Ertu búinn að fá hann?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hún fær mig á morgun eða hinn.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hvar er dog lovið hérna?
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

*hugz Birkir with lots of doglove*

Hvaða tegund/blanda er skvísan?

Sterkasti leikurinn er gramsa í kollinum á sér og reyna að muna hvað er lang beztasta trítið sem
kisulórunar fá í heiminum. Draga það fram
þegar hvolpalingurinn kemur og byrja að gefa kisunum nammi fyrir það eitt að horfa á hana
(kisi horfir á vóffa + bezta nammið = góðar minningar um vóffa)

Segir sig sjálft að hentugra er að vera tveir/tvö í þessu
þar sem það vill til að fjöldi katta er hin sami ...
Hundum er yfirleitt ekki ílla við ketti sí svona en
þeir eru ósköp forvitnir um þá og eiga það til að rjúka að þeim til að lykta og sleikja...

Varastu fyrir alla muni að skamma kisur eða vóffa
ef þau taka upp á því að meiða hvort annað á einhvern hátt, (vóffi glefsar í kisa + fær refsingu frá pabba = Kisa verkfæri djöfulsins)

Líttu undan og láttu þetta móment (ef það kemur upp) fara fram hjá... verðlaunaðu svo vóffa/kisu fyrir að horfa bara og ekki meiða :mrgreen:
Verður allt að vera jákvætt ef þú vilt að þau séu
jákvæð í garð hvors annars :D

Virkar líka vel ef þú gætir leyft vóffa að skoða íbúðin án kattana, fara í alla króka og kima þefa
og þefa þar til hún hefur tíma fyrir annað...

Þá gæti verið gott að koma aftur með kisur inn
og dreifa jafnvel nammi út um allt gólf sem báðum
tegundum líkar vel við...

Ef kisurnar þínar eru eins og mín og borða
ekkert trít/nammi weeeell good luck :mrgreen:
nei nei, alla vegna ekki vera að skamma annað
hvort svona í fyrstu kynnunum ;)


Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

*hugz Birkir with lots of doglove*
....þú átt inni hjá mér eitt svona faðmlag líka. :D
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Save zone fyrir hundinn til að byrja með, því hún verður í "veikari stöðu" en kettirnir þínir því hún er ný á svæðinu og þau eru fullorðnir kettir á sínu svæði, getur verið voða lítil í sér þegar hún kemur fyrst og sérstaklega ef Píla og félagar ætla að láta hana heyra það strax. Ég tek undir með vigdísi að það gæti verið sterkur leikur að leyfa henni að skoða sig um fyrst án þess að hafa kettina í kring. Verður samt að reyna að gera það þannig að þau verði ekki fúl út í þig og hundinn fyrir að henda sér inní skáp eða þannig, gott að leyfa þeim að hang out inní herbergi eða eitthvað og leyfa henni að sjá sig um og hleypa svo kannski köttunum smám saman að henni. Annars hef ég minni reynslu af köttum en hundum en það sem ég hef lært er að þau eru öll misjafnir einstaklingar og höndla hlutina á ólíkan hátt. Ég hef haft kött í pössun sem "buffaði" labradorinn minn og hrakti hann útí horn og ég hef líka séð kött á heimasvæði sem fraus bara og var í ruglinu þegar labbinn mætti á svæðið....EN þetta jafnast alltaf út og þau læra að umgangast hvort annað og venjast hvoru öðru. Getur tekið soldinn tíma og einhverjir búnir að fá á kjammann áður en það gerist en á endanum verður balance á þessu og allt í góðu, engin spurning.

Djöfull líst mér vel á að þú sést að taka að þér hund!! Hafðu svo samband ef þú ert í vandræðum, ég hef nú víst hundastússast smávegis og gæti átt einhver ráð handa þér :)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Tékkaðu að ég svara þér og pæli inn í kvóts-rammanum
~*Vigdís*~ wrote:*hugz Birkir with lots of doglove*

Hvaða tegund/blanda er skvísan?
Siberan Husky og Boxer

Sterkasti leikurinn er gramsa í kollinum á sér og reyna að muna hvað er lang beztasta trítið sem
kisulórunar fá í heiminum. Draga það fram
þegar hvolpalingurinn kemur og byrja að gefa kisunum nammi fyrir það eitt að horfa á hana
(kisi horfir á vóffa + bezta nammið = góðar minningar um vóffa)
Rækjur. Best að þýða þær.

Segir sig sjálft að hentugra er að vera tveir/tvö í þessu
þar sem það vill til að fjöldi katta er hin sami ...
Hundum er yfirleitt ekki ílla við ketti sí svona en
þeir eru ósköp forvitnir um þá og eiga það til að rjúka að þeim til að lykta og sleikja...

Varastu fyrir alla muni að skamma kisur eða vóffa
ef þau taka upp á því að meiða hvort annað á einhvern hátt, (vóffi glefsar í kisa + fær refsingu frá pabba = Kisa verkfæri djöfulsins)
Got it. En er einhver grensa sem voffi gæti hugsanlega farið yfir?

Líttu undan og láttu þetta móment (ef það kemur upp) fara fram hjá... verðlaunaðu svo vóffa/kisu fyrir að horfa bara og ekki meiða :mrgreen:
Verður allt að vera jákvætt ef þú vilt að þau séu
jákvæð í garð hvors annars :D

Virkar líka vel ef þú gætir leyft vóffa að skoða íbúðin án kattana, fara í alla króka og kima þefa
og þefa þar til hún hefur tíma fyrir annað...
Got it!

Þá gæti verið gott að koma aftur með kisur inn
og dreifa jafnvel nammi út um allt gólf sem báðum
tegundum líkar vel við...

Hundur og rækjur?

Ef kisurnar þínar eru eins og mín og borða
ekkert trít/nammi weeeell good luck :mrgreen:
nei nei, alla vegna ekki vera að skamma annað
hvort svona í fyrstu kynnunum ;)
Venjulega fá þær ekki treat. Kannski 3-4 rækjur þegar þegar ég er að gefa fiskunum.


:?: :?: :?:


Vargur: þú ert svo æði pæði <3
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Ef þú ætlar að gefa hundinum þínum fiskmeti þá þarftu að vera vakandi yfir ofnæmis- og óþolseinkennum, hundar þola fisk oft illa og margir sem benda frá því alfarið að gefa þeim fisk.
Klóra sér, pirringur, þurrkur og ómögulegheit í hársverðinum....
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

minn tekur vel í fisk :wink: en hann lítur ekki við rækjum
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Já, mínir hefðu allir verið til í að gefa líf fyrir fisk, harðfisk o.fl. en 2 þeirra fengu ofnæmi, eða óþol réttara sagt, sem var mjög leiðinlegt því harðfiskur er svo perfekt verðlaun í kennslu - lyktar hressilega og er ekki klístraður og geymist lengi :) En ég hélt áfram að gefa hinum hundunum mínum harðfisk og þeir voru ok. Fínt að hafa þetta í huga þó.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk Rut. Rækjurnar verða bara notaðar í kvöld geri ég ráð fyrir.

Pabbi hennar er Siberian Husky, mamman er blanda af Bordier Collie (veit ekki hvernig þaðer skrifað) og Labrador.

Hún er komin heim!
Kettirnir eru spakir. Píla hvæsti aðeins á hana og það er allt og sumt.
Hún heldur sig inn í stofu og undir borðinu hjá mér.
Rut: ekki segja Evu!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

helv.. líst mér vel á hana, til hamingju :D
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

awww *bráðn*
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Klukkan er að verða 12 og þessi elska horfir á Seinfeld með mér.
Örvar (kk köttur) virðist ekki taka eftir henni, jú jú veitir henni athyggli og heldur áfram að gera það sem hann gerir.
Sama með Hannes (kk kötur). Píla (kvk köttur) kvæsir ef hún kemur of nærri. Annars ekkert.

Nafnatilllögur hingað til:
Tinna
Hera

Endilega komið með tillögr. Ég er algerlega tómur.


Image
Image
Image
Image
Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vúhú. Hún pissaði í sófan. Gaman af því. Ég veit ekki alveg hvað ég að gera til að senda henni skilaboð varðandi það. Ég renndi tríninu á henni í blettin og setti hana svo á dagblöðin á gólfinu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hún er svo sæt að hún ætti að heita Ásta! hehe...

Ég ætla að sýna Birtu minni þessar myndir á morgun og hún á örugglega eftir að finna sykursætt nafn (er voða mikið fyrir Jasmín, Rós, Sykurdúllusnúlla og eitthvað álíka)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Regla númer eitt: Ekki setja trínið í piss eða skít.
Ef þú sérð hana ("nappar hana") pissa eða skíta þá segiru strangt "nei"(eða hvaða bannorð sem þú ætlar að nota á hana) og ferð með hana beint út og lætur hana klára þar. Ef hún pissar úti þá lætur þú eins og hún sé fyrsti hundurinn í heiminum til að tala eða eitthvað og hrósar henni voða mikið.
Fara með hana út alltaf stuttu eftir að hún borðar og/eða drekkur og þegar hún er að vakna eftir langan blund, til dæmis á morgnana. Þá eru meiri líkur á að hún pissi akkurat þegar þú ert með hana úti og getur þá verið skemmtilegastur í heimi alltaf þegar hún gerir það....svo með tímanum áttar hún sig á því að það að pissa úti er málið.
Ég mæli með því að þú venjir hana strax á að fara út í staðinn fyrir að nota dagblöð sem millilendingu.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Er maður fallegt puppy or what!
Ahh jeminn einasti þvílíkt krútt

eru þrjár kisur :lol: festi í mig tvær :oops:
Enn frábært að vel gengur :D

Held að rækjur ættu nú að vera í lagi sem treat, á sjálf
ofnæmis vóffa :) Það er ekkert grín maður veit ekki fyrir
víst hvort hundurinn sé með ofnæmi fyrir einhverju
fyrr en hann fer að sýna einkenni nema maður
ákveði að senda hann í próf afþví bara :)

En tekundir með Rut, safe-place er bara mikilvægt,
Hundabúr eru tær snilld maður þarf ekki hafa hurðina á nema
maður vilji, hundum líður vel í þessu ef maður er ekki að
neyða þá í það... Setti hurðina ekki á hjá mér fyrr en eftir
marga mánuði hjá elsta stýrinu, hún svaf samt alltaf inní búri fyrst
frekar enn uppí rúmmi hjá okkur að eigin völ :D

Nafna hugmyndir :shock: hef aldrei verið góð í því
en einhverja hluta verð ég alltaf að reyna :P
Ösp
Bríet
Regína
Lilja
Askja
Gígja


Dagblað óþægileg milli lending
Mæli með einhverju öðru orði en NEI
(hefurðu einhvern tíman talið hvað þú segir oft nei á dag?)
Ég urra bara þar sem ég urra bara alls ekki í daglegu tali,
alveg sama hvað fólk segir um að hundar skilji muninn á því
að segja hlutinn strangt og í venjulegu tali þá finnst mér það
samt óþægilegt, t.d. ef einhver stekkur á þig og kítlar þig og þú
öskrar NEI EKKI og litla stýrið er að horfa á t.d. Pílu þá
er auðvelt fyrir hana að fá skilaboðin að bannað sé að horfa á Pílu ...

Hlaupa út með hvolpinn þegar hann er að pissa, gera ekkert ef
þú missir af henni gera það. Tríni ofan í piss bannað eins og Rut segir ;)
Me likes this Rut person, we say the same things :mrgreen:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Löbbuðum alla leið úr Hjálmholtinu yfir í Dýragarðinn í dag til að versla okkur hvolpastash. Of löng ganga er mér sagt getur skeggt mjaðmagrind hvolpa, þannig að þetta var one time only. Gekk ágtlega en hún var svo þreytt í lokin að ég hélt á henni.
Rut kom í heimsókn, horfði á Seinfeld og gaf mér ráð með uppeldið.

Fyrir tæðum klukkutíma kúkaði hún úti í fyrsta skiptið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birta stingur upp á nafninu Fjóla!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Þakkaðu Birtu hjartanlega, en hún hefur fengið nafnið Hera. Hvernig lýst henni á það?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Henni mun örugglega líka það vel, ég segi henni það á morgun en hún er að sjálfsögðu löngu farin að sofa eins og önnur vel upp alin börn. :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

hvernig gengur þér annas með hana Heru?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Eftir samtal við dýralækni og hundasálfræðing þá er hún komin aftur til mömmu sinnar. Ég fílaða.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

tekur þú hana svo aftur þegar hún er orðin eldri?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

hún er komin aftur heim. þessi elska. pollróleg og yfirveguð.
var að kaupa handa henni huge búr.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jæja, takk fyrir pælingarnar hérna gott fólk. Ég er með allar Heru tengdar vangaveltur og svona semi-dagbók hérna: http://www.hundaspjall.is/phpbb/viewtop ... sc&start=0
Post Reply