nebbalingur og 500 ltr oscarsbúr.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

nebbalingur og 500 ltr oscarsbúr.

Post by Hrappur »

Sæl öll .

Ég er með 500 ltr. akrýl búr 200*50*50 cm borað á 2 stöðum .

Lýsing
4*58 w flúr T8 perur þar af ein gul og eina rauð og svo 2 hvítar kaldar.

filterar
2*2000 l/h innidælur 2*1200 l/h tunnudælur búrið er semsagt að sýjast 13* á klukkutíma, ein loftdæla með 2 spíssum sem gerð er fyrir 700 ltr .

sandurinn kemur nú bara úr gróttu og er ég með 5 rætur af ýmsum stærðum sem skraut sem og plöntur sem furðulegt nokk fá að vera friði fyrir uppróturum búrsins en fiskarnir hafa verið duglegir að breyta fyrir mig uppröðunni í búrinu . td. steinn sem var í hægra horni kominn í miðju búrsins og rót búið að snúa hálfhring ogsfv.

Íbúar
oscar 28 cm tiger 14-18 ára sem ólst upp í 160 ltr búri og fékk ég hann þegar hann var fullorðinn.

firemouth par.
?+* convict þar af eitt par og ?+ seyði sem hafa lifað af sambúðina og uppvöxt eru fullorðnar kerlingar núna og svo er nú reyndar alltaf að bætast í seyðahópinn..
1*jack dempsey
5*bótíur
2* rauðugga hákarl
2*kribbar (par)
1*pleggi
1*brúskur
1*hammer head.
2*Hypselecara temporalis (Chocolate Cichlid)
4*Vieja synspilum
2*severum (rauðdoppóttir)


hér er gömul mynd af búrinu en síðustu helgi breytti ég töluvert og er töluvert meira pláss núna fyrir fiskana og allt sýnilegra henti öllum steinum úr búrinu og alveg magnað hvað þeir taka mikið pláss úti á svölum.



Image

Image

meira síðar.
Last edited by Hrappur on 26 Mar 2007, 20:33, edited 6 times in total.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Helvíti er þetta flott hjá þér
en segðu mér, hvað geta óskarar orðið gamlir?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

He he, bleikur Óskar, hvaða bjálfi sagði það. :oops:

Hvernig væri að næst þegar þú breitir búrinu að hrúga bara öllu draslinu í mitt búrið og láta fiskana bara sjá um þetta. :P
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Gudjon wrote:Helvíti er þetta flott hjá þér
en segðu mér, hvað geta óskarar orðið gamlir?
það er ekki óalgengt að óskar verði 10-15 ára gamall í búri ef vel er hugsað um hann. . er algengara að fólk gefist upp áður og lógi þeim eða gefi . .

einn kunningi minn þóttist hafa heyrt af einum 50 ára ? en ég hef ekki fengið það staðfest .. finnst liklegt að það sé svipuð saga og af gamla manninum sem var búinn að eiga sama hamarinn í 70 ár. . bara búinn að skipta út skaftinu 5* og hausnum 3* ..... þó ég viti ekki hvernig á að skipta um haus á oscar. :)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:He he, bleikur Óskar, hvaða bjálfi sagði það. :oops:

Hvernig væri að næst þegar þú breitir búrinu að hrúga bara öllu draslinu í mitt búrið og láta fiskana bara sjá um þetta. :P
það er reyndar ágætis hugmynd. . óskar getur fleygt steini sem er svipað stór og tennisbolti af nokkru afli svo passið upp á skrautið ykkar. . gæti endað á stofugólfinu ..

og þetta með bleika . . þá var það einhver litblindur steraköggull.. ..sem býr á milli kirkjugarði og áburðarverksmiðju..
Last edited by Hrappur on 18 Sep 2006, 20:47, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, þetta eru magnaða skepnur þessir Óskarar, það ættu allir að eiga amk 1-2.

Svona til gamans þá er hér teikning af Óskar úr fræðslubók um fiska síðan 1929, teknuð eftir fiski sem var veiddur villtur í perú ef ég man rétt.
Image

Önnur Óskaramynd.
Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég á einn óskar og búinn að eiga í rúman mánuð og það er alveg svakalega gaman að honum. Búrið sem hann er í er hliðiná rúminu mínu og alltaf þegar að ég vakna á morgnanna tekur hann á móti mér við glerið.

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nebbi, ertu ekki lengur með Jack Dempsey ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:Nebbi, ertu ekki lengur með Jack Dempsey ?
heyrðu jú það er rétt . 1 stk jack er búrinu , , einhverstaðar. ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

jæja . bleiki óskarinn lifði ekki lengi og fékk viðeigandi jarðarför í dag.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hinum hefur kanski fundist hann of "gay". :)
Hvað var málið, var hann ekki stærri en hinn sem þú fékkst með honum ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Image

Image

Image
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Alltaf gaman að sjá myndir af "gamla" og enn skemmtilegra að horfa í augun á honum í eigin persónu.
Hvernig semur honum við þann sem eftir er af þeim nýju.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

sá litli eltir þann gamla einsog skuggi og er þeir hinir mestu mátar. . enn sem komið er ..

nokkuð skondið að fylgjast með þeim éta og rúnta um búrið saman.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fær albino red ekki að taka rúntinn með þeim ? :)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:Fær albino red ekki að taka rúntinn með þeim ? :)
albinoinn er reyndar bara venjulegur albino einsog þínir.

ég er samt ekki alveg sáttur við að kalla þá albino ætti frekar að vera lutino þar sem albino er ekki með neinn lit í sér annan en hvítan mesta lagi rauð augu sjáum að í öðrum fiskum og dýrum .. það eru til alveg hvítir óskarar sem eru þá kallaðir snow oscar.

en nei hann fær ekki að vera með , er frekar utanveltu í búrinu greyið enginn sem vill tala við hann nema önnur súkkulaði síkliðan en þau 2 hjúfra sig saman á kvöldin þegar þau fara í háttinn , mér finnst það svolítið athyglivert og gaman að sjá þau í einum hnút um miðnætti liggjandi á botninum.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

nýjar myndir .

Post by Hrappur »

nokkrar nýjar myndir.

súkkulaði síkliðurnar 2 þær voru í henglum þegar ég fékk þær í apríl-mai,höfðu verið með afrískum síkliðum í búri ..
Image
Image

nigaragua
Image

flottur rauður óskar , crappy mynd .
Image

hópmynd takið eftir meekunum í slag við nigaragua 2 á móti einum en samt að tapa . hvíti óskarinn fylgist náið með , dómari ?
Image
Image

sá gamli ,,,,,,,,,,,úff sjarmatröll . .
Image

heildarmynd af búrinu... ... skásta myndin .
Image

óskararnir 3 og fl.
Image

ég sé það ég þarf að fara gera eitthvað í sambandi við bakgrunn. . ferlega dapurt ástand á þessu hjá mér.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér sýnist nú allir Óskararnir fylgjast vel með slagnum, þetta eru forvitnisgrey.
Það er eitthvað við þessar Óskara myndir og umræður sem kitlar mig.
Nú þegar ég er kominn með mína sex í stofuna þá finn ég enn og aftur hvað það er gaman að fylgjast með þessum vitleysingum.
....reyndar var ég að gefa þeim og það er ekkert sérstaklega gaman að sjá þá sóða allt. :?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

já manni klæjar í NitrAtið við tilhugsunina við óétinn mat um allt búr.. algjörir sóðar.. .. ef sá stóri td. grípur frosin blóðormaköggul þá fer samt nægilega mikið út um tálknin til að fóðra restina af búrinu..
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

bætti við 4 trúðabótium í dag sem eru í mikilli lífshættu í búrinu þar sem stærstu fiskarnir lita á þær sem fóður ..

er búinn að brosa töluvert að tilburðunum hjá gamla óskar þar sem hann tekur bókstaflega kollhnýsa við að reyna að ná þeim. .

vona að þær stækka hratt og fljótt svo þær fái að vera í friði líkt og hinar 3 bótiurnar sem voru fyrir í búrinu . en það veitir víst ekki af að hafa nóg af ræstitæknum hjá þessum stóru ameríkönum. spurning um að bæta við geophagus ? þeir eru ekki kallaðir earth eaters fyrir ekki neitt alltaf gramsandi í mölinni í ætisleit.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með 500 ltr. akrýl búr 200*50*50 cm borað á 2 stöðum .
Hvað þýðir "borað á 2 stöðum"?

Ferlega flottur þessi nigaragua (að öðrum ólöstuðum)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að Geopagus taki bara mjög fínan sand upp í sig og það bara sumar tegundir af Geopagus en ég er svo sem ekki viss. Annars þrælflottir fiskar sem mundu sóma sér vel í búrinu.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

það eru 2 göt í botninum á búrinu og plaströr upp í vatnsyfirborð þegar ég fékk búrið var 70 ltr sumpur tengdur við þessi göt , vatn inn í búrið um eitt gatið og út um hitt , það var svo mikil uppgufun úr búrinu að ég tengdi 2 tunnudælur í staðinn því ég þurfti að bæta á það nokkrum lítrum á hverjum degi... því vatnið fór niður fyrir plaströrin .. við þetta var tengd 3000 l/kl. dæla helv. hávaði í henni .

sem minnir mig á það . . 70 ltr sumpur til sölu . :) trickle filter .
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Alright... ég held ég fatti þetta nokkurn veginn.. :wink:
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

hmm hef ekkert póstað um búrið í mánuð ca. . er ekki að vinna nema 260 tíma á mánuði svo það er litill tími afgangs. .

reif allt úr því um daginn nema plöntur og sand sem er á leiðinni í fjöruna aftur og ætla ég að setja pool filter sand í staðin fór í dag og náði mér í 50 kg .. .. nú er bara að manna sig upp og skipta út. .

allar rætur og skraut eru í þurrkun þar sem ég var kominn með óþarflega mikið af rauðþörung sem er algjört pain in the a** . en ef ég væri ekki að reyna að halda lífi í þessum fáu plöntum sem eru í búrinu þá hefði ég nú leyft honum að vera enda gerir hann líka gagn einsog aðrar stærri plöntur og gróður og finnst mér hann lika nokkuð flott hvernig hann leggst yfir allt sem fyrir verður. . . en baráttan er hafin !

búrið er semsagt frekar tómlegt og ekki eru nú allir fiskarnir sáttir við að eiga ekki felustaðina sína ennþá td. súkkulaði síkliðurnar sem eru mjög felugjarnar og oft furðar maður sig á því hvernig þessar stóru síkliður ná að fela sig bakvið stein sem er helmingi minni en þær. . . eða þannig. .
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

oft furðar maður sig á því hvernig þessar stóru síkliður ná að fela sig bakvið stein sem er helmingi minni en þær. . . eða þannig. .
:lol:
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

önnur slagsmálamynd. þessir tveir láta ekki hvorn annan í friði og er firemouthinn orðinn vel tugginn á vörunum, alltaf með sprungna vör.
Image

three amigos
Image

svona sefur lutino stundum. bara varð að taka mynd af greyjinu. kl 00:47
Image
þessi er að verða nokkuð góður.
Image

nýji rauði er orðinn jafnstór þeim hvíta sem er þónokkuð eldri. þeir eru ca 15-18 sm. hugsa ég. . aðeins stærri en fullvaxinn firemouth karl .
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er aldeilis að skepnurnar vaxa hjá þér, er ekki bara stækkunargler í búrinu. :?
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég held að hvítu Óskararnir vaxi ekki jafn hratt og normal Óskar, en það er allavega mín reynsla.

Ég er líka með svona Nigaraguense kellu og hún er frekar árásargjön og stjórnar eiginlega búrinu ásamt Greenterror og rekur flesta fiska í burtu sem koma nálægt henni...t.d. leggur hún lítinn Mídas í einelti.....en held að hún fái nú á baukinn þegar hann verður stærri. Finnst það samt skrítið því að þessi tegund á að vera með þeim rólegri af síkliðunum.
Post Reply