Það eru allir fiskar skemmtilegir en ég held ég mundi hvað síst vilja vera án búrs með afrískum sikliðum. Mér þykir þær bera af hvað varðar lífleika og skemmtilegheit.
Mér finnst ofsalega gaman að eiga Ameríkana... og eru þeir mínir toppfiskar.
En Afríkusíkliður heilla mig mikið og einstaka monster.
Ég væri líka til í að eiga 200-300L búr með bara Kardinálatetrum og stórum botnfiskum eða þá bara tetrurnar og flottan gróður.
Finnst svo flott að sjá stórar torfur, myndi vilja hafa marga tugi af Kar.tetrum.
Ég er alveg veik í flottan gróður eftir að ég sá búrin hjá Stephan.
Last edited by Brynja on 16 Mar 2008, 12:17, edited 1 time in total.
var að googla áðan og sá svona gulper catfish eithver sá finasti fiskur sem ég hef séð.þá hvernig hann syndir/flytur áfram.en þeir eru vist eithvað í dyrari kantinnum .eithver séð svona heima?
botnfiskar eins og ancistrur og pleco heilla mig mikið, flottir fiskar, þótt að skiptar séu skoðannir á þvi en gotfiskar eins og guppy eru i miklu uppáhaldi, merkti við gotfiskar sko en einstaka monster fiskur heillar mig lika, eins og senegalus, pangasius og arrowana. diskus er lika fallegir fiskar og afrískar síklíður. svo að þetta er allt i bland bara