Florite vs undirlag og sandur

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Florite vs undirlag og sandur

Post by gudrungd »

Getið þið sagt mér hvort er hentugra að vera með florite gróðurmöl eða undirlag eins og sera floredepot og sand ofaná við skipulagningu á gróðurbúri frá grunni? með og á móti! :rosabros:
Last edited by gudrungd on 09 Apr 2008, 18:06, edited 1 time in total.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég allavega setti TetraPlant CompleteSubstrate
http://www.tetra.de/tetra/go/4252345AB6 ... &lang_id=2

Undir mölina hjá mér og plönturnar vaxa gríðarlega :shock: en veit ekki hvort að það sé kannski betra að hafa bara alveg mölina í gróðurbúrum :)

En allavega get ég mælt með þessu TetraPlant dóti :). Er svona eins og fíngerður sandur sem að maður setur undir mölina.
200L Green terror búr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

fleiri? :pot:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það fer soldið eftir því hvaða plöntur um er að ræða, sumar plöntur taka mest af næringunni sem þær nota í gegn um ræturnar, t.d. amazon sverð, aðrar nota ræturnar bara til að festa sig niður og taka alla næringu til sín í gegn um blöðin, t.d. egeria densa.
Floradepot er því betra fyrir svona rótarnæringarplöntur, en flourite mundi virka betur fyrir aðrar plöntur sem nærast meira í gegn um blöðin.
Annars held ég að þetta skipti ekki höfuðmáli, meira svona aukaþáttur sem getur hjálpar, aðalleg hjá svona rótarsvelgum eins og sverðplöntum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Er að plana diskusbúr svo að amazonþemað er óhjákvæmilegt, einhverjar hugmyndir með góðann sand fyrir diskusinn? Er jafnvel að spá að stelast í ljósann sand á ylströndinni :P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gudrungd wrote:Er að plana diskusbúr svo að amazonþemað er óhjákvæmilegt, einhverjar hugmyndir með góðann sand fyrir diskusinn? Er jafnvel að spá að stelast í ljósann sand á ylströndinni :P
Ljósi sandurinn þaðan er skeljasandur og hækkar ph í búrinu. Betra væri að vera með einhvern sand sem hækkar það ekki, fyrst þú ætlar að vera með discusa.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Good point! Takk fyrir þetta!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hvað um að setja mó undir sandinn? Hjálpar kannski við að halda ph niðri en jafnvel of mikið?? Hafið þið prófað þetta? Fæst eh staðar mór sem er í stærri pakkningum en þessi sem er fyrir filtera?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hann Bruni sækir sér mó í náttúrunni, ég bara man ekki hvar.
Post Reply