Sæl verið þið.
Ég var að setja loftkerfið í 240l búrið mitt í gær. Það tók soldið á taugarnar en þegar það var loksins komið þá gaf ég fiskonum blóðorma.
Við það skapaðist svaka party en það vantaði eina molly kellu í geimið. Ég fór og rótaði öllu búrinu upp en fann kelluna hvergi.
Ég bara skil ekkert í þessu.
Ég verð að snúa öllu við þegar ég kem heim á eftir. Verð ég ekki að finna hræið?
í búrinu eru
6 stk sverðdragarar
2 stk molly
6 stk bótíur
1 stk risa glersuga 15cm
Last edited by elgringo on 10 Apr 2008, 19:22, edited 1 time in total.
já greyið fann ég í tunnudæluni. Hún var þar við illan leik, búinn að dúsa í 24 tíma, en hún er öll að braggast, einn klofinn uggi og hreistrið íft en ég er handviss um að hún spjari sig. borðar vel og syndir hratt.