Það er löngu orðið tímabært að fara að skipta út ljósum hjá mér. Það er þá spurning hvort ég ætti bara að skipta út peru og láta það standa eða gera það og fá mér annað perustæði líka til að hafa tvö ljós.
Ég er sem sagt með núna 15w gróðurljós, GroLux held ég. Ég hef bara ekki séð 15w flúrperur neinstaðar nýlega. Hef bara séð frá 18w, ekki minna.
Anyways... Hvaða perur ætti ég þá að fá mér og hvaða perustæði, ef þess þarf? Ætti ég að hafa eitt eða tvö ljós? Ég er með 75 lítra gróðurbúr og heimatilbúið lok fyrir ljósin svo það er alltaf hægt að troða fleirum ljósum í það.
Það væri allavegana gott að hafa eitthver ljós sem myndi virka vel fyrir plönturnar.
Lýsingar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli