Týndur Molly... Jahérna (Fundinn Á lífi...)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Týndur Molly... Jahérna (Fundinn Á lífi...)

Post by elgringo »

Sæl verið þið.
Ég var að setja loftkerfið í 240l búrið mitt í gær. Það tók soldið á taugarnar en þegar það var loksins komið þá gaf ég fiskonum blóðorma.
Við það skapaðist svaka party en það vantaði eina molly kellu í geimið. Ég fór og rótaði öllu búrinu upp en fann kelluna hvergi.

Ég bara skil ekkert í þessu.

Ég verð að snúa öllu við þegar ég kem heim á eftir. Verð ég ekki að finna hræið?

í búrinu eru
6 stk sverðdragarar
2 stk molly :(
6 stk bótíur
1 stk risa glersuga 15cm
Last edited by elgringo on 10 Apr 2008, 19:22, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur að því.
Ætli búrfélagarnir hafai ekki fundið það á undan þér.
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Já það getur verið, nema að hann hafi komist í tunnudæluna áður en ég setti fiskafilter á inntakið. kíki á það. :)
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

já greyið fann ég í tunnudæluni. Hún var þar við illan leik, búinn að dúsa í 24 tíma, en hún er öll að braggast, einn klofinn uggi og hreistrið íft en ég er handviss um að hún spjari sig. borðar vel og syndir hratt.
Post Reply