Svo er ég með plöntur sem ég veit ekki hvað heita.
Ég er ekki viss hvernig perur eru í lokinu en þær eru nú voðalega flottar finnst mér.
En allir fiskarnir eru rosalega rólegir eitthvað og liggja helst undur blöðunum á plöntunum örugglega bara allur æsingurinn í kringum búrið og fluttningar.
En ég ætla að byrja rólega og bæta svo við flottu kribbapari eða það er allavega það eina sem ég er búin að ákveða.
Jæja þá eru fiskarnir að hressast og eru ekki bara undir plöntunum en halda sig þó við botninn. Svo var fyrsti matartíminn áðan og þá fóru þeir nú að rífast um matinn og að sjálfsögðu var skalinn fyrstur að taka eftir mat og hentist upp.
Bardagafiskurinn er þó eitthvað að slappa af og hafa það kósý undir sem ofan á plöntum og er nú bara mun flottari í ljósi en ég hélt (var alltaf í ljóslausu búri) ég bjóst nú reyndar við því að bardagakallinn væri meira að ógna hinum búrfélögunum en hann er sá rólegasti í búrinu.
Á nú eftir að finna einhverja blómapotta fyrir Kribbapar í framtíðinni og kannski eitt stykku litla rót en ég á nú líka eftir að breyta plöntu röðun í búrinu.
Því miður eru nú 25xneon tetrur en ekki 26x einsog upprunalega því ein var frekar litlaus og var nú dauð við dæluna þegar ég kom heim úr skólanum.
Jæja þá er ég búin að taka nokkrar myndir til að sýna ykkur
En vil bara segja að ég er með leiðinlegustu myndavél í heiminum því allar myndir sem eru teknar á hana eru svo rosalega óskýrar og hreyfðar