Smá uppdate af kribbunum:
Seiðin úr upphaflegu hrygningunni (1 des) eru í sér búri með 3 gúbbum og gengur það vel. Þau stækka og dafna, ég er reyndar ferlega hissa á því hvað það er mikill stærðarmunur á þeim. Ég held að það séu 3 hrygnur og 4 hængar. 1 hrygnan og 1 hængurinn eru lang stærst, hrygnan nálgast mömmuna í stærð núna, og eru þau farin að stunda tilhugalíf af miklum krafti
Þetta eina seiði síðan í janúar var í sér búri í ca mánuð, þá setti ég það í stóra búrið aftur í von um að það mundi spjara sig sem það gerði ekki...
1 apríl hryngdi kerlan í stóra búrinu (sem er nú ekki stórt), en ég er komin með nýjan karl þar sem hinn fyrirfór sér. Hrognin voru strax alveg hvít og ég hef grun um að þau séu ófrjó, þe karlinn er ekki að standa sig. Annars veit ég það ekki þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hrognin! Hrognunum hefur nú samt fækkað, mamman greinileg aðeins að fá sér kavíar, eða að taka út ófrjó hrogn.
Svona er nú staðan á þessu... Ætli ég fari ekki að huga að því að losa mig við unglingana, í síðasta lagi í maí. Þá ætti vaxtarræktin að vera að mestu búin.