Ég keypti mér búr fyrir nokkru og notaði áfram sandinn sem var í því. Ég sá 3 stóra snigla áðan og er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að týna þá úr búrinu. En samkvæmt uppl. á öðrum þræði hér eru þetta vandræðagemmsar.
Hentu þeim.
Reyndar ef þú sérð nokkra þá er það bara toppurinn á ísjakanum, þeir eru oftast mest á ferðinni á nóttinni.
Þú gætir prófan að kveikja ljósið eftir að það hefur verið slökkt í klukkutíma og séð hvort mikið sé af þeim.
Ég sá þá eimmitt af því ég var búin að slökkva. Kveikti núna áðan og týndi 6 stk en missti einn. Ætli þetta verði ekki síðasta verk dagsins næstu daga - að týna snigla, maður ætti kannski að halda matarboð og hafa snigla í forrétt
Ég er með hrúgu af þessum djöflum í búrinu hjá mér... Þeir bögga mig þó lítið þar sem þeir grafa sig í sandinn á daginn og koma upp bara á nóttunni. Þá er hinsvegar allt krökkt
Ég held að það sé nær ómögulegt að losna við þá alla nema rústa búrinu, og því hef ég ekki nennt.
Ef þú ert með plöntubúr með viðkvæmum plöntum þá myndi ég taka hann úr en ef þetta er búr bara með fiskum eða harðgerðum plöntum þá gerir þessi snigla tegund ekkert annað en að losa þig við þörunga
hvernig líta ramshorn sniglar út þegar þeir eru litlir ég fann nefnilega snigil í búrinu mínu og han lítur út eins og brúnn ramshorn snigill ca 3mm í þvermál kuðungurinn.
fannst það samt frekar skrýtið þar sem plönturnar er ég búinn að eiga í laaaaangann tíma og aldrei séð snigil áður
Komast t.d. þegar þú kaupir þér fisk og færð laumufarþega með (snigil)
sem að þú greinir ekki vegna stærðar, svo koma þeir í ljós þegar þeir eru orðnir stærri.
já ok ég skil og það eina slæma við þá er í rauninni bara að þeir éta plöntur og fjölga sér hratt? þeir eru ekkert eitthvað skítaplága?... eru þeir tvítóla?... :S
Algengast er að fá snigla með plöntum sem maður kaupir, þá fær maður venjulega eggjaklasa á laufblöðunum og svo tekur maður eftir sniglum eftir nokkrar vikur.
Þetta eru oftast frekar meinlaus kvikindi, bara ljótt að sjá þetta, sérstaklega þegar það er komið mikið af þeim.
Ég held að flestar tegundir þurfi 2 einstaklinga til að fjölga sér. Sumar eru tvítóla en geta ekki frjóvgað sjálfa sig, svo t.d. með eplasnigla, þá þarf maður karl og kerlingu. Og svo eru til sniglar sem geta frjóvgað sjálfa sig.