Bardagafiskar (kk og kvk) + molly

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Bardagafiskar (kk og kvk) + molly

Post by Elma »

fór í dýrabúð í dag og ætlaði að fá kerlingu handa kk bardagafisknum mínum. bara svona til að hressa upp á karlinn og fá smá lit í búrið. þá var mer sagt að það væri ekki góð hugmynd :? kk myndi bara bíta kerlinguna og nánast bara fight þeirra á milli. er það rétt? er ekki ráðlegt að hafa kk og kvk bardagafiska saman?

svo eitt, er oK að hafa slör molly með bardagafisk og guppy? eru molly miklir nartarar? og er ok að hafa hann einn eða eru þetta hópfiskar?
er kannski að fara að fá mér einn á morgun og vil vita þetta áður en ég kaupi fiskinn. :)
vil fá svör frá ykkur fróðleiksmolunum :wink:
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Ég er frekar nýr í þessu en ég er með bardaga kall í 86l búri og ég hef soldið verið að reyna að dekra hann, keypti 2 kellur fyrir hann og hann hrestist mikið, bjó til hreiður og kreysti kellurnar. en konurnar verða mjög þreitta og hann getur sennilega gengið frá þeim á endanum, þannig að ég setti þær yfir í 240l búrið þar sem þær braggast vel, ég mun setja þær aftur til kallsins til að láta þau gera það en maður verður held ég að taka þær frá á milli.

Ég var með Black molly og sverðdragara með bardagafisk kk og það var svosem allt í lagi, nema kallinn var ekki að fíla allan þennan átroðning, braggaðist heilmikið þegar ég tók þá úr.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

kk bardagafiskur og annar kk mega ekki vera saman og svo er held ég mælt með að hafa alveg margar kvk á einn kk, svo að álagið dreifist á þær allar en ekki bara á t.d eina. Örugglega best að hafa kynin bara aðskyld og einn kk í búr :) en veit ekki með hitt atriðið :)
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

:D takk fyrir svörin, bardagafiskurinn allavega lætur sem hann sjái ekki guppy fiskana mina, ekkert að narta i þá eða svoleiðis :) voða stylltur, miðað við aðra bardagafiska sem ég hef átt. kannski ég haldi honum bara sem piparsvein það sem eftir er af hans lífi. :roll: en aldrei að vita nema ég skelli dömu til hans einhvern tima 8)

hef hugsað mer að hafa búrið mitt svona:
c.a 10 x guppy
03 x molly
03 x ancistrur
01 x bardagafiskur
og 2x eplasniglar

er nuna með það:

5x guppy
3x ancistur
1x bardagafiskur
og 2x eplasniglar

hvernig líst ykkur á það??
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Alveg rétt sem þér var sagt það endar oftast illa ef 1 kvk og 1 kk eru saman í búri kallinn mun ganga frá henni á endanum

Betra að vera með 3 kvk á 1 kall og Mjög mikið af felustöðum fyrir kerlingarnar

en víst að þú ætlar aðalega að vera með gotfiska áætla ég að þú viljir fá seiði undan gotfiskunum ? :) Það verður eitthvað lítið um það þar sem bardagafiskar eru snillingar í því að hreinsa upp seiði

Það náðist ekki eitt seiði á legg í 54L búrinu mínu meðan ég var með bardaga kall í pössun í tæpa 2 mánuði :P Lét samt fullorðnu alveg í friði
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

:shock: jú ætlaði mer að fá falleg seiði , jújú.. :? kannski mar þurfi að losa sig við bardagakallinn bara eftir allt saman... :roll:
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

það er í fínu lagi að hafa bardagafisk með gúbbum, mollum og plöttum svo fremur að þú ert "búr" í búri það er að vera með minna búr inní stóra. en það verður þó að passa að það sé nægilega stórt til að hann geti notið sín sem best.
mig minnir að þessi búr fáist hjá dýrabúðum og kosti ekki svo mikið..... ég var að spá í að gera þetta við búrið mitt það er "búr" í búr.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

naggur wrote:það er í fínu lagi að hafa bardagafisk með gúbbum, mollum og plöttum svo fremur að þú ert "búr" í búri það er að vera með minna búr inní stóra. en það verður þó að passa að það sé nægilega stórt til að hann geti notið sín sem best.
mig minnir að þessi búr fáist hjá dýrabúðum og kosti ekki svo mikið..... ég var að spá í að gera þetta við búrið mitt það er "búr" í búr.
En er þá ekki liggur við bara betra að kaupa kúlu(eða lítið búr) sem er stærri en þessi búr sem að eru sett ofan í? Nei bara pæling, hef nefnilega séð þetta í dýrabúðum og vorkenni greyjunum alveg hrikalega, oft alveg hreyfingarlausir enda ekki mikið hægt að synda í hálfum lítra af vatni :roll: og finnst mér þeir almennt líta verr út en þeir sem að eru frjálsir :roll:
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

humm.. ætli ég gefi ekki systir minni bara bardagafiskinn.. kaupi handa henni fallega kúlu og mat, hun er svo hrifin af honum 8) nei, vil ekki svona búr í búr. . kannski hjartalaga búrið i dýragarðinum sé´málið :P fínt og stelpulegt. :-)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

Lindared wrote:humm.. ætli ég gefi ekki systir minni bara bardagafiskinn.. kaupi handa henni fallega kúlu og mat, hun er svo hrifin af honum 8) nei, vil ekki svona búr í búr. . kannski hjartalaga búrið i dýragarðinum sé´málið :P fínt og stelpulegt. :-)

ég prófaði að vera með kúlubúr fyrir minn bardagafisk og hann var ekki að fíla það snéri upp maganum og drapst. persónulega þá ætti að hætta að selja kúlur en það er bara mín skoðun. en þú stjórnar þessu sjálf/ur.

vildi bara benda á þennan mögurleika.....
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

naggur wrote:
Lindared wrote:humm.. ætli ég gefi ekki systir minni bara bardagafiskinn.. kaupi handa henni fallega kúlu og mat, hun er svo hrifin af honum 8) nei, vil ekki svona búr í búr. . kannski hjartalaga búrið i dýragarðinum sé´málið :P fínt og stelpulegt. :-)

ég prófaði að vera með kúlubúr fyrir minn bardagafisk og hann var ekki að fíla það snéri upp maganum og drapst. persónulega þá ætti að hætta að selja kúlur en það er bara mín skoðun. en þú stjórnar þessu sjálf/ur.

vildi bara benda á þennan mögurleika.....
Hvernig eru þessu búr sem að eru sett í búrið eitthvað öðruvísi en kúlurnar? Nema að fiskurinn hefur mun minna sundpláss þannig að kúlurnar ættu nú að vera betri kostur? Allavega er sagt að bardagafiskar séu eiginlega einu fiskarnir sem að eru hæfir í kúlur þannig að þeir ættu nú að vera í lagi í þeim. Voru vatnsgæðin góð hjá þér í kúlunni? Held að það skipti mestu, og ekki hægt að kenna kúlunni alfarið um :)
200L Green terror búr
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

hmmmmmm, 1l af vatni annan til þriðja hvern dag (passaði að hafa það í sama hita og það sem ég tók úr), samt ykkur að segja þá var ég að byrja með fiska á þeim punkti og vissi ekki baun frekar en þeir sem eru að byrja.

maður lærir af reynslu og reynslu annara.

því miður var ekki fiskaspjallið til heldur , hóst hóst, dyrarík, tjörvi og trítla.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég ætla nu ekki að pína greyið ofani pinku litið búr, var eiginlega að djóka þetta með hjartalöguðu kúluna sem er til i dýragarðinum, nei veit um eina sem er eins og rumlega 8 til 10 litra bur. hann var i þeirri stærð af búri áður en ég fekk hann allavega. :roll:
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

naggur wrote:
því miður var ekki fiskaspjallið til heldur , hóst hóst, dyrarík, tjörvi og trítla.
Já er sammála, bestu ráðin að fá hérna af öllum þessum spjöllum :D Veit ekki hvað ég hefði gert án þess að hafa þetta spjall.
200L Green terror búr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

naggur wrote:það er í fínu lagi að hafa bardagafisk með gúbbum, mollum og plöttum svo fremur að þú ert "búr" í búri það er að vera með minna búr inní stóra. en það verður þó að passa að það sé nægilega stórt til að hann geti notið sín sem best.
mig minnir að þessi búr fáist hjá dýrabúðum og kosti ekki svo mikið..... ég var að spá í að gera þetta við búrið mitt það er "búr" í búr.
Ég var nú með þetta fína got bú sem hafði log með 1 10mm opi í miðju loksins, bardaga karlinn fór samt inn í gotbúrið :), þessir fiskar eru mjög lúmskir hunters :P

Já sammála, kúlur eru ekki kallaðar Death Bowls á erlendum spjöllum fyrir ekkert :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

enda ekki kallaðir bardagafiskar fyrir ekki neitt. og það var mikið að einhver er sammála mér með kúlur, en fólk verður að gera það sem þeim langar með búr. :twisted:
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég á stóran, glærann blómavasa, hvernig leggst það í fólkið að skella bardagafisknum í hann?
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

það er gott mál en muna að setja húðplast yfir og einhvað að götum eða svona http://youtube.com/watch?v=LubYMbtL23E
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

vá þetta er geggjað búr, rosalega flott að hafa búddah styttuna.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

naggur wrote:það er gott mál en muna að setja húðplast yfir og einhvað að götum eða svona http://youtube.com/watch?v=LubYMbtL23E
Noh, þetta er ótrúlega massað betta búr - með flottari sem ég hef séð!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

sammála þér með það :)
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Ég er með 3 sverdraga og einn bardagafisk í 20l búri og sambúðin gengur vel engir árekstrar og bardagakallinn lætur sverðdragana alveg vera. En ég var einmitt að furða mig á því að ég hef ekki séð nein seiði kanski hefur bardagakallinn náð að hreinsa þau öll upp áður en maður verður var við þau :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bardagakarlarnir eru lúmskir í að hirða upp seiði en sverðdragararnir sjálfir eru líka mjög duglegir við að tína seiðin upp.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

þegar ég sá þetta búr þá er það stefnan að gera svona í sumar. það ætti ekki að vera mikið mál að redda sér bambus og þess háttar.

ég held að kitty ætti að stækka búrið hjá sér fyrir sverðdragarana enda líta þeir örugglega út eins og hnullar í 20l seinna meir
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég ætla að henda bettanum mínum í annað búr áður en guppy kerlingin min gýtur. það fer að styttast í það :)
Post Reply