Skrítið!

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Skrítið!

Post by Jakob »

Jæja nú þegar ég var með 140l búr laust þá keypti ég með gúbbífiska (5kvk og 3kk). Ég setti eina gúbbíkellingu í gotbúr (fljótandi í búrinu) en svo þegar ég slökkti ljósin var hún ennþá í búrinu en svo þegar það er búið að vera slökkt í svona 2 klukkutíma og ég ætlaði að taka myndir (nightshots) hafði hún hoppað aftur í búrið svo að ég setti hana í búrið aftur og eftir stutta stund hafði það sama gerst :(
Hvað á ég að gera, fá mér nýtt flotbúr?
Af hverju gerir hún þetta?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Henni líkar bara illa í flotbúrinu.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Bara illa upp alin hjá þér :wink: Þegar ég var með seiði í flotbúri þá stukku fiskarnir stundum upp í það, sérstaklega zebra danoarnir en líka gúbbíkerlingin. Smá panikk að ná þeim uppú aftur en þeir náðu ekki að éta neitt.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú bara verður að vera með flotbúr með loki - gúbbíkerlingar gera þetta oft, enda engin ástæða til að hanga í einhverju litlu leiðinlegu búri ef maður getur stokkið smá og komist í stórt búr :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já ok hún er reyndar ekki illa upp alin hjá mér því að ég keypti hana í gær í dýragarðinum :)
ætli ég reyni ekki að setja eitthvað yfir gotbúrið :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

Ég setti bara plastskilrúmið sem fylgir yfirleitt með flotbúrunum ofan á sem lok og einnig grindina úr öðru flotbúri... best að gera eikkað slíkt bara: lok, lok og læs :)
Post Reply