Ég var ekki lenga að svara, Óskar !

Óskarinn er fyndin týpa, minnir mig á leikskólabarn og skógarbjörn í sama kvikindinu. Ég fór reyndar að velta því fyrir mér hvort Óskarinn sé eins gáfaður og manni finnst hann vera, þessi leikgleði, forvitni og hæfileikinn til að læra ýmsar kúnstir, er hann kanski bara nautheimskur, stundum virka þeir bara á mann eins og algerir asnar sem vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara.
Aðrir fiskar sem koma upp í hugan eru Convict sikliðan sem er að mínu mati stórkostlega vanmetinn, það er algjör snilld að fylgjast með Convict pari í tilhugalífinu og í uppeldisstörfum, sérstaklega ef kraftmiklir búrfélagar eru á svæðinu og svo Pseudotropheus kingsizei sem er gríðarfjörugur fiskur og að mínu mati mjög ólíkur flestum Malawi sikliðum í atferli. Ég er eimitt að horfa á nokkra kingsizei karla í 240 l búrinu sem eru að komast í liti, sá minnsti, ca 4 cm, er eins og endurskinsmerki og er búinn að eigna sér stein rétt hjá pabba gamla og rekur allt kvikt frá með harðri hendi og rýkur án umhugsunar í fullorða Yellow lab sem eru ekki lengi að forða sér. Þrír aðeins eldri karlar hamast í hvor öðrum um yfirráð yfir sama blettinum og er bráðfyndið að sjá þá alla slást á sama tíma.
Óskar

Convict kk

Kingsizei kk (4cm)

Hvað er í uppáhaldi hjá ykkur ?