Sverðdraga og gúbbí ræktun síkliðunnar

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Sverðdraga og gúbbí ræktun síkliðunnar

Post by Jakob »

Hæ allir
Á miðvikudaginn 16. janúar 2008 rölti ég uppí dýragarðinn og keypti mér fallegt sverðdragapar. Þeir eru alveg rauðir nema á sporðinum sem er kolsvartur. Þau eru bæði um 5 cm löng og eru mjög ánægð saman í 30 lítra búri. Svo viku eftir kaupin (23. jan.) var kerlingin úti horni með fullt af seiðum í kringum sig :D Ég skellti henni í gotbúr og tók karlinn frá og veiddi seiðin í búrinu sem reyndust vera 27 talsins og voru þau færð í 10 lítra gotbúr. Það hefur þegar verið ákveðið að selja ekkert af seiðum þangað til að plássið er búið :D

Karlinn dó daginn eftir (hann hefur örugglega hugsað bíddu nú við tuttugu og sjö börn og fékk áfall og dó) :lol:

Núna á laugardaginn fer ég að kaupa karl handa kerlu og mögulega annað alveg eins par ef að ég finn :-) .
Last edited by Jakob on 29 Jan 2008, 21:51, edited 1 time in total.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Til hamingju :wink: Endilega koma með myndir :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

jæja sverðdraga kellingin dó eins og karlinn :(
En seiðin lifa lúxus lífi með nýkomnum gúbbíseiðum :D
seiðin stækka hratt og fá upp í 5 sinnum að borða (kannski oftar) á dag.

Núna standa tölur svona.

Gúbbíseiði: u.þ.b 40
Sverðdragaseiði: u.þ.b. 30
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

nohh bara svoleiðis :D

Congratz :klappa: endilega koma með pics :mynd:

En samt leiðinlegt með sverðdragakallinn og kelluna :(
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

já nú þarf ég að dröslast aftur útí dýragarðinn :( að fá mér ný eintök og kannski gúbbí líka svona til að bæta aðeins við seiðafjöldann :)

Ég á bara svo lélega myndavél að myndirnar eru einfaldlega ljótar :(
En ég fæ myndavél í fermingargjöf núna í mars :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

ohh þú ert svo heppin að vera að fara að fermast! Það er geggjað gaman í veislunni þegar maður hittir allt fólkið og maður er að skera kökuna og þannig :) væri sko alveg til í að fermast aftur :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hehe já það verður gaman :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

jæja allt gengur vel... so far :)
Aðeis eitt seiði hefur dáið... plús 3 sem fóru í senegalus :oops: (stóðst ekki mátið að sjá hann elta bráðina :D )
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Talning á seiðunum fór fram í gær. Þau eru 57 og þau stækka obboslega hratt :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hér kemur léleg mynd með bráðabirgða myndavél :D
Image
Myndavélin mín er alveg svaka ömó...
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Öll gúbbíseiðin hurfu...














Oní Senegalus og frontosuna :) Stóðst ekki mátið :oops:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

þú ert góður ræktandi eða hitt og heldur :roll: :lol:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég veit það alveg :lol:
Ég hafði bara ekki pláss fyrir seiðin því að ég er að troða 400l í herbergið mitt.
Ætli það verði ekki einhverntíman gúbbíræktun í því :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jæja í gær (14. mars) fékk ég upp í hendurnar nokkra litla fiska :D
Ég dreyf mig og setti aftur upp 30 l búrið mitt og skellti þeim svo í búrið í dag.
Svo seinna í dag keypti ég mér 2 í viðbót :D

Fiskarnir:
2x gúbbí kvk
2x tígrisbarbar
2x rummy nose tetrur held ég
og svo keypt í dag.
1x gúbbí kk
1x skali

Allt eru fiskarnir MJÖG ungir og ræfilslegir :)
Þetta búr á að vera bara smá bland í poka og smá gúbbí ræktun verður inní því :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Enn og aftur verið að setja fullmarga fiska í búrið. :wink:
Ég mundi sleppa tígrisbörbunum og skalanum. Barbarnir eiga eftir að bögga hina og skalinn étur öll seyði auk þess að skali á ekki að sjást í 30 lítra búri.
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Síkliðan wrote:Jæja í gær (14. mars) fékk ég upp í hendurnar nokkra litla fiska :D
2x rummy nose tetrur held ég
ef þetta er sá sem ég gaf þér(eða skipti) :P ,, þá eru þetta Kopartetrur ;) KK og KVK ,, KK er með meiri "brons" lit eða brúnan ;)
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já þetta eru þær takk fyrir það :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

hehe ekkert mál ;D ... endilega koma svo með myndir af þeim ;P :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jæja nú er ég víst kominn með gúbbífiska aftur eða 5kvk (rosastórar og feitar) og 3kk gullfallegir en smá tætti eftir humarinn sem að var í búrinu í búðinni.
Alls í búrinu eru
5 gúbbí kvk
3 gúbbí kk
2 Marmara gibbar
1 Otocinclus

Ég ætla að rífa dælukassann úr búrinu og kaupa aðra dælu sem að tekur minna pláss.

En fann 2 gúbbíseiði í búrinu í dag og skellt í seiðabúr :-)
Ætli ég mundi ekki ná 50 seiðum minnstakosti ef að ég mundi setja þér í gotbúr sem að ég mun gera :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply