Ef þú ert að tala um utaná, þá máttu nota hvað sem þér dettur í hug, svo lengi sem það fer ekki ofaní búrið. Kannski ágætt að sleppa því líka að nota efni sem leysa upp gler og/eða silikon.
ég er að meinna inní búrinu það eru eithverji blettir þar. ég þori ekki að nota neitt án þess að fá skoðanir hjá fólki ég hafði grun um það mættti ekkert nota ofaní búrið en var ekki alveg viss
Hvernig blettir? Grænir? Þá er best að nota bara rakvélarblað. Ef þetta er kalk (hvítir), þá er gott að nota edik til dæmis. Svo þarf bara að skola búrið vel eftir þrifin.
Ég er að þrífa búr sem ég fékk notað og er með svona grænleitri húð að innan, sérstaklega á bakglerinu. Ég fékk hvítann skrúbbsvamp í rekstrarvörum, sérstaklega fyrir viðkvæma fleti og gler og engin efni í honum. dáldið dýr en 6 stykki í pakka og hægt að þrífa baðið með honum líka! þegar þetta dugði varla til þá tók ég sköfuna fyrir keramikhelluborðið (eins og týpísk málningarskafa með rakvélarblaði) og er loksins farin að ná þessu af.