Vantar ræstitæknir ;)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Vantar ræstitæknir ;)

Post by Squinchy »

Hæ mig vantar einhverja öfluga cat fish gaura fyrir 600 lítra búrið mitt
er með tvær bökur í því og einn cat fish sem ég man ekki hvað heitir

Image
Er með mjög fínan sand þarna eins og sérst á myndinni og vantar fleirri svona cat fish gaura eða aðra svipaða sem verða mjog stórir og eru virkilega duglegir að þrífa svona fínan sand :)

Einhverjar hugmyndir um tegundir ?

Takk :)
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég get ekki ráðlagt þér. Hinsvegar langar mig rosalega að sjá mynd af búrinu þínu í heild. Langar þig ekki að lofa okkur að sjá?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

keyptiru það af gaur á dýraríkisspjallinu?..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fleiri af þessum sem þú ert með væru sjálfsagt fínir.
Nokkuð stór hópur af bótium er líka góður kostur, það er sérstaklega gaman af þeim í hóp.
Sjálfur er ég alltaf hrifinn af Synodontis kattfiskunum, þeir eru harðir naglar en felugjarnir nema í hóp, einnig ber að gæta að sumar týpur geta orðið allt að 30 cm.

Image
Trúðabótíur
Last edited by Vargur on 02 Feb 2007, 19:03, edited 1 time in total.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Varlamaður: já minnsta mál ;)
Image

Mr.Skúli: já það passar nú afhverju ?

Vargur: oky veistu hvar þeir eru seldir ?, þessi er akkurat öfugt við það að vera feiminn, kemur upp að glerinu þegar hann sér mig :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Áttu þá við þessa eins og þú ert með ? Hoplosternum sýnist mér.
Þeir hafa verið til í fiskabur.is eru þó uppseldir en koma aftur í næstu sendingu.
Mig minnir reyndar að ég hafi séð nokkra í Fiskó um daginn.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Ræstitæknir

Post by Bruni »

Sælir drengir.

Ég mundu prófa Pimelodus pictus, Alltaf á ferðinni, gráðugir og lúsiðnir.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Vargur: já alveg eins eða bara einhverja sem þið mælið með, sem eru alltaf svangir og að róta í sandinum og verða frekar stórir svo þeir verða ekki skjaldböku fóður :P

Bruni: Mynda fiskur en veistu hversu stór hann verður ? og hvað stikkið kostar hér á landi ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er allt fínir fiskar sem hér eru taldir upp, þú ættir bara að kíkja á úrvalið í verslunum og velja fiskana sem höfða mest til þín. Athugaðu þó að flestir þessir fiskar kunna best við sig í hóp.

Pictusinn verður sjaldan stærri en 12 cm og er fjörugur mathákur, reyndar full fjörugur að margra mati.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Oky já ætli maður skelli sér ekki á smá rúnt á mánudaginn og skoði einhverja svona cat fish gaura :D
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

nei bara... ég ætlaði að kaupa það... :roll: hehe:D kaupi það bara næst..
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Fínasta heimili fyrir skjöldurnar þínar, mjög gott sundpláss :mrgreen:
trúðabótíurnar eru æðislegar, kosta yfirleitt skyldinginn samt, myndi
varast skúnkabódíuna, hún er smá og vá skapið í þessu gæjum :shock:
Algerir brjálæðingar, er ekki viss um að ég treysti þeim einu sinni með skjaldbökum :oops:

átti Hoplosternum thoracatum Fyrir einhverjum árum, mér finnst þeir æðislegir,
um að gera að bæta við þig fleirum svo þessi eini hafi hóp til að vesenast með :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mr.Skúli hehe svoleiðis :D

Vigdís Já þær eru alveg að fíla þetta sund pláss í botn :D
Post Reply