Ég var ekki að fá mörg svör öðrum þræði svo að ég set þetta hérna inn.. Ég er að plana 180 l. gróðurbúr með diskus, það stendur tómt svo að ég get skipulagt það frá grunni. ég veit að einhverjir hafa prófað að setja mó undir sandinn í fiskabúrið, t.d. Bruni og Svavar, hvernig hefur þetta komið út? Gruggar hann mikið vatnið? Hvar fæ ég mó sem er hreinn en ekki í e.h. 100 gr. pakkningum sem filteruppbót? Er hætta á að maður missi ph-ið undir lágmarkið? Er ég að spyrja að of miklu í einu?
Ferð út í móa og mokar - bruni og svavar hafa verið að nota bara íslenskan mó
Þetta gruggar slatta ef maður er eitthvað að hræra í búrinu, en þetta er til friðs maður sleppir því. Þetta litar þó vatnið og það verður telitað ansi lengi.
Ég man eftir að pabbi minn sýndi mér mó þegar ég var lítil..... en ég man ekki hvernig hann leit nákvæmlega út og pabbi er horfinn til feðra sinna svo að ég er ekki viss um að þekkja stöffið aftur Mér skilst reyndar að telitað sé einmitt eins og diskusarnir vilja það!
Þetta hefur komið fínt út, ég fór einfaldlega út í mýrlendi sem hér er og þar hafði verið tekinn mór áður þannig að ég gekk að þessu vísu og geri enn. þetta gruggar ekkert mikið aðeins að sjálfsögðu í byrjun en eftir 1 eða tvö vatnskipti þá er þetta fínt.
Ég er með mó frá nákvæmlega sama stað og Svavar og hefur einnig komið alveg frábærlega út hjá mér.
Við Svabbi meistari fórum að ná í fyrir mig, og maður þurfti að passa sig þegar Svabbi fór að taka á því með stunguskófluni
Þú átt alveg að geta fundið þetta í nágreni Reykjavíkur, það fyrsta sem´þú átt að leita eftir er mýrlendi, síðan skéfur þú efsta lagið af og þá ertu oftast komin í mó, ég ætti að geta tekið myndir af þessu fyrir þig við tækifæri og þá áttar þú þig betur á aðstæðum.
Það væri alveg meiriháttar. Best væri að fara eh þar sem hefur verið tekin mógröf eða skurður. Ég þarf líklega að sýna frændfólki í Ölfusinu óvæntan áhuga! Mér finnst þetta líka svo spennandi lausn fyrir diskusinn, bæði frábær gróðurnæring og ph temprandi. Ertu ekki með sand yfir mónum? Er hann þá líka íslenskur?
jú það verður að vera ansi gott sandlag yfir mónum annars fer þetta allt í drullu hjá þér, ég er reyndar núna ekki með íslenskan sand, ég er með kvars sem notaður er í sunlaugar fíltera og ´sem gólfefni.
Alltaf gaman að vekja upp gamla þræði. Guðrún, fannst þú góðan mó einhversstaðar í nágrenni rvk? Veit annars einhver um góðan stað til að finna góðan mó?
Það eru gamlar mógrafir á nánast hverjum sveitabæ og allveg örugglega í ölfusinu.
Ég man vel eftir þeim þar sem ég var í sveit sem krakki á Þórisstöðum í Grímsnesinu, sem er jú ekki langt frá Ölfusinu.
Bara fara heim að einhverjum bænum og spyrja
ég endaði bara með að nota tetra substrate þegar maður er kominn með aðeins meiri reynslu þá sé ég að það væri sennilega óþolandi grugg ef maður er að taka upp plöntur og færa og það er eiginlega óumflýjanlegt í vel skipulögðu gróðurbúri!
takk prien, athuga hvort ég finni vingjarnlegan bónda í næsta nágrenni við Rvik.
Ég ætla reyndar ekki að nota móinn undir mölina, heldur bara í tunnudæluna til að lækka ph og gera smá blackwater stemmningu í búrið.
Það er hægt að fá pressaðan mó uppí Fiskó fyrir froska o.þ.h bara bleyta í og leyfa honum að þenjast út ( er pressaður) láta hann svo í búrið þar sem plöntur eiga að vera svona nokkurn veginn og sandinn yfir, minnst uþ.b 2 cm og láta svo vatnið varlega í og bingó!
Það er hægt að finna mó víða í Reykjavík, td sá ég fína köggla í fyrra í Ásahverfinu í Garðabæ og sennilega hægt að ná sér í smá ef einhver er að moka fyrir húsi í hverfinu.