Sælt verið fólkið.
Ég er væntanlega að fara að fjárfesta í 220l búri, ég hef ekki verið með fiska í mörg ár og ætla að byrja aftur og reyna að gera eitthvað út þessu.
Mig vantar hjálp um val á fiskum, ég er orðinn frekar riðgaður í fiskategundum og þessháttar
Það sem ég er að leita að eru fallegir fiskar(að sjálfsögðu) ég er að hugsa um að hafa fáa en þokkalega stóra (miðað við búrstærð).
Er að leita eftir þokkalega lífseigum og þægilegum fiskum.
Ég bý útá landi þannig að ég hleip ekki beinlínis útí búð til þess að kaupa mér fiska þannig að ég ætla að vera buinn að undirbúamig vel og skoða allt áður en ég ákveð mig.
Endilega nefnið mér einhverjar skemmtilegar tegundir sem þið mælið með og ekki væri verra að senda link með myndum
-----------
Svo er það varðandi plöntur, eitthvað sem ég veit mjöööög lítið um, held að ég hafi lesið einhversstaðar hér að menn hefðu pantað plöntur í vagoomplasti að utan í gegnum netið.
Það væri einnig æðislegt ef þið gætuð bent mér á einhverjar fallegar og einfaldar plöntur til þess að hafa með
Allir að láta í sér heyra
Kveðja.
Magnús Karl.
Byrjun frá grunni! Vantar ráðleggingar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
220 lítra búr bíður upp á nokkra kosti. Það er erfitt að mæla með einhverju sérstöku, best er að þú finnir í hvaða fiskum áhuginn liggur og vinnir út frá því með okkar hjálp. Það hljóta að vera einhverjir fiskar sem heilla þig meira en aðrir.
Það er gott að lesa sem mest hér á spjallinu og td http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... lokkar.htm
Ef ég ætti að mæla með einhverju þá væru það afrískar mbuna sikliður, þær eru litmiklar, harðgerðar og einstaklega fjörugar.
Plöntur er best að kaupa í verslunum hér á landi, það er ekki stórmál að fá þær sendar.
Í gróðurhorninu hér á spjallinu ættir þú að finna helstu grunnupplýsingar um gróðurbúr.
Það er gott að lesa sem mest hér á spjallinu og td http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... lokkar.htm
Ef ég ætti að mæla með einhverju þá væru það afrískar mbuna sikliður, þær eru litmiklar, harðgerðar og einstaklega fjörugar.
Plöntur er best að kaupa í verslunum hér á landi, það er ekki stórmál að fá þær sendar.
Í gróðurhorninu hér á spjallinu ættir þú að finna helstu grunnupplýsingar um gróðurbúr.
Þú getur haft 2-4 fullvaxin stykki í 220l..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net