Fiskarnir hrinja niður hver á fætur öðrum

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Fiskarnir hrinja niður hver á fætur öðrum

Post by Mamma gamla »

ég keypti lítið 54ltr búr handa stráknum á föstudaginn.

í því eru nokkrir gúbbý
ryksuga
neon tetrur
og 2 littlir skalar (já ég veit alltof mikið) er á leiðini að henda hluta í annað búr

en á sunnudagsmorgunn finn ég annan skalann dauðann fastann við inntakið á hreinsidælunni.

í fyrradag sé ég alla gúbbíana í hóp að ráðast hver á annann.
í gærmorgunn liggur einn kk dauður og fjarlægi ég hann en gat ekki séð neitt athugavert við hann.
seinna um kvöldið sé ég annann sem er buinn að hrúfra sig í botninum og liggur þar bara, nokkrir fiskar koma að honum og hann syndir bara í burtu á næsta griðarstað.
ég tek hann og set hann í skál með fersku volgu vatni og þar hreyfði hann sig svolítið svo ég sturta honum bara aftur í búrið 4klst seinna.
og fer að leita af einni neontetru en fann hana ekki. jæja hún var ekki dauð en faldi sig á bakvið bakgrunnin og var komin í sjálfheldu þar. fiskar eru heimskir :wink:
svo áðann fann ég þennan sem var svo slappur í gær dauðann á botninum.. hann var með frekar lítinn sporð í gær hann var bara bein ´lína frá fisknum.. kom ekki svona stór V-laga

er að spá í hvort að skalinn hafi drepist fyrir tilviljun eða fiskarnir ráðist á hann
og gúbbíarnir drápust bara vegna slagsmála

eða ætli ég sé svo óheppin að vera komin með einhverja veiki?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Settirðu einhverja bakteríuflóru í búrið áður en þú settir fiskana? Ertu með eitthvað til að mæla efnajafnvægið í búrinu? Væri ágætt að byrja á því, ph, ammoníak, nitrit og nitrat, Til svona quicktest með 5 mismunandi efnum.
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Post by Mamma gamla »

nei ekki buin að mæla það en setti aqua safe í vatnið fyrst
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ef ég man rétt þá er aquasafe til þess að fjarlægja óæskileg efni úr vatninu ekki starta bakteríuflórunni, það er safestart.

http://www.tetra.de/tetra/go/4252345AB6 ... &lang_id=2
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Post by Mamma gamla »

eitt annað sem ég tók eftir áðann. gubbý kjelling sem ég hélt að væri að fara að eiga um daginn orðin svo sver og fór alltaf útí horn. hú vildi ekki gjót í littla búrið svo ég tók hana úr seiða flotsbúrinu og sturtaði henni aftur ofaní.

í fyrradag er hún orðin soldið rauð aftast hjá svarta blettnum svo ég hélt að núna væri að koma að því og setti hana aftur í littla búrið.
nún er ég að taka eftir því að það er einsog hún sé með rauð háræðaslit.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti srax.
Hljómar eins og nitrit/ammoníak vandamál.
Getur verið að þú sért að gefa ALLT of mikið ?
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Post by Mamma gamla »

Vargur wrote:Vatnsskipti srax.
Hljómar eins og nitrit/ammoníak vandamál.
Getur verið að þú sért að gefa ALLT of mikið ?

neibb.. set svo lítið í einu að þeir slást um þetta. fer ekki eitt stk á botninn. og að auki er búrið ekki viku gamallt fyrren á morgun.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mamma gamla wrote:
Vargur wrote:Vatnsskipti srax.
Hljómar eins og nitrit/ammoníak vandamál.
Getur verið að þú sért að gefa ALLT of mikið ?

neibb.. set svo lítið í einu að þeir slást um þetta. fer ekki eitt stk á botninn. og að auki er búrið ekki viku gamallt fyrren á morgun.
Ný búr eru einmitt líklegri til að lenda í svona toppum vegna þess að bakteríuflóran er ekki komin í gang.


Vatnsskipti strax. :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Post by Mamma gamla »

allt eða 50%
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

50% ætti að duga.
Eitt sem er aldrei ofsagt er að þegar eitthvað vesin er í búrum (sérstaklega litlum búrum) þá er það í langflestum tilfellum vegna vatnsgæða, best er að byrja á að skipta um vatn en ekki bara horfa á fiskana drepast.
Vatnsskipti eru grunnurinn af góðu fiskabúri.
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Post by Mamma gamla »

jæja ég tók um 70% af vatninu og bjó mér til botnhreinsi með 1/2ltr flösku og garðslöngu og gerði þau mistök og fattaði það ekki fyrren eftirá .. að ég skolaði hreinsidæluna. en bara að vísu létt , ógeðslegt fremsta boxið með svampbitunum í.

núna er svo bara að bíða og sjá.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mamma gamla wrote:...ógeðslegt fremsta boxið með svampbitunum í.
Ef það er komin mikil drulla í dæluna á nokkrum dögum þá hlítur fóður að vera að fara í dæluna.
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Post by Mamma gamla »

ekki þannig, bara mikið af java mosatæjum og einskonar "slím" ekki samt það ógeðslegt.. rétt fremst og ógeðslegt að nudda þetta úr svapinum hvern kubb fyrir sig. en þetta var samt alveg eðlilegur viku skammtur. bjóst samt við minna þar sem búrið er nýtt :wink:

keypti um daginn 2 box af java mosa í dýraríkinu,
er með svo 4 aðrar plöntur klipptar niður
Mamma gamla
Posts: 43
Joined: 12 Apr 2008, 17:51

Post by Mamma gamla »

mer finnst rauðu blettirnir hafa minnkað eftir vatnaskiptin á gúbbý kjelluni
Post Reply