Ég hef verið að spá í svolítinn tíma hvar besta staðsetningin sé fyrir hitarann í búrinu svo að allt vatnið hitist.
En núna er ég með hann alveg við hliðina á inntakinu inn í dæluna en mér finnst vatnið stundum ekki vera nægilega heitt, þá allvega ekki hinum megin í búrinu og var ég að spá hvar væri best að setja hann, eða hvort að ég sé kannski með hann á besta staðnum.
En allt dótið er þarna vinstra megin, inntakið sem að liggur niður og svo úttakið sem að liggur svona á hlið og eru lítil göt á rörinu sem að beina streyminu að framglerinu. En hitarinn er svona þarna á hliðarglerinu.
En gott væri að fá eitthvað comment á hvort að ég sé að gera vitlaust með því að hafa hann þarna og hvar væri þá best að hafa hann.
Í rauninni skiptir engu máli hvar hitarinn er. Aðal málið er að dælan sé vel staðsett, þannig að allt vatnið sé á hreyfingu. Ef það er dauður punktur í búrinu (lognmolla), þá blandast hitinn ekki og gæti skapað önnur vandræði seinna meir.
Ég er með 150W hitara hjá mér sem að ætti að vera meira en nóg, og svo er oftast frekar hlýtt hérna inni þannig þetta ætti að vera í lagi, ég kannski færi hitarann eitthvað til við tækifæri og athuga með þetta En annars takk fyrir svörin