Tjörnin

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Tjörnin

Post by helgihs »

Jæja, Fiskarnir lifðu veturinn af. Hitinn var svona 10-12°C gráður og fór stundum niður í 5°C. Ég skipti um dúk fyrir veturinn og setti upp hreinsibúnað frá www.gosbrunnar.is . ég er með 8 koiur í tjörninni og er með rafmagnshitara sem heldur vatninu yfir 9°C.
Svo þurfti ég að setja "net" yfir til að halda fuglunum í burtu.

Hér eru nokkrar myndir af dæminu :D

http://www.flickr.com/photos/helgihsig/
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott tjörn, flott hvernig hún er tígullaga :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ÆÆÆÆÐISLEGUR garður! með þeim flottari sem ég hef séð!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þetta er ekkert smá flott hjá þér, ertu með einhverjar plöntur?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
SteinarAlex
Posts: 293
Joined: 10 Feb 2008, 17:44

Post by SteinarAlex »

ég er sammála Lindured þetta er sjúkur garður sem þú ert með :D
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Þetta er algjör draumur!
væri sko til í svona ef maður gæti!
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Hæ allir, Takk fyrir.

Ég keypti nokkrar plöntur hjá Dýragarðinum í dag og kom þeim fyrir í tjörninni.

Rafmagnshitarinn sem ég var með hélt hitanum allveg vel en rafmagnsreikningurinn var bara svo helvíti hár. :? Hann er 3kw, og reiknið þið svo.

Ég setti upp forhitara sem notar bara hitaveituvatn sem hitar upp tjarnarvatnið. Semsagt fer ekki hitaveituvatn í tjörnina, hitaveituvatnið hitar tjarnarvatnið bara upp. Þetta er muuun ódýrara og virkar bara mjög vel. En þurfti að setja upp lítin filter (sést á mynd) svo að forhitarinn stýflaðist ekki.

Forhitarinn eyðir mjög litlu hitaveitavatni vegna þess að vatnið í tjörninni er það heitt. Rafmagnshitarinn er 3kw en núna er ég bara með 80w dælu útí tjörn og forhitaradælu (60w) sem dæla í gegnum forhitarann.

Forhitarinn heldur tjörninni í 22-24°C án þess að svitna og hitaveitumælirinn er normal.

Ég bætti við 8 gullfiskum í tjörnina og þeim kemur bara vel saman við Koiurnar.

Núna kem með nokkrar myndir eftir að ég setti gróðurinn í. Tjörnin varð ekkert smá gruggug eins og sést á myndunum :wink:

Ps. Hvaða fiskar væri sniðugt að hafa með koiunum og gullfiskunum í tjörninni?



Image

Image

Forhitarinn

Image
Ljósin eru ekki svona sterk.. :-) Myndatakan og "gruggið" gerir lýsinguna svona.

Image

ein aðeins eldri
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

össss.... mikið helv er þetta flott

*þurrkaslef*
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Hvað er hún djúp ?
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott hjá þér.
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

vkr wrote:Hvað er hún djúp ?
Hún er svona 70-75 þar sem hún er dýpst.

En getið þið sagt mér eitt, tjörnin er búin að vera allveg svakalega gruggug eftir að ég setti gróðurinn í (með pottunum náttúrulega). Hvað haldiði að það taki langann tíma fyrir hana að jafna sig?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta ætti svosem að vera frekar fljótt að verða tært - fer eftir hreyfingu í tjörninni og svona samt. Leirinn sem er í pottunum er líka rosalega fínn þannig að þetta getur tekið nokkra daga.

Þetta er orðið sæmilega tært í tjörninni hjá mér eftir að ég settti pottana í í gærkvöldi - en það er reyndar sírennsli í hana og vatnið endurnýjast líklega 2-3x á sólarhring.


Hvernig lítur þetta hitaelement út hjá þér - geturðu sýnt mér aðeins betri myndir af því og lýst betur?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

vá þetta er svakalega flott hjá þér :D
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

keli wrote:Hvernig lítur þetta hitaelement út hjá þér - geturðu sýnt mér aðeins betri myndir af því og lýst betur?
Þetta er forhitari eins og er notaður í snjóbræðslur, tengt við hitaveituvatn bara eins og ofn. keypti forhitarann í Tengi.
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

Image
flott hjá þér en þú ættir virkilega að festa lagnirnar að honum og frá þar sem forhitarinn er viðkvæmur fyrir mikklum hreyfingum og einnig væri sniðugara að nota retúrinn af húsinu til að mata hann og nota innspítingu á hann.
Annars hellvíti flott tjörn hjá þér.
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

GG wrote:flott hjá þér en þú ættir virkilega að festa lagnirnar að honum og frá þar sem forhitarinn er viðkvæmur fyrir mikklum hreyfingum og einnig væri sniðugara að nota retúrinn af húsinu til að mata hann og nota innspítingu á hann.
Annars hellvíti flott tjörn hjá þér.
Hitaveitulagnirnar sem fara í forhitarann eru steyptar niður og svo á ég örugglega eftir að festa lagnirnar betur. takk fyrir ábendingarnar! :wink:
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Ég setti upp myndavél sem tekur upp "motion" eða þegar eitthvað hreyfist. Hún er internet camera sem er tengd með internet kapal (eins og tölvurnar nota).

Myndavélin var fyrst og fremst sett upp til að sjá ef einhver væri eitthvað að eiga við tjörnina.

En það er skrítið að sjá fiskana gera hluti sem þeir myndu ekki gera þegar einhver er nálægt. Stökkva og fleira.

Það eina er að myndin er svo óskýr þegar það er orðið svolítið dimmt.

<object> <param> </param> <embed src="http://www.youtube.com/v/U1MBBsVHY8g" type="application/x-shockwave-flash" width="425" height="350">

Alveg í byrjun stekkur einn fiskur :-)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

sniðugt að hafa svona myndavél til að fylgjast með :góður:
Marta
Posts: 57
Joined: 13 Aug 2008, 17:41

Post by Marta »

vááá þetta er æææðislegt
:D :) :-) 8) :P :lol: :wink:
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Fiskarnir plumma sig vel. Gróðurinn drapst að mestu leiti, ein vatnalilja er að byrja að blómstra

Myndir!

Image

Vatnaliljan

Image

Koi og gullfiskar. Þessi grái með gula hausinn er stærsti fiskurinn í tjörninni. Ætli hann sé ekki um 40cm

Image

Gefa þeim. Var akkúrat að henda mat þegar myndin var tekin :-)

Image

Hér sjást nokkrir litlir innfæddir sem komu í byrjun sumarsins. Þessi grái sem er fyrir miðju á myndinni er Koi og þessi guli vinstra megin neðarlega er gullfiskur

Image
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Tvær myndir af vatnaliljunni sem blómstraði um daginn

Image

Image

Það eru um 20-30 blöð núna uppi á yfirborðinu og það er djöfull fljótt að koma ný blöð.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Falleg tjörn hjá þér, en hvar er öndin sem var á fyrstu myndunum, mér fanst hún alveg svakalega flott.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Langar þig í öndina? :D
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ég er mikið að spá í að fá mér eina svona líka. flott önd. :wink:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply