Getur einhver lánað...

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Locked
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Getur einhver lánað...

Post by voffi.is »

Getur einhver lánað mér dælu fyrir 50 l. búr í stuttan tíma. Dælan hrundi og ég kemst ekki í Rvík til að ná mér í varahlut alveg á næstunni. Í búrinu eru fallegir fiskar sem mér er mjög annt um.

Bý í Keflavík. Ef það er einhver hér á Suðurnesjum sem á dælu í geymslunni hjá sér og vildi gera mér þennan geriða vinsamlega hafið samband símleiðis, eða hér á spjallinu.

Takk fyrir,

voffi.is

sími: 421 3842 og 862 3842
Elskum dýrin án skilyrða......
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég á dælu'r sem ég gæti lánað.eeen upp kemur að ég hef heyrt sögur frá félögum minum að þú sért í því að siða lögreglunni á þá sem eru með skriðdyr.vil ekki taka sénsinn á að missa krútið mitt.
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

ulli wrote: ég hef heyrt sögur frá félögum minum að þú sért í því að siða lögreglunni á þá sem eru með skriðdyr.
Ef þetta er satt... þá ertu bad man! Öll dýr eiga skilið að vera hérna jafn mikið og þú...
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Fiskar lifa góðu lífi án þess að hafa dælu, bara passa upp á að vatnið sé í lagi og "skimma" yfirborðið daglega ef þú átt ekki loft dælu sem getur séð um yfirborðið fyrir þig
Kv. Jökull
Dyralif.is
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

V / persónulegra árása

Post by voffi.is »

Sælir spjallverjar!
Ég hef verið svo upptekin að ég hef ekki haft tíma til að svara því bulli sem hér hefur komið fram og er í raun ekki svaravert!

Ég hef óhrædd látið í ljós álit mitt á ólöglega innfluttum dýrum annars staðar. er á móti því lögbroti sem og öðrum!! Skoðun mín á því efni hefur greinilega farið fyrir brjóstið á sumum en það er þeirra vandamál og KEMUR ÞESSUM ÞRÆÐI EKKERT VIÐ!
En.... ég hef ég ALDREI sigað lögreglunni á neinn sem á skriðdýr, ALDREI nokkurn tíma!

Ég hef hins vegar tekið eftir því að umræður sumra skriðdýraeiganda (ekki allra) um þessi mál eru stundum á mjög lágu plani sem sannast á þessum þræði.

Það er einmitt svona fólk sem eyðileggur móralinn á spjöllunum með neikvæðni, krítík og persónulegum árásum!

Ég var að auglýsa eftir dælu til láns og fæ þá einhverja fáránlega ásökun sem kemur auglýsingunni minni EKKERT við! Ulli og siggih ættu að temja sér mannasiði og láta fólk í friði sem er að auglýsa hér í sakleysi sínu. Fáið einhverja aðra útrás fyrir vanlíðan ykkar og látið okkur spjallverja vera. Kannaðu sannleikann í málinu betur næst ulli, áður en þú fullyrðir og svertir einhvern sem á engan hlut að máli. Myndirðu vinsamlega halda þér burtu frá mínum þráðum ef þú hefur ekkert málefnalegra fram að færa!

Svona notendur á að áminna, fari þeir ekki að reglum spjallsins hafa þeir ekkert hér að gera!

Það er skemmst frá að segja að blessuð dælan hrökk í gang í gær....... takk annars squinchy fyrir þitt innlegg.....
Elskum dýrin án skilyrða......
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

sorry ef þetta kom eithvað ylla við þig.en þetta er bara það sem ég hef heyrt.og ég hef nú dælu handa þér og er á suðurnesjum.ástæðan fyrir því að ég spurði er vegna þess að ég er sjálfur með slaungu.veit hvernig heimurinn er og það er fullt af skrýtnu fólki og maður getur ekki treyst hverjum sem er.óþarfi að flippa svona allveg.einfallt já eða nei hefði dugað.ég get komið dælunni upp í gæludyra búðinna í kef og beðið starfsfólkið um að láta þig fá hana.en það verður ekki fyrr en á mánudag eða þriðjudag ef það er í lagi.

ps okkuru seigiru að þetta sé á lágu plani?.ef þú værir ég mynduru taka sénsin?.
ps ég var ekki að fullirða neit
Locked