Ég er væntanlega að fara að fjárfesta í 220l búri, ég hef ekki verið með fiska í mörg ár

Mig vantar hjálp um val á fiskum, ég er orðinn frekar riðgaður í fiskategundum og þessháttar

Það sem ég er að leita að eru fallegir fiskar(að sjálfsögðu) ég er að hugsa um að hafa fáa en þokkalega stóra (miðað við búrstærð).
Er að leita eftir þokkalega lífseigum og þægilegum fiskum.
Ég bý útá landi þannig að ég hleip ekki beinlínis útí búð til þess að kaupa mér fiska

Endilega nefnið mér einhverjar skemmtilegar tegundir sem þið mælið með og ekki væri verra að senda link með myndum

-----------
Svo er það varðandi plöntur, eitthvað sem ég veit mjöööög lítið um, held að ég hafi lesið einhversstaðar hér að menn hefðu pantað plöntur í vagoomplasti að utan í gegnum netið.
Það væri einnig æðislegt ef þið gætuð bent mér á einhverjar fallegar og einfaldar plöntur til þess að hafa með

Allir að láta í sér heyra

Kveðja.
Magnús Karl.