kribbarnir mínir gera ekkert við neonana og ég er búin að hafa þá saman frá upphafi. allavega aldreigerst neitt hjá mér.og ég er með 2 pínulitlar og 13 stórar neontetrur
Mig langar einmitt rosalega mikið í kribbapar til að rækta en ég er líka jafnvel að spá í að fá mér svona 40-50 lítra búr og hafa bardagakallinn í því vegna þess að það er eitthvað verið að tæta hann. En ef það er hægt þá myndi ég hafa eitthvað af tetrunum eða allar ef það er mögulegt í 40-50 lítra búri með þá B-kallinum.
Iss, ekkert gaman að vera með kribba - það eru allir með kribba! Prófaðu til dæmis Apistogramma Njisseni (http://www.aquaticcommunity.com/cichlid ... esseni.php) eða bara fiðrildasíkliður. Ættu að vera alveg jafn auðveldar og alveg jafn skemmtilegar
Annars eru til allskonar litlar síkliður sem er auðvelt að rækta, kíktu í búð og sjáðu hvort þú finnir ekki eitthvað flott.
En já ég er pínu veik fyrir síkliðum hefur alltaf langar í síkliðubúr.
En ég á lítinn draum um að eignast kribbapar einn dag.
Hvaða síkliður passa í 110 lítra búr?
Þá helst með hrygnandi kribbum.
Skil
En ég var líka að pæla í að sleppa kribbunum í bili og hafa kannski nokkrar bardagakellur og setja kallinn í minna búr (Í 40-50L ásamt ancistrum, SAE og tetrurnar (also í 110L búrinu)) .
Langar líka rosalega í einn Eldsporð en veit ekki hvað gengur með honum gæti einhver sagt það?