Platy

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Maxell
Posts: 4
Joined: 20 Apr 2008, 20:31

Platy

Post by Maxell »

Halló! Ég var að spá hvort að það dugi að setja net í hornið á fiskabúrinu svo að seiðin geti falið sig þar svo að fiskarnir éti þau ekki? Ég nenni varla að splæsa í gotbúr.. Ég á nefnilega 2 platy kerlingar og 2 platy kalla og kerlingarnar verða alltaf óléttar hjá mér mánaðarlega en svo einn daginn þá eru þær búnar að hrygna en ekkert sést.. þetta er bara svona smá pæling.. langar ekki að fjölga mikið í búrinu, þar sem það er nóg af fiskum þar fyrir, en það væri nú gaman að sjá hvernig eitthvað af seiðunum myndu verða!
Takk fyrir :)
Last edited by Maxell on 20 Apr 2008, 20:45, edited 1 time in total.
Það er ekkert líf án dýra!
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Platy eru gotfiskar þannig þeir gjóta lifandi seiðum :wink:
Maxell
Posts: 4
Joined: 20 Apr 2008, 20:31

Post by Maxell »

já það er ótrúlegt.. ég er búin að leyta ótrúlega lengi á netinu hvort þeir ættu lifandi eða hrygndu hrognum.. svo pósta ég hér.. skoða smá og finn auðvitað svarið :P
en ég er með smá nýja spurningu (breytti því sem ég skrifaði)
Takk annars! ;)
Það er ekkert líf án dýra!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Net, flotgróður, gróður (td javamosi) eykur líkurnar á að einhver seiði lifi.
Platy eru ekkert svakalega skæðir seiðabanar þannig einhver seiði ættu alltaf að komast upp.
Maxell
Posts: 4
Joined: 20 Apr 2008, 20:31

Post by Maxell »

ég er með 2 bardagafiska kerlingar með þeim og 4 rauðneon.. ætli kerlingarnar éti seiðin? er í lagi að hafa flotgróður í 20-30 lítra búri?
Það er ekkert líf án dýra!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Allir fiskar éta seiði ef þeir komast í þau, Flotgróður er í lagi í öllum búrum, Plastgróður er kannski betri ef lýsing er léleg.
Maxell
Posts: 4
Joined: 20 Apr 2008, 20:31

Post by Maxell »

takk fyrir þetta :) ætli ég reyni ekki einu sinni eða tvisvar að fá nokkur seiði :D
Það er ekkert líf án dýra!
Post Reply