Sverðdraga - spurning

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Sverðdraga - spurning

Post by Fanginn »

Þeir segja að það sé ekki góð hugmynd að setja kerlu í gotbúr? Er eitthvað til í því eða er það alltílagi?

Er með eina kerlu sem er kominn á steypirinn held ég. fékk hana fyrir einum og hálfum mánuði og er orðin vel feit.

Er eitthvað í hegðunarmynstri hennar sem gefur til kynna að hún sé að fara að gjóta eða sér maður það með einhverju móti?

En hvað segið þið, ætti maður að skella henni í gotbúr?

með fyrirfram þökk.
jæajæa
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Sverðdraga - spurning

Post by keli »

Aðal vandamálið með sverðdraga og flotbúr er bara hvað þeir eru stórir og flotbúrin eru lítil. Þeir stökkva því upp eða stressast gríðarlega og verður etv í vandræðum með gotið. Nema þú vitir uppá hár hvenær hún er að fara að gjóta, þá borgar sig að reyna að skapa gott umhverfi í búrinu fyrir seiðin bara.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ok, ég veit ekkert hvenar hún á að gjóta. veit bara að hún er ekki búin að gjóta síðan ég fékk hana og er orðin mjög feit. Hefði langað að ná 1-2 seiðum á lífi. Er með skala og tetrur í búrinu sem mundu borða þau með bestu lyst.

En jæja. þá sleppur maður bara þessu gotbúra-veseni.
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Notaðu bara trikkið hans Bruna,
settu kerlu í góða plastfötu og skelltu inn í fataskáp.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Herðu já, ég man nú eftir því að hafa lesið það :)

En ætli skápurinn á fiskabúraskápnum sé ekki jafngóður? ;) geri það.
Þakka fyrir
jæajæa
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

í gamla dag ( ca. 1979 ) þá hafði ég þá reglu að setja 10-15 cm vatn í baðkarið heima reglulega og setti ég slatta af gróðri og plastdóti útí og hennti feitustu kerlingunum útí og það brást varla að það komu seiði
og stundum aðeins eftir nokkrar mínútur hehe
ég mundi reyndar ekki gera þetta í dag heldur setja þær í sér búr
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

hehe, það minnir mann á gömlu góðu "sódóma reykjavík" ;)
jæajæa
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Fanginn wrote:hehe, það minnir mann á gömlu góðu "sódóma reykjavík" ;)
ég lennti stundum í því að einhver ætlaði í bað þegar ég var að "nota" baðið
en það var ekki til nein fjarstýring heima þá hehe
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Sverðdragaragot.

Post by Bruni »

Hvernig sér maður hvort gotfiskahrygna er að fara að gjóta ? Nokkur atriði er vert að hafa í huga. Hrygnurnar verða bústnari og þegar got er að hefjast verður kviðurinn oft sléttur að neðan og myndar eins og 90° horn við gotraufina. Við sjáum oft dökkan blett aftarlega á kviðnum, sem sést ekki á svörtum gotfiskum eins og Black molly og svörtum sverdrögurum. Hrygnurnar reyna oft að draga sig afsíðis og finna sér næði. Oft lýsir það sér þannig að það er eins og þær reyni að komast út úr búrinu. Hængar elta þessar hrygnur oft meira heldur en aðrar sem getur verið merki um að got er að hefjast. Þegar got er yfirstaðið er hyggilegt að skrá niður dagsetningu ef fólk er spennt fyrir því og taka hrygnuna frá eftir 23 til 24 daga ef vilji er til að ná næsta goti. Meðgöngutími er breytilegur og getur verið frá 3 til 4 vikum og upp í 6 vikur. Hiti skiptir þar máli og svo virðast hrygnurnar geta seinkað goti ef aðstæður eru ekki ákjósanlegar. Lítil plast gotbúr eru algerlega óviðunandi fyrir sverðdragarahrygnur. Plastfötuaðferðin er ágæt til síns brúks, tveir lítrar í 10 l. fötu duga, annars er hætta á að þær stökkvi uppúr. Ekki viljum við það. Það er ekki verra til öryggis að setja eitthvað yfir fötuna og slatta af javamosa eða litlum flötum steinum til skjóls fyrir seiðin. Myrkur er betra en birta. Skýrir sig sjálft. Fötuna á að staðsetja ofarlega í skáp, þar sem hitinn er mestur, ekki niður við gólf. Notaðu síðan bestu fiskana til undaneldis og árangurinn lætur ekki á sér standa. Gangi þér vel og mundu að þolinmæði er dyggð. :wink:
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Herðu , vá. þakka fyri þetta ;)
jæajæa
Post Reply