Þá er kosningunni lokið og ég átti víst vinningsmyndina.
Sjálfur kaus ég mynd 5 og finnst hún frábær, aldrei hef ég náð svona góðri mynd af mínum brúskum.
Vil svo minna mannskapinn (sérstaklega Kela og Kitty) á að senda myndir í mars keppnina.
Myndin var tekin á Canon PowerShoot G9 myndavél. Ég var að prófa gripinn. Þetta er "point and shoot" vél með mjög magnaðri linsu. Skerpan í henni er frábær og macro getan. Fiskabúra stillingin á henni er fín líka Ég skellti mér á svona vél.
Fiskurinn hékk rétt við glerið og bara stillti sér upp. Fjarlægð milli linsu og fisks var örfáir sentimetrar.