400L monster/síkliðu búr Jakobs

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

140l búrið var eitthvað tómt, það voru aðeins 2x yellow lab svo að ég renndi upp í ónefnda búð nálægt IKEAog keypti 2x Temensis Peacock Bass. Þetta eru víst heimsisns stærstu síkliður og verða hátt upp í metra að lengd. Þessi andsk*t*ans myndavél bilaði en sendi myndir úr gömlu vélinni á morgun. Þeir verða færðir í 400l búrið eftir 2 mánuði, verða þá örugglega orðnir 15-20cm :-)

Ég keypti frosin nautahjörtu í leiðinni og fiskarnir elska þetta alveg.
Planið er að gefa nautahjörtu 2x í viku (laugardag og sunnudaag) :P
400L Ameríkusíkliður o.fl.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

endar með sundlaug inni herberginu þinu :o
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ójá 8)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Setti 2 Yellow lab sem mat fyrir Bassana en þeir voru aðeins of stórir fyrir þá svo að þeir létu þá alveg í friði :-)
Keypti Neon Tetrur fyrir bassana og rosa gaman að sjá þá veiða, og ekki var hætt þótt að munnurinn væri stútfullur :lol:
Bætti við 2 Dimidiochromis compressiceps held að það séu kvk. Allir mjög ánægðir í þessu 140L búri :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nokkrar gamlar myndir sem ég á af fiskunum, myndavélin er biluð svo að ekki koma nýjar myndir á næstunni :?

Image
Image
Image
Image
Image
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er nýja myndavélin þín biluð?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já þegar ég kveiki á vélinni kviknar ekki á skjánum, kannski ég reyni að taka blint :P :x :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skilaðu henni og þú færð nýja ef hún er yngri en 30 daga.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Síkliðan wrote:Já þegar ég kveiki á vélinni kviknar ekki á skjánum, kannski ég reyni að taka blint :P :x :?
ég lenti í þessu hehe
en þá sá ég að það var kveikt á gatinu sem maður horfir í gegn ( man ekki hvað það heitir )
þannig að ég breytti þá bara stillingunni á skjáinn hehe
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Síkliðan wrote:Já þegar ég kveiki á vélinni kviknar ekki á skjánum, kannski ég reyni að taka blint :P :x :?

Ertu sem sé með myndavél sem að er bara með skjá en ekki svona gati til að horfa í gegnum?
En annars er þetta örugglega stillingaratriði :) en annars bara að fara með hana í verslunina sem að þú keyptir hana og biðja þá/þau að líta á hana :)


En annars flott búr og flottir fiskar :wink: og endilega að koma með mynd af herberginu með öllum þessum búrum í, þegar myndavélin er komin í lag það er að segja :wink: langar að sjá hvernig þetta kemst allt fyrir inn í einu herbergi hehe :P allavega í mínu gamla herbergi hefði ég ekki getað komið fyrir 30L búri hehe :P
200L Green terror búr
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Fínar myndir.. orðið mjög flott búrið hjá þér!

en mín Canon myndavél sýnir ekki myndirnar á skjánum.. fyrr en eftir að ég er búin að taka þær..
svo að ég þarf alltaf að skjóta út í loftið eða horfa í gatið.

ekki láta deigan síga kappi.. bara skjóta og skjóta og velja svo úr. :wink:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

takk takk.
Ég tek nokkrar blint uppá sportið á morgun :P
Bassarnir og Compressarnir fengu nú bara að fara í "Fullorðins" búrið og eru mjög ánægðir þar.
Minna búrið á að vera Plegga og Polypterusa búr það sem að verður í búrinu. Allir fiskarnir nema 1 Senegalus eru bara baby :-)

2x Polypterus Ornatipinnis (growout)
5x Polypterus Senegalus (growout) (1x Kominn í búrið)

2x Royal Pleco (1x kominn í búrið)
1x Gold Nugget Pleco
1x Adonis Pleco
1x Black Panthom PLeco (L-004)
1x Marmaragibbi (kominn í búrið)
4x Ancistrur (komnar í búrið)

Já svo þegar Polypterusarnir stækka verður þetta Pleco Only búr.
Ætla að kella nokkrum litlum róutm í búrið en ekki hafa rosa mikinn gróður.

Hvernig lýst ykkur á :D

Sjálfum finnst mér hugmyndin góð og held að það verði flott að hafa eitt svona botnfiska búr.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

fylgstu bara vel með polyunum, sumir pleggar eiga það til að éta slímhúðina af þeim. Það sést á hvítum hringlaga blettum sem koma á þá.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já ég veit og mun fylgjast grannt með þeim. :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ha ha ég er alltaf að kaupa fiska :lol:
Hef ákveðið að hætta við Plegga og poly hugmyndina og keypti fleira fiska og ekki fiska :P (úúúú spennó)
Keypti

Plegga sem að var merktur Snowball Pleco í fiskó en þeir sögðu að þetta væri ekki þannig, hef giskað á L-004.

Fullvaxinn Ancistrus Kall flottan beð stóran brúsk :-)

Albino Slör Ancistru Kall, nýbúin að fá brúsk.

Og *trommusláttur*



Anumphia Anumphia eða Three toad Anumphia sem að fór í 140L búrið með 2x Yellow lab og randabótíu.
Kolféll alveg fyrir henni svo að ég keypti hana :-)

Getur Lungnafiskur verið með henni í búri? Salamandran er um 65-70 cm og vel aggressív :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

rétt nafn á henni er Amphiuma tridactylum og ef þú varst ekki búinn að lesa pistilinn minn um hana er hann hér

það er ekki hægt að treysta henni fyrir neinu öðru í búrinu
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já ég hef lesið hann nokkrum sinnum, Oh mig langar rosa í þennan lungna sem að þú hefur þarna til sölu :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

lætur lungnafiskinn bara i 400L og passar að vera ekki með of fína fiska með honum ef einhver skildi hverfa seinna :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

:lol: Hlýtur að vera að grínast :lol: mundi ALDREI gera það :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

neinei þeir geta alveg verið til friðs, en það er alltaf nokkur möguleiki á að þeir fái sér bita af búrfélögum einhverntíma, hvort sem það er eftir nokkra daga, mánuði eða jafnvel ár.
Mér fannst það mjög freistandi að setja hann í 720L en hef ekki þorað því enn, enginn þar sem ég gæti hugsað mér að missa.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Breitti nafninu því að búrið er ekkert monster búr lengur :-)
Bjó til þráð í "síkliður" :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jæja ég loksins drullaðist til að taka einhverjar myndir :)
Hér kemur þetta
RTC 8)
Image
Image
Delhezi, hve fjári er kvikindið stórt :-)
Image
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ertu ekki hræddur um að síkliðurnar hverfi í kjaftinn á stóru fiskunum?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það er bara Red Tail sem að ég er hræddur um :shock:
Paroon og Polypterusarnir pæla ekki einusinni í þeim :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það liggur við að það sjáist dags munur á stærð Red Tail, er í einhverjum rosalegum vaxtarkipp :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það bættist við eitt monster í dag, plágan mikla Walking Catfish :-)
Hann er 25 cm og er í 400 lítrunum að fíla sig í botn 8)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Úff Red Tail hefur verið að breytast í rándýr. Hefur étið 12 fiska á 2 vikum :?

7x Yellow lab
2x Neolamprologus
1x Calvus
2x Temensis Peacock bass
:x :x :x
:? :? :?
:cry: :cry: :cry:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

They told you so! að hann myndi éta aðra fiska :lol:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Síkliðan wrote:Úff Red Tail hefur verið að breytast í rándýr. Hefur étið 12 fiska á 2 vikum :?

7x Yellow lab
2x Neolamprologus
1x Calvus
2x Temensis Peacock bass
:x :x :x
:? :? :?
:cry: :cry: :cry:
ég hef sagt það áður og segi það enn:
RTC's don't have tankmates, just meals their saving for later
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hann hefur ekkert breyst neitt í rándýr - hann hefur alltaf verið rándýr.

Þú hefur líka engann rétt til að grenja yfir þessu, þú fórst bara ekki eftir ráðum okkar :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply