Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum
Moderators: Vargur , Hrappur , Ásta
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 20 Apr 2008, 19:37
Ég er með í 400 ltr búri nokkra Tanganyika fiska og ætla ég að setja hér inn myndir af þeim og einnig láta vita ef eitthvað er að gerast
frontur eru 5 eða 6 og er frekar þröngt á þeim en það ætti að lagast í vetur
par af brikka sem auðvitað er með seiði
tríó af júlla marlieri sem eru með eitt 1 seiði úr fyrra goti allt annað étið
einn stakur leleupi
einnig 2 duboisi
2 sexfasciatus gold
og einn calvus
set nú myndir af hinum við tækifæri
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 20 Apr 2008, 19:43
Veistu hvort Julidocromis vilja frekar þröngar skorur til að hrygna í en svera hella?
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 20 Apr 2008, 19:48
marlieri hryngdi inn í stóran kuðung nú síðast ( 15 cm )
síðan er ég með dickfeldi í öðru búri og það par hrygnir inn í litlum helli
þannig að þeir vilja frekar þröngt
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 20 Apr 2008, 20:20
Ég held að allir júllar vilji hafa mjög þröngt, og helst ekki opið í báða enda.
Eins og venjulega eru þetta óþolandi fínar myndir hjá þér gummi..
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 20 Apr 2008, 21:04
keli wrote: Ég held að allir júllar vilji hafa mjög þröngt, og helst ekki opið í báða enda.
Eins og venjulega eru þetta óþolandi fínar myndir hjá þér gummi..
hehe Júlli kunningi ætti að heyra þetta hehe
myndirnar mínar fara batnandi sem betur fer
er ennþá með sömu vél og í upphafi og er að fatta hana aðeins betur
en það sést vel á síðunni minni hvaða myndir eru nýlegar og hvaða myndir voru með þeim fyrstu því munurinn er talsverður
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 20 Apr 2008, 21:11
Gott að þú ert farinn að fatta vélina aðeins betur eftir 7 ár.
Fáum við ekki myndir af frontunum ?
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 20 Apr 2008, 21:19
ég er alltaf á leiðinni að lesa bæklinginn
en það gerist aldrei og þess vegna eru framfarir hægar
ég skal láta þig hafa mynd af duboisi sem er leiðinlegur að mynda vegna svarta litsins eins og þið þekkið sem eruð að mynda svarta fiska vélin vill ekki fókusa á kvikindið
frontur seinna
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 20 Apr 2008, 21:28
Ég var búinn að gleyma duboisi, hvað eru þeir margir eftir ?
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 20 Apr 2008, 21:35
2 grey eftir og ég hélt að sá næstsíðasti væri allur þar sem búið var að berja hann í buff en þá gaf hinn honum frí og hann jafnaði sig en þá byrjuðu barsmíðar aftur en núna virðist vera komið samkomulag sem felst í því að boxpokinn er á bak við stein og kemur bara fram til að éta
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 22 Apr 2008, 22:37
var að taka myndir
duboisi
sexfasciatus
marlieri
frontosa
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 22 Apr 2008, 23:37
Flottar myndir að vanda.
Sniðugt að sjá tennurnar í Tropheus.
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 24 Apr 2008, 23:00
ég tók brickana og seiðin úr búrinu
calvus og annan duboisi þeir voru allir að þrengja að frontunum
marlieri er kominn með seiði enn á ný í kuðunginn og gaman væri ef eitt enn seiði kæmist upp
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 24 Apr 2008, 23:03
Eru fronturnar ekkert skæðar í seiðunum?
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 24 Apr 2008, 23:06
þær líta ekki við þeim ennþá þar sem seiðin halda sig inn í kuðungnum en þau hverfa samt alltaf þegar þau fara að synda greyin
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 24 Apr 2008, 23:09
Ég var með stóran hóp af kribbaseiðum um daginn og það hvarf allt þegar þau fóru að færa sig um, og pabbinn líka
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 06 Sep 2008, 17:01
haustið að koma og maður fær fiðring í fiskatána
þannig að myndir voru teknar
og eins og alltaf hreinsar maður ekki glerið áður en smellt er af hehe
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 06 Sep 2008, 20:26
Djö flottur duboisi. Er hann síðastur af sinni ætt í búrinu ?
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 06 Sep 2008, 22:02
Vargur wrote: Djö flottur duboisi. Er hann síðastur af sinni ætt í búrinu ?
Já bróðir hans er í sér búri
hann þyrfti að komast í eitthvað Tanganyika búr
einhver með búr undir hann ?
Ásta ?
Hlynur ertu með Tanga ?
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 06 Sep 2008, 22:09
Ég er ekki með tanga búr en ég er viss um að brósi færi vel í 325 l. búrinu hjá Ástu.
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 06 Sep 2008, 23:51
Hann yrði örugglega flottur hjá mér... en myndi hann láta aðra og minni fiska í friði?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 07 Sep 2008, 13:28
það eru 15 stk 1-3 cm marlieri seiði hjá mér í stóra búrinu og enginn að angra þau
þessir drengir eru mjög leiðinlegir við sína eigin tegund en aðrir Tanganyika fá að vera í friði
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 07 Sep 2008, 16:46
ERt þú ekki lengur með sér Tanganyikabúr?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudmundur
Posts: 2115 Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:
Post
by Gudmundur » 07 Sep 2008, 17:45
Ég er með Tanganyika búr auðvitað
og annað stóra búrið sem fer upp í sveitinni ( Grindavík )
verður Tanganyika
en hvenær það verður fer eftir efnahags ástandi og stöðu Íslensku krónunar