Hnífapraskúffan - fjölgun

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Hnífapraskúffan - fjölgun

Post by jeg »

Hnífagotfiskar.
Ég keypti Hnífagotfiskana af honum Guðmundi og gaf syni mínum í afmælisgjöf.
Eru þeir 10 talsins og þar af er bara 1 kk. en ég vona að hann sé full fær um að
þjónusta þessar 9 kvk svo að fjölgun geti orðið einhver.
Þessi fjölskylda er í 54L búri ásamt 1 Ancistru.
Fyrstu dagana voru þeir ósköp hræddir við manninn en borðuðu og
fljótlega voru þeir farnir að byðja um mat þegar maður kom að búrinu.
Hamagangurinn var svo mikill þegar ég standsetti búrið að ég gersamlega
steingleymdi að skella bakgrunninum á búrið :oops:
En geri það einhvern daginn þegar ég verð í stuði.
Þá sjást þeir betur :wink:

En hér eru bestu myndirnar enn sem komið er en þetta eru ekki stylltar fyrirsætur sko.
Image

Image
Já fullt af loftbólum enda búrið nýgræjað þarna.
Last edited by jeg on 09 May 2008, 10:30, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta var smart hjá þér, mig dreplangaði í þessa fiska.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það voru til karlar í dýragarðinum.. amk í seinustu viku.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Okey ég tékka á því takk.
Hélt að þetta væru nánast einu fiskarnir á landinu en svona er maður nú fáfróður. :roll:
Finnst þeir mun meiri týpur en Gúbbar t.d.
Þeir eru að verða orðnir vel vanir manninum og hættir að fá sundkast ef einhver nálgst.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þeir eru mjög sjaldséðir hér á íslandi :) þetta var fyrsta sinn sem að ég sá sona í dýragarðinum :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja er ekki rétt að skella inn einni mynd af hnífapörunum.
Ekki bestu fyrirsæturnar.
Nú ekkert að frétta nema að þeir gjóta og éta sennilega jafnóðum þó að það sé stór flækja af mosa.
En kannski einn daginn kemst eitthvað lífs af ??
Hver veit.

Image
Þetta var sú eina sem var í fókus.

Image
Vinnukonan á heimilinu.
Lenti í smá slysi blessunin við vatnskiptin síðast. Varð á milli á bakvið dæluna.
Ég átti nú ekki vona á að hún væri í gripinu en hún er orðin svo róleg að ég þekki hana ekki fyrir sama fisk.
En þegar að ég sá hana ekki var farið að leita og um leið og ég tók dæluna úr skaust hún niður.
Og er með smá blett á kollinum.
Þannig að ég skelli smá salti í og hækka hitann.
Og vona að hún jafni sig nú. Því að hún á að fara í nýja búrið til kk albino ancistrus í von um pörun.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eru þessir hnífafiskar ekki svolítið stórir? (miðað við gubby)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þeir eru svipaðir og stóru Gúbbarnir sem fengurst í Dýragarðinum.
En jú stærri en þessir venjulegu. Þó eru þeir ekki stórir.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja það er fundin lítil teskeið í hnífaparaskúffunni.

Image
Sorrý ekki í fókus en sést sæmilega þó
Image
Ekki auðveld fyrirsæta enda á stöðugum flótta undan beittum hnífum.

Svo er bara að krossa fingur og vona að þetta eina seiði nái að lifa.
Annars eru Hnífafiskarnir farinr að hegða sér skringilega og veit ég ekki hvað er að hrjá þá.
Hef verið dugleg að skipta út vatni eða um 40-50% vikulega.
Saltaði í búrið fyrir hálfum mánuði vegna þess að Brúskurinn særðist smá.
Og hefði það bara átt að gera þeim gott. En þeir eru ekki greinilega ekki sammála.
Gæti hugsanlega verið ormar en það er ekki að sjá neitt athugavert nema breytt hegðun.
Þ.e.hreyfa sig furðulega.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja smá Update.
Það hvarf nú fljótlega þetta seiði en það sást annað nokkrum vikum síðar.
2 kellur hafa drepist úr einhvrjum fjandanum svo nú eru kellurnar 7 og 1 kall.
Nú svo þegar ég var að gera vatnskiptin fyrir um 3 vikum þá sá ég eitt og veiddi það og skellti með Gúbbunum
því þar voru nokkur seiði.
Og það er enn á lífi þó að enginn sé hitarinn í búrinu.
Svo rétt áðan sást 4ða seiðið og var það veitt í hvelli áður en hnífapörin tækju til matar síns en þeir eru rosalega snöggir
að éta undan sér.
Og eru nú 2 Hnífaseiði í Gúbbabúrinu en þar er fullt af Gúbbaseiðum en kellan var að gjóta.
Ef ég næ myndum af þessum seiðum skelli ég þeim inn.
fiskar:*
Posts: 73
Joined: 24 May 2008, 13:32

Post by fiskar:* »

vá á myndunum fanst mér þeir vera allveg einsvo litlausir gúbbar éta gúbbarnirr ekkert hnífapara seiðinn ?
85l 8 neontertur
1 black molly
3 villtir gúbbí
5 rummy nose

30l tómt
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þeir eru eiginlega ekkert líkir Gúbbum.
Styggari - öðruvísi vaxtalag - og mun sneggri í hreifingum.
þeir eru mun gráðugri í að éta afkvæmin heldur en Gúbbý.
Veit ekki alveg hversu mörg seiði eru í hverju goti því ég hef ekki séð nema þessi 4 seiði.
Og þau eru það stór þegar ég finn þau að þau eru eins og eitt og hálft Gúbbaseiði að lengd og mun sneggri
og því dafna þau vel hjá Gúbbunum.
En mér finnst nú eins og Gúbbarnir sýni seiðunum frekar lítinn áhuga sko enda ekki nema 3 fullorðnir (1 kvk og 2 kk)
og einn unglingurk (kk).
Og snýst líf þeirra um að elta kellu allan daginn.
Last edited by jeg on 02 Aug 2008, 19:46, edited 1 time in total.
fiskar:*
Posts: 73
Joined: 24 May 2008, 13:32

Post by fiskar:* »

okey ég skil takk fyrir að svara mér en æðislegir fiskar
85l 8 neontertur
1 black molly
3 villtir gúbbí
5 rummy nose

30l tómt
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Seiðin 2 sem komist hafa lífs af úr búrinu og var skellt í Gúbbabúrið eru hress og spræk.
Dafna vel með Gúbbaseiðunum.
Image
Hnífarnir.

Image
Ancisturnar sem fengnar voru hjá Andra Pogo og gerðu kraftaverk í búrinu því það var orðið illa subbulegt
þar sem enginn verktaki hafði verið í vinnu þar lengi.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Heldur hefur nú fækkað í skúffunni en eftri eru einungis 4 kvk. og 3 seiði sem bjargað var og eru í Gúbbabúrinu.
Svo í gær sáust seiði já og það bara hellingur og var farið að veiða.
En það er u.þ.b. 2 mánuðir siðan kallinn dó svo það er sannað að kellurnar halda í sér.
Svona til að þurfa ekki að tæma búrið notaði ég slöngu til að reyna að sjúga seiðin upp og í fötu en gafst upp þegar ég var komin í 7 stk.
En þau voru sett hjá Gúbbunum. Er að spá í að gera tilraun með þessu 3 sem eftir eru og gá hvort þau lifi ekki nógu lengi að ég geti bara veitt þau síðar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nú verður þú að passa upp á þetta og viðhalda stofninum.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jamm maður reynir.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ætlaði að ver löngu búin að setja þetta inn en hér eru 3 seiði fædd með mánaðar millibili.
Þ.e. að það var bara eitt úr hverju goti sem ég náði.
Enda eru þetta snillingar við að éta undan sér.
En reyndar með Mollý í búrinu með þeim og seiðin þeirra virðast vera gáfuð og halda sig í mosanum.
Einnig voru Sverðdragar sem dvöldu í búrinu í 2 mánuði og skildu eftir seiði sem hafa líka fengið frið.
Kellurnar losuðu sig við restina úr sér í nóv. en þau seiði drápust öll.

Image
Hérna eru þau öll. Og held ég að þetta lengst til vinstri sé kk :wink: Svo maður nær kannski að viðhalda stofninum.
Þetta lengst til hægri er enn of lítið til að greina munin.

Image
Úbsí dáldið óskýr.

Image
Barnadeildin. En það eru bara unglingar hér þar sem gúbbaparið er dautt en það er 1 kynþroska kk undan þeim í búrinu.
Svo nú er bara að sjá hvort það eru einhverjar kvk í þessum hóp.
Held ég hafi allavega greint eina.
Post Reply