Gunnaþráður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Gunnaþráður

Post by guns »

Heil og sæl öll sömul

Nú eru komið á hálft annað árið síðan ég fékk áhugan fyrir fiskum og ég loksins farinn að verða sáttur með búrið mitt. Nógu sáttur til að deila með ykkur svona eins og nokkrum myndum af því. Í búrinu eru eingöngu Malawi sikliður auk brúsknefja. Búrið er um 260lítrar og merkt Aquarien. Ekki þekki ég merkið vel en ég keypti búrið second hand hér af spjallinu. Öll komment vel þegin, góð og slæm... hvort sem er um fiskana, búrið eða ljósmyndunina :)

Hér má sjá búrið á skápnum sem því fylgir.
Image

Hér má sjá heildarmynd. Flestar tegundir sikliðana eru sjáanlegar þarna.
Image

Tvær myndir sem sýna setupið aðeins nær.
Image

Image

Íbúarnir eru;
2x Albino Zebra
4x Maingano
4x Auratus
2x Afra
3x Demansoni
3x Brúsknefir

Svo er ég með tvær tegundir í viðbót sem ég hef ekki lagt á minnið ennþá hvað heita. Þið kannski kannist við þetta, hver veit.

Hér er mynd af einum íbúanum. Afra karli. Keyptur í fiskabúr.is og því líklega ættaður úr Vargshúsum. Ekki kominn með jafn stórar tennur og pabbi sinn samt.
Image
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Glæsilegt búr og flottir fiskar hjá þér :!: :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ansi laglegt !
Mætti alveg fjölga aðeins fiskunum ef út í það fer.
Af hverju ertu ekki með meira vatn í búrinu ? :)
Tegundirnar tvær sem þú hefur ekki nöfnin á sýnast mér vera crabro og acei.
Þessi afra er ekki úr mínum , þetta er afra (white top) en mínir eru afra (hai reef).
Er þetta eini hreinsibúnaðurinn í búrinu þessi Am-top dæla sem sést á myndinni ?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Vargur wrote:Ansi laglegt !
Mætti alveg fjölga aðeins fiskunum ef út í það fer.
Af hverju ertu ekki með meira vatn í búrinu ? :)
Tegundirnar tvær sem þú hefur ekki nöfnin á sýnast mér vera crabro og acei.
Þessi afra er ekki úr mínum , þetta er afra (white top) en mínir eru afra (hai reef).
Er þetta eini hreinsibúnaðurinn í búrinu þessi Am-top dæla sem sést á myndinni ?
Þakka þér, og ykkur.

Ég hef verið að stelast til að fjölga fiskunum. Konunni minni finnst vera komnir nógu margir ;)

Ástæðan fyrir því að ég er ekki með meira vatn er að þegar ég prufaði að vera með það hærra þá myndaðist svo mikill raki aftan á glarinu, og þá fór myndin bakvið að festast við og vera asnaleg. Hef samt ætlað mér að finna einhvern milliveg í þessu.

Afran er fiskur sem ég keypti af þér á sínum tíma í búðinni. Hefur alveg staðið undir því sem þú sagðir, stórskemmtilegur fiskur og oft fjör í kringum hann.

Þetta er eini hreinsibúnaðurinn já. Þarf að þrífa hana reglulega til að hún haldi við. Hún dælir allt að 800lítrum á klukkustund. Er með aðra 1000lítra sem ég get sett líka, en hef verið að sleppa því út af látunum í henni.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er assgoti flott búr hjá þér, þú nærð breiðri litalínu í fiskunum sem kemur vel út.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Flott búr :D, setja aðeins meira vatn í það og tunnudælu þá er þetta Gull :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Frábært búr hjá þér :!:
Aðeins meira vatn, já, já.
Hvar fannstu þennan rauðamölshnullung? Hann er alveg einstakur.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

einhverstaðar er sagt að það á illa við malavi búr að hafa rót í þeim en það skiptir kannski ekkert miklu máli ef þú er duglegur við vatnaskiptinn. Minnir að rótinn minki hörkuna(gH) í vatninu og kannski eitthvað að gera með sýrustigið (pH)

þetta er flott búr hjá þér og það verður gaman að fá að fylgjast með þér í framtíðinni. - Ég er sammála með vatnið. En hefurðu fundið leið til að hafa aftari flapsinn á lokinu aðeins opinn án þess að það fari mikil birta útúr búrinu (nema þú sért með speigla). Þá ertu strax kominn með leið til að minka rakan.

Og já það væri ekki amalegt að vera með flotta tunnudælu í þessu búri en það er allt undir þér komið hvað þú ætlar að leggja í þetta "hobbý".

Framleiðandinn á þessu búri er danskur ef ég man rétt og heitir MP, ekki 'aquarien'
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Flott uppsetningin á búrinu, mér líst vel á rótina og demansoi, tókum einn heim í gær og mér finnst hann fallegasti fiskurinn i malawi búrinu hérna heima.
-Andri
695-4495

Image
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Atli wrote:einhverstaðar er sagt að það á illa við malavi búr að hafa rót í þeim en það skiptir kannski ekkert miklu máli ef þú er duglegur við vatnaskiptinn. Minnir að rótinn minki hörkuna(gH) í vatninu og kannski eitthvað að gera með sýrustigið (pH)
Skeljasandurinn vinnur hins vegar mikið á móti rótinni, og setti ég hana í raun í út af honum. Svo fannst mér hún bara flott. Sýrustigið í búrinu er alveg stórfínt. 8.0 síðast þegar ég mældi.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Rodor wrote:Hvar fannstu þennan rauðamölshnullung? Hann er alveg einstakur.
Fékk hann í dýragarðinum. Féll fyrir honum þegar ég sá hann, fékk þá til að taka hann úr gróðurbúrinu sem þeir voru með (þá amk) og selja mér hann.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Atli wrote:Framleiðandinn á þessu búri er danskur ef ég man rétt og heitir MP, ekki 'aquarien'
Þýskur, MP, og eheim á fyrirtækið held ég.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Ekkert mál að gera bakgrunninn vatnsheldan þú tekur hann af færð þér silicon og setur þunna rák allan hringin á kantanna og setur svo bakgrunnin á og strekkir vel í allar áttir þá losnarðu við allann raka bak við hann, ég er með margar rætur í mínu búri og það er ekkert mál skeljasandurinn hækkar ph gildið og svo ef eitthvað vantar uppá nota ég ph buffer sem hækkar syrustigið.
Flott búr til hamingju með það mættir samt fjölga aðeins í því :P
Lífið er ekki bara salltfiskur
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Við skelltum okkur á 5 tígrisbótíur fyrir helgina. Hafði fyrst miklar áhyggjur af því að þetta yrði bara að mat... en viti menn þær hafa það fínt og eru afskaplega duglegar við að hreinsa sandinn. Sem er mjög gott því maður tekur svo hratt eftir skítnum í svona skeljasandi. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

guns wrote: því maður tekur svo hratt eftir skítnum í svona skeljasandi. :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

5 bótíur er eimmitt skemmtilegur fjöldi, gaman að sjá þær synda saman í búrinu. Ég hef reyndar litla trú á því að bótíurnar hreinsi skítinn, ekki nema þær éti skít þessar. :?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ó jæja... það er þó allavega gaman að sjá þér ;)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

"þær" átti þetta vissulega að vera.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég var að reyna að taka myndir af búrinu í gær, en þær verða alltaf svo agalega hreyfðar og leiðnlegar. Þar sem setupið hefur breyst soldið ákvað ég samt að henda inn einni heildarmynd hérna.

Image

Annars er það að frétta að það hefur myndast Afra High Reef par í búrinu og er ég búinn að ná amk 12 seyðum undan þeim.... Ekki alveg nennt í þolinmæðisvinnuna við að ná myndum af þeim, en þau dafna vel þrátt fyrir það.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Flott hjá þér, en eru þetta taumar aftan á búrinu ?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Haha, já ég sá það bara núna þegar þú sagðir þetta að þetta sæjist svona vel á myndinni. Þarf að útbúa mér eitthvað gizmo sem er hægt að stinga þarna bakvið til að þurrka þetta... kemst engan vegin með hendina þarna á bak við :?
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

fallegt búr hjá þér :D
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ljósmyndarinn lélegur og síðustu hreinsingar greinilega ekki nógu góðar :/

Búrið nokkurnvegin eins, íbúarnir þó aðrir... búinn að skipta um hreinsibúnað líka.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

ótrúlega flott búr hjá þér,svakalega flott set-up og íbúaval.
kristinn.
-----------
215l
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Búrfélagi

Post by sbe2 »

Flott búr og fallegir fiskar hjá ykkur (þér og ástu)

Snild að þú laumir auka fiskum í búrið af því að henni finst nóg í búrinu ;) Ég er samt með 1 auka handa ykkur. Ég hringji í Ástu og læt hana vita ( ég er s.s. æskuvinkona hennar) eða á ég kanski bara að sleppa því

Málið er að vinur minn keypti fullt af fiskum og allt Ameríkusíklíður nema hvað honum var selt iodotropheus sprengerae par með, svo varð allt brjálað í búrinu hjá honum og annar fiskurinn drepinn, þessum var bjargað uppúr og ég tók hann í fóstur. Sjálf er ég með Ameríku þannig að hann er 1 í 30lt búri og ég vil að hann fái gott heimili með öðrum fiskum ;) Ef þið viljið fá hann þá stendur það til boða láttu mig bara vita

kveðja Birna
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Öppdeit!

Keyptum okkur Yellow lab dömu á laugardaginn. Var ekki tekið neitt sérstaklega vel á móti henni, þannig hún er komin í hjúkrun hjá nokkrum seyðum sem við erum með.

En maður hættir ekkert. Keypti mér tríó í Dýragarðinum í dag. Fiskar sem mér var sagt að væru Haplochromis Sp. 44, en þeir minna mig þó reyndar mikið á Pundamilia nyererei "Ruti"par sem ég átti fyrir nokkru. Verð eiginlega að ná myndum af þeim ef þeir ná sér í búrinu. Voru soldið tættir um sporðinn eftir einhver áflog.

Til að gera þeim auðveldara fyrir með flutninginn þá rótuðum við soldið í búrinu og færðum "innréttingarnar". Skaut mynd af búrinu, en það er ennþá soldið skýjað og smá drulla á glerinu. Here goes samt.

Image
Image
Image
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

flottir fiskar :)
:)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Image

Hérna er mynd af Afra karlinum, Guðmundur er búinn að vekja upp hjá mér efasemdir hvort þetta sé í raun Hai Reef eða þá eitthvað annað náskylt :)

Hvað haldið þið?

Sjá myndir á þessari síðu:
http://akwarium.xtl.pl/index.php?option ... &Itemid=60
Post Reply