Búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

já þá eru komnar myndir

sumar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir enda er ég afleitur ljósmyndari og myndavélin ekkert frábær heldur

seiðabúrið
Image

stóra búrið heildarmynd
Image

guppyarnir allir saman

Image

guppykarlarnir

Image

slatti af fiskunum

Image

humar og otocinclus

Image
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja kominn tími á uppfærslu hjá mér

lét rauðu wagtail kerlinguna fjúka því að hún var langt komin af ormaveiki, fer í apótekið á mánudaginn og kaupi mér panacur til að gefa hinum fiskunum.

engin afföll hafa verið á seiðunum fyrir utan þrjú sem höfðu ekkert étið og vaxið hægt svo að ég tók þau úr og skellti þeim bara í stóra búrið

einnig er ég hræddur um að svarta sverðdragakerlingin mín sé karl þar sem ég hef tekið eftir því að raufarugginn á henni er aðeins lengri neðst og virðist það bara ágerast :? en jæja þá skelli ég honum bara með rauðu kerlingunum þegar þær vera tilbúnar

btw hvenær verða sverðdragar kynþroska?
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

sverðdragar verða kynþroska frekar snemma - líklega í kringum 6-8 vikna aldur. Þó er hægt að "fresta" því til þess að fá þá til að stækka meira með því að aðskilja kynin í kringum mánaðar aldur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja seinni humarinn dapst í nótt (helst á því að hitinn hafi verið að fara illa með þá þeir hættu bara að borða) þannig að nú getur maður verið í rónni yfir að fiskarnir verði borðaðir eða þá að maður þurfi að losa sig við hann

R.I.P Heinz :cry:
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

já nú eru góðir tímar

gúbbýgot í gangi as we speak náði að bjarga einu seiði úr stórabúrinu veiddi kellunguna og setti hana í gotbúr þar eru komin 7 seiði og eitt grænt egg??
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

gúbbýseiðin orðin 16 og kellingin svakalega horuð

hún er búiin að gjóta 5 grænum eggjum og svo tveimur seiðum sem eru ekki tilbúin ftilað fæðast fyrir fimmaura

en hérna geta þessi nýklöktu seiði verið með serðdrögunum sem eru 2 vikna gamlir?

þar sem 2 aðra guppykellingar eru komnar að goti líka
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja þá er ég orðinn frekar fúll, sá í morgun að lyfjagjöfin hafði ekki borið árangur því að flotti gúbbýkarlinn er kominn með orma, núna fyrir klukkutíma síðan byrjaði ein gúbbýkellingin að gjóta og komu 3 seiði en núna eru bara ormar út úr henni, þetta er aðallega fúlt af því að ég get ekkert bara rennt í hádeginu og keypt mér fleiri fiska, mér liggur helst við því að slátra öllu úr búrinu, sótthreinsa það og setja svo bara seiðin í það, kerlingin virtist vera í lagi og étur og hefur gert það fram að þessu. Frekar fúlt. er að vísu byrjaður á seinni lyfjagjöf

hvernig er það ef ég myndi gera það þyrfti ég þá líka að henda plöntunum eða bara skola þær og sjóða svo bara sandinn??

hvernig sótthreinsa ég svo búrið?? bara með klór eða sjóðheitu vatni??
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

Post by eyrunl »

EKKI KLÓR! varstu búinn að ath í dýrabúðunum hvort þeir eigi ekki lyf til þess að hreinsa búrið? ég veit ég keypti til þess að hreinsa einhverjar sýklur sem voru að éta upp uggana á fiskunum mínum... það svínvirkaði
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

eyrunl wrote:EKKI KLÓR! varstu búinn að ath í dýrabúðunum hvort þeir eigi ekki lyf til þess að hreinsa búrið? ég veit ég keypti til þess að hreinsa einhverjar sýklur sem voru að éta upp uggana á fiskunum mínum... það svínvirkaði
Það er í lagi að setja klór í tómt búr en skola það MJÖG vel á eftir :) gott efni til að drepa allar bakteríur eða svona flestar :P
RagnarI var ekki að fara að setja klór í búrið með fiskum í :P ef að þú hélst það :P
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

eyrunl wrote:EKKI KLÓR!
Hmmm... af hverju ekki klór ?
Pérsónulega mundi ég sjóða sandinn eða skola vel með heitu vatni og sótthreinsa búrið með klór eða hreinsiefni sem heitir Virkon ef þú kemst í það.
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

...

Post by eyrunl »

hmm af því ég hugsa að það sé óþarfi :) vanalega er nóg að sjóða bara til þess að drepa ormana :)
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

Post by eyrunl »

hehehe jú ég hélt hann ætlaði að setja það útí með fiskunum eins og þegar við förum í sund þá er klór í vatninu ;) (kaldhæðni)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: ...

Post by Sirius Black »

eyrunl wrote:hmm af því ég hugsa að það sé óþarfi :) vanalega er nóg að sjóða bara til þess að drepa ormana :)
Svo geta verið aðrar örverur sem eru að ýta undir ormana og kannski drepast þeir ekki allir við heitt vatn :) enda erfitt að sjóða heilt búr :P
200L Green terror búr
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

Post by eyrunl »

já satt... hvernig samt komust ormarnir þangað til þess að byrja með?.... :S
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

eyrunl wrote:já satt... hvernig samt komust ormarnir þangað til þess að byrja með?.... :S
með fiskum líklega.




Klór og sjóðandi heitt vatn er leiðin til að sótthreinsa búr, þá getur maður verið nokkuð viss um að hafa drepið allar pestir. Sum egg og gró geta þolað háan hita en drepast við klór og öfugt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

hm...

Post by eyrunl »

já bjóst við því en gæti það verið af höndunum okkar þegar við setjum þau ofan í búrið eða er það bara af innfluttum fiskum sem koma úr dýrabúðinni?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: hm...

Post by Sirius Black »

eyrunl wrote:já bjóst við því en gæti það verið af höndunum okkar þegar við setjum þau ofan í búrið eða er það bara af innfluttum fiskum sem koma úr dýrabúðinni?
Frekar af öðrum fiskum :)
200L Green terror búr
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

þetta kom með cherrybarba og er búið að vera að koma upp núna undanfarið, þetta er aðallega leiðinlegtvaf því að ég get ekki bara sótthreinsað búrið og skotist þegar ég vil að kaupa mér nýja fiska.
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

en hvernig er það með að fá sent að utan vinur minn sem býr í Alaska langar að senda mér fallegar rætur, er þetta ekki rándýrt batterí??
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

hmm

Post by eyrunl »

nei ekki ef hann sendir það sem gjöf þá borgaru enga tolla annars eru tollarnir rúmlega 50% og þá bara KANNSKI þeir tollskoða ekki allar sendingar... þannig ef þú ert að versla af netinu og færð eitthvað ódýrt þá gæti það borgað sig :) Þeir eru líka búnir að breyta reglunum hjá matvælastofnuninni þau þurfa ekki að senda plöntur eða greinar í sótthreinsun það er bara tollur. ég hringdi einmitt í dag í tollinn til að ath. ég er nefnilega að versla af ebay :)
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja þá er kominn tími á uppfærslu hérna. ég ákvað að láta fiskana bara draslast áfram í þessu búri, fáir orðnir eftir samt, þrjár gúbbýkerlingar og þrír sverðdragar. enn ein gúbbýkellingin komin með orma og ég er að verða brjálaður á þessu. en jæja fór til Akureyrar núna um helgina og kíkti þar í fiskabúð verslaði mér tvær ancistrur og svo lentu tveir sniglar með í pokanum , ætla nú ekki að hætta á það að ancistrurnar fái orma og þar sem þær eru um 3.5 cm fengu þær bara að vera með seiðunum í litlabúrinu. helsta áhyggjuefnið í sambandi við það að slátra búrinu er að mamma verði brjáluð því að hún er farin að verða pirruð á því hvað ég sé með mikið vesen í kringum þetta og eitthvað fleira. en ein spurning svona rétt í lokin, geta sniglar borið þessa veiki á milli eða á ég að taka sénsinn?
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

úff jæja

dælan í litla búrinu er búin að éta 3 sverðdragaseiði svo nú eru bara 2 eftir

gúbbýseiðunum hefur ekkert fækkað og bind ég miklar vonir við þau 7-9-13 *bankítré*
reyndar hefur þeim fjölgað um slatta og einnig eru í búrinu 2 litlar ancistrur.

staðan er svona núna

60 lítra:

1x kk rauður sverðdragi
1x kk svartur sverðdragi (ótrúlegt hvað "kerlingar" eru gjarnar á að skipta um kyn og láta sér vaxa "vin" sllt í einu)
1x kvk gulur guppy

16 lítra:

hellingur af guppyseiðum mánaðargömlum og svo nýfæddum
2x sverðdragaseiði
2x litlar ancistrur
1x trumpet snail

kúlan

hornsíli í góðu yfirlæti í köldu vatni og með loftstein


btw hvað er kjörhiti fyrir hornsíli, langar að hafa nokkur í 16 lítra búrinu þegar það losnar :wink:
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

held að það sé svipað og fyrir gullfiska kannski aðeins minna
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hornsíli vilja ekki meiri hita en um 10 gráður - heitara en það og þá er hætt við að þau lifi ekki lengi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

það ætti þá að vera fínt þar sem að vatn helst ekki heitara en svona 10-12 gráður inni hjá mér, sama hvaða árstíð er og á hvaða stillingu ofninn er. alltaf kalt þarna inni :?
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja íslenskir sniglar eru kraftaverkadýr

kippti nokkrum með þegar ég veiddi hornsílin

er búinn að sleppa sílunum í stóra búrið og þau virðast lifa ágætu lífi með sverðdrögunum og haga sér á allan hátt eðlilega þó svo að hitinn sé um 23 gráður. en er með sniglana að gamni í fiskakúlunni, þeir skíta og skíta og jafnast á við plegga í þeim efnum. svo sá ég að var kominn eggjaklasi í kúluna og einnig virðast þeir geta gengið á vatni. í öfugum skilningi satt að segja þar sem þeir skríða um neðan á yfirborðinu og kostulegt að fylgjast með þeim þar sem þeir sniglast áfram hangandi á hvolfi :lol:
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

æ er þá ekki kominn tími á öppdeit?

önnur ancistran ákvað að drepast fyir um mánuði síðan og er hin ein í stóra búrinu, gúbbýkerlingin og svarti sverðdraginn eru óttalega skrýtin en þau stressast rosalega þegar maður horfir inn í búrið og gúbbýkerlingin "frýs" og sverðdraginn felur sig undir dælunni. setti einnig í stórabúrið 2 kk gúbbýseiði og sverðdragaseiðið. gúbbýarnir hamast við að stækka og virðast ætla að verða skrautlegir þegar þeir verða fullvaxnir. á einhvern undarlegan hátt hverfa seiðin í 16 lítra búrinu eitt af öðru og virðast bara vera 3-5 eftir úr hverju goti. hin hverfa :? en þau sem eftir eru virðast öll vera kvenkyns fyrir utan eitt.

planið er svo að þegar ég fer til reykjavíkur um 15 ágúst að versla sér 2 fallax humra í 16 lítra búrið aftur þar sem sú rækt var ekki að ganga upp.

einnig losaði ég mig við helvítis cacombuna því hún virtist bara drepast í hrönnum sem og egeria densa svo nú er bara eftir ein planta sem ég veit ekki hvað heitir en sú er orðin stór. byrjaði með 3 strá sem sjást á myndunum fyrir ofan(þessi með egglaga blöðin væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvað hún heitir :wink: ) og er búinn að taka um 5 afleggjara af þeim og er kominn með ágætis frumskóg í búrið. þessi 3 fyrstu eru komin upp fyrir vatnsyfirborð og er ég að pæla í að stytta þau. einnig hefur javamosinn í seiðabúrinu tvöfaldast að umfangi og tók ég þá helminginn(sama magn og ég byrjaði með) og setti í hornið á stóra búrinu. í miðju búrinu er svo stór líparít hella sem ég tók sjálfur og sílikonaði við aðra og er hún frístandandi í miðjunni verst að myndavélin skuli vera batterís laus og ég kann ekki að taka út af símanum mínum :?

þá er komið nóg

vona að einhver hafi nennt að lesa þessa romsu
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

hér koma tvær (lélegar myndir)

framaná
Image
og á hliðina
Image


þarna sést breyingin í meginatriðum frá því fyrir 5 mánuðum
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

var að fá nýjan fisk í hús :shock: :D

60 L

1x kk svartur sverðdragi
1x kvk svartur sverðdragi
1x rauður sverðdragi(veit ekki kyn)
1x kvk gulur guppy
2x blandípoka guppy karlar
1x ancistra
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

fór til reykjavíkur þann 20. ágúst.
keypti neontetrur og malarryksugu og stöff, keypti líka rót í búrið, vatnið er svona mild- telitað sem mér finnst reyndar gera búrið miklu flottara.

gaf frá mér slatta restina af seiðunum svo staðan er svona

60L

10x neontetrur
1x kk svartur sverðdragi
1x kvk svartur sverðdragi
1x ? rauður sverðdragi um 2 cm
4x gúbbý kerlingar
2x gúbbýkarlar
1x ancistra

þess má geta a slatti af þessu eru ekki fullvaxnir

16L

1x procambarus fallax

2x sverðdragaseiði, annað svart hitt svona "piprað".


er til eitthvað ráð til að minnka javamosa (annað en að reyta af honum), minn sprettur alveg eins og brjálaður, á 3 mánuðum tvöfaldaði hann sig að stærð og hann er a stefna í eitthvað svipað núna á síððustu 2 mánuðum.
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Post Reply