Vandræði með gibba

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Vandræði með gibba

Post by Pippi »

Ég er í vandræðum með Gibban minn, var að spá í hvort að einhver gæti frætt mig hvað er í gangi með hann.
Eins og sést þá er hann búinn að missa lit sumstaðar.
Ég er kominn með hann í sjúkrabúr og er búinn að salta, er að spá í að keyra fomalínrensli á kappann og gá hvað setur.
Enn veit einhver hvað þetta er, hvort þetta sé einhver bakteríusýking eða hver skrambinn þetta sé.
Er búinn að missa 2 Gibba úr þessu, enn það er fyrir þónokkuru síðan.
Hélt að ég væri orðinn laus við þetta


Svona lítur kallinn út
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef séð ancistur verða svona eftir að hafa lent í köldu vatni.
Gæti verið einhver fungus.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Settu amk formalínið aftur upp í hillu, það er ólíklegt að það hjálpi eitthvað við þetta og geri jafnvel illt verra.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Já oki, það varð smá kalt um daginn í búrinu, enn það er orðinn góð vika síðan.
Svo eru nokkrir brúskar í búrniu líka og það eru í fullu fjöri.
Það var ekkert búið að vera kalt í búrinu þegar að hinir 2 fóru svona.
Það tók þá bara augnablik að vera svona.
Annar var dauður einn morguninn og hinn tók ég eftir að væri orðinn svona og ég skaust í skemmuna hjá mér að ná í búr og hann var þá orðinn dauður þegar ég kom til baka, eftir svona c.a 15mín.
Enn ég náði þessum lifandi og kom honum í meðferð.
Er búinn að salta, og ekki að setja formalín segiru.
Hvað væri best að gera helduru.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Byrjaðu á að prófa saltið og góða loftun.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Já ætla að prófa það.
Ætlaði að svo að sjá hvað morgundagurinn setur.

Takk fyrir uppl.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Hann er allur að koma til og að fá lit aftur.
Getur þetta verið bótíuskrattinn sem er að ráðast á hann ??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur vel verið en þetta gæti líka hafa verið bara einhver fungus.
Það væri samt ráð að losa sig við bótíuna ef hún er einhver skaðræðisskeppa.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Er að spá í að losa mig við hana, svona til öryggis.
Fyrst að 2 aðrir Gibbar eru farnir úr alveg sömu einkennum, hún er þónokkuð frek bótían, hikar ekki við að vaða í fiska ef það er verið að gefa.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Helvíti, nú er annar gibbi kominn með svona hjá mér, ég er búinn að losa mig við bótíuna.
Ekki geta þeir farið svona af stressi, ég hef ekki tekið eftir þessu áður hjá honum, enn ég var að sulla helling í búrinu í gærkv.
Tók svo eftir þessum í morgun.
Ekkert spes mynd, er alveg glataður á myndavélum.

Image

Það sést samt aðeins, það er svona hvítur blettur fyrir aftan hausinn.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Þetta get ég ekki betur séð en þetta sé klárlega Fungus sem getur verið erfiður í pleggum, þessi á fyrri myndinni er í hræðslulitum, get ekki séð Fungus í honum, hvað er í búrinu ? og settu lyf sem inniheldur formalín og malakít grænt eða ef þú átt eitthvað með methylen blátt auk þess sem Salt hjálpar, jafnvel að baða eða pensla með eyrnapinna. getur sent mér ep ef þú vilt, þetta hefur ekkert með bótíuna að gera hún getur ekki valdið þessu á pleggum
Ace Ventura Islandicus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

animal wrote:Þetta get ég ekki betur séð en þetta sé klárlega Fungus sem getur verið erfiður í pleggum

Ég hef aldrei lent í þessi með plegga nema eftir kuldakast. Má ekki ætla miðað við hvað þessir fiskar eru harðgerðir að vantsgæði séu mjög slæm eða mikið stress á þeim ef þeir fá fungus en ekki aðrir fiskar í búrinu ?
Getur verið að ljósi sandurinn hafi einhver áhrif, jafnvel of langur ljósatími og skortur á felustöðum ?
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Þetta er gibbi sem að er með þetta, enn ekki pleggi, það er í topplagi með pleggan.
Enn hann er dauður núna, ég var mikið að brasa í búrinu, gæti verið að hann hafi orðið svona taugaveiklaður.
Ef þetta er fungus ætti hann þá ekki líka að leggjast í brúskana og pleggan.
Eða er hreystirð svona allt öðrvísi á gibbunum og miklu viðkvæmara.
Þetta er búið að vera lengi að í gangi hjá mér.
Missti einn gibba í okt úr þessu sama, svo fór annar í nóv. svo fékk annar þetta núna um daginn, þessi stóri sem er hérna uppi á þræðinum, ég náði að halda lífi í honum.
Svo fékk þessi þetta sem að drapst núna áðan.
Þetta er alveg óþolandi, eitthvað sem að leggst bara á Gibba.
Ég var búinn að kenna bótíuni minni um þetta og var búinn að taka hana uppúr áður enn þessi seinast fékk þetta.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Já fjandinn, það skildi aldrei vera að það væri sandurinn, enn ljósatíminn er 8 tímar.
Ætla að bæta við felustöðum.
repp
Posts: 58
Joined: 07 Dec 2006, 19:09

Post by repp »

....heyrðu kappi... Getur verið að ég hefi fengið 4 synodotusa frá þér alla svolitið tjónaða? .... einn dó strax en hinir eru á lifi en sjást aldrei ..helduru að ég þurfi að hafa áhyggjur?
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ég veit ekki hvort þú hafir fengið mína synadontis, ég lét Svabba á króknum fá mína.
Ég veit ekkert hver fékk þá hjá honum síðan.
Enn nei ég held að það alveg pottþétt að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þeim.
Þessi sem hefur drepist hefur bara verið útaf ferðalaginu, þeir voru bara í fötu yfir nóttina áður enn þeir voru sóttir.
Ég er ekki hissa á að þú sjáir þá heldur ekki, ég átti þá í hátt í 3 ár og sá þá nærri því aldrei, einna helst þegar var verið að gefa þá komu þeir í ljós.
Enn þeir voru allavega allir útí örum synadontusarnir sem ég lét frá mér.
Ég keypti einhverja bótíu sem var alveg klikkuð og slátraði öllu fyrir mér.
Þeir fóru alveg í hakk þá þessir.
Enn ef að þú hefur fengið þessa synadontus hjá Svabba, þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur að það sé eitthvað í þeim.
Ég lét þá aðalega frá mér afþví að ég var farinn að halda að þeir væru að ráðast á gibbanna og langaði mér þá frekar að losna við þá.
Post Reply