400L. Malawi

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Annar Borleyinn er farinn að taka liti svo ég er búinn að vera að elta hann með myndavélina.

Image Image
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég er búinn að vera að rembast við að koma upp gróðri í búrið hjá mér, en það hefur verið smá vandræði þar sem fiskarnir vilja rífa plönturnar upp og borða þær.
En það virðist vera að lagast, allavega hafa þær fengið að vera í friði í smá tíma.
Á þessari mynd sést sökudólgurinn og fórnalambið (plantan), og hann er örugglega að spá í að fá sér bita.
Image
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er alveg furðulegt hvað venustusarnir eru miklir plöntuböðlar, mínir eru svona líka.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Nýjar myndir fyrir ykkur :P

Náði betri mynd af Borley heldur en er hér fyrir ofan
Image

Svo eru það Decorus
ImageImage

Og að lokum þessi litli sem slapp óvart ofaní búrið
Image
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað er borley orðinn stór, heldur þú að þú sért með karl og kerlu ?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Hann er orðin ca. 7 cm. Ég hugsa að ég sé með karl og kerlu vegna þess að þeir eru ekki eins, annars þekki ég kynin ekki í sundur. En ég skal reyna að ná mynd af hinum og þá getur þú dæmt um það. :wink:
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Náði nokkrum myndum af hinum.

ImageImage

Er einhver séns að sjá kynin á þeim?
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tveir kk sýnist mér nokkuð augljóslega.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Það hefur þá verið hrygnan sem hvarf. Ég var með þrjá svona sem áttu að vera tveir kk og ein kvk en svo hefur hrygnan (greinilega) verið étin af einhverjum.
En nú er mikill litamunur á þessum tvem hjá mér er það vegna þess að annar ræður og heldur hinum niðri?
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ein mynd fyrir ykkur :P

Image
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Gæðamyndir, skýrar og flottar.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Það er smá frjósemi hér :D

ImageImage

Náði 11 seiðum, og önnur með kjaftinn fullan sem verður strippuð í vikunni.
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvaða tegund er þetta ?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Yellow lab
ZX-6RR
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott ég er sjálfur að vonst eftir seiðum frá mínum 9 þegar að þeir stækka :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Hér er allt að gerast, ég sé núna að Flavus kerlan er með kjaftin fullan. :shock:
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Myndir sem ég var að taka rétt í þessu.

Þessi verður strippuð á næstu dögum.
Image

Svo er þetta Flavus kerlan
Image Image

Og ein að lokum af Flavus karli
Image

Ég er mjög spenntur að sjá hvernig gengur með Flavus seiðin. Þeir eru ótrúlega flottir fiskar, og ég gæti alveg hugsað mér að hafa slatta af þeim í búrinu
ZX-6RR
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Karlinn er mjög flottur hjá þér. Ef þú kemur upp eitthvað af þessum seyðum þá hefði ég áhuga á að fá hjá þér 2-4 stk :)
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Það er alveg sjálfsagt, ef þetta gengur vel þá læt ég þig vita.
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flottur þessi Flavus.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Hvað eru svona seiði lengi að vaxa í sölulega stærð?

Ég er með loftdælu og hitara hjá þeim, hitinn er 28 gráður, og er að gefa þeim oft á dag, svo skipti ég um vatn annan hvern dag rúmlega 50%.
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ca. 2-3 mánuði.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég skellti mér í Dýragarðinn í gær og verslaði 60 lítra búr fyrir seiðin.

Image Image

Ljósið er ansi útfjólublátt eins og myndirnar bera með sér.
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Kominn tími á smá update.

Ég var að horfa á búrið í gærkveldi og kom þá auga á lítið seiði sem ég hélt að myndi ekki lifa af hjá þessum durgum, hef ekkert séð það í nokkrar vikur en það virðist hafa fundið góðan felustað.
Annars er önnur yellow lab kerlan aftur komin með seiði, og það er bara mánuður síðan ég tók úr henni 11stk.

Seiðið
Image

Kerlan
Image

Flavus, ég er svoldið montinn af honum.
ImageImage

Og svo þessi í lokinn
Image
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég var aðeins að leika mér með myndavélina.
Annars er lítið að frétta héðan, nánast engar breytingar.

Image

Image Image
ZX-6RR
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

æj vá flottir fiskar og flott búr!

malawi búr eru í miklu uppáhaldi hjá mér :wub:

livingstonii er flottur hjá þér
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Takk fyrir það,

já Livingstoni er mjög flottur, ég tók eina mynd af áðan þar sem hann stillti sér upp.

Image
ZX-6RR
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Flottur hvað eru þeir og venustus orðnir stórir hjá þér ?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Þeir eru nokkuð stórir, svona 10-13 cm
ZX-6RR
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Þetta er alveg geggjað hjá þér... gaman að fylgjast með þessu.
Flottar þessar 3 myndir sem þú ert með hérna fyrir ofan, Sérstaklega heildarmyndin frá hliðinni.
Post Reply