Hornsjónvarpið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja enn fleirri dánarfréttir :cry:
Þannig var að í byrjun des. eignaðist ég tvær gúbbakellingar önnur blá og hin rauð.
Þar voru hjá kalli en svo dó hann ??? sennilega fengið slag eftir að elstast við stórar og flottar kellur.
Nú það var keyptur nýr kall fyrir mig :) en hann virðist ekkert hafa roð við þeim heldur.
Allavega eftir einn og hálfan mánuð er hvorug búin að gjóta :(
Og í gær var sú bláa orðin eitthvað slöpp og í morgun dauð :cry:
En það þýðir ekkert að væla yfir því.
En afhverju gjóta þær ekki ??? Virðast ekki einu sinni hafa orðið óléttar.

Stefnan tekin á nýja gotfiska :wink:
Og verður eflaust stofnaður nýr þráður um þá 8)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja hér er mynd af nýja feimnispúkanum.
Afsakið gæðin en mér fannst hún bara eitthvað svo hrikaleg :lol:
hann virkar svo svakalega stór :shock:

Image
Brúskur.


Image
Augnalausa Gullið.

Image
Og svo ein af Skalmundi einræðisherra.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja nú var aldeilis tekið til hendinni eða reyndar báðum í dag.
54L búrið var tekið í gegn :shock:
Byrjað á að veiða upp íbúana sem voru Kribba kvk og 14 seiði.
Því næst ryksugað og skipt nánast um allt vatn eða 75%
Fyllt af vatni og skipt út svo 20% og skoluð dælan.
Fyllt aftur og nýju íbúarnir settir í.
En það eru Hnífa gotfiskar, Alfaro cultratus 10stk.
Og 1 Ancistra.
En það er eldri sonur minn sem á þessa fiska.
Og verður settu inn þráður um þetta búr í gotfiskadeildinni fljótlega.

Kribba kvk var sett í Hornsjónvarpið og virðist nokkuð sátt.
Allavega er liturinn betri en var.
Seiðin já greyjin þau voru sett í fötu til bráðabirða í nokkra daga ásamt javamosa og loftsteini.

Annars bættist í Hornsjónvarðið líka 2 Rauðugga tetrur sem komu líka úr
Fiskabúr.is og heilsast þeim vel enn sem komið er.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Dagskráin hefur haldið sér nokkuð vel í Hornsjónvarpinu undanfarið.
Kribba kvk er orðin mjög sátt í búrinu en hún var pínu feimin fyrst
en er komin í sinn eðlilega lit aftur.
Einn Roðabarba kk fékk að fjúka þar sem hann var eitthvað ekki eins og lög gera ráð fyrir.
Og einnig náði ég Neon tetrunni sem svo mikið er búið að elta síðan í nóv.
en hún var með tetruveiki og fékk hún sundferð líka.
Já einhverjum finnst é gkannski vond en svona er þetta bara þeir hæfustu lifa.
En svona þar sem allir vilja myndir þá eru hér nokkrar (ekki góðar) af Kribbaseiðunum
fyrri og seinni hrygningu.

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Yngri hópurinn

Afsakið gæðin á myndunum en þessir fiskar eru nú ekki að stoppa fyrir myndatöku.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er stórfínt hjá ykkur.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja allt er í fínu standi í Hornsjónvarpinu og afföll ekki fleiri
fyrir utan það að blessuð Neon Tetran sem ekki náðist fyrir u.þ.b. 3 mán var orðin það slöpp (loksins) að ég náði að
veiða hana og senda í siglingu.
En hún var með Neontetruveiki. Það eru 2 sjáanlega sýktar en ekki sjéns að ná þeim nema að tæma búrið algerlega
og það er nú ekki alveg að fara að gerast. Ja allavega ekki strax sko ....en hver veit.....
nei ætla nú helst að komast hjá því að rústa og hreinsa allt fyrr en í sumar.
Hvað er annars þörfin mikil á alþrifum oft ???

Jæja nýjasti íbúinn Frú Kribba er sko alveg að fýla sig í ræmur í imbanum hehe enda kannski ekki skrítið .....allt þetta pláss
og nú svo er hún á skjánum öll kvöld.... Henni virðist samt vanta maka blessaðri en það er nú kannski eitthvað sem er á bið eins og er sko.
En 2 dögum eftir að hún flutti tók hún liti sína á ný og skarta sínu fegursta og þykist vera einræðisherra hehe.
Rekur í burtu frá gúrkunni og ver svæðið meðan gúrkutíðin varir.
Rosalega gaman að fylgjast með henni.

Nú þar sem ég hef nú ekki verið duglega að taka myndir uppá síðkastið læt ég þetta duga og set inn myndir næst.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað er annars þörfin mikil á alþrifum oft ???
Í búri sem er vel managed á aldrei að vera þörf á alþrifum. ég er þó mjög hlyntur því að taka stórar hreingerningar annað slagið, td. 90% vatnsskipti osf.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:
Hvað er annars þörfin mikil á alþrifum oft ???
Í búri sem er vel managed á aldrei að vera þörf á alþrifum. ég er þó mjög hlyntur því að taka stórar hreingerningar annað slagið, td. 90% vatnsskipti osf.

Gat nú verið að þú værið hlyntur einhverju :)

Flestir eru þó hlynntir hlutum :D


P.s.
Sammála með þrifin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já einmitt sem mig grunaði sko.
En þar sem ég er með frekar marga fiska (litla sko) þá geri ég oftast um 40% vatnsskipti á 7-10 daga fresti.
Og reyni að ryksuga botninn ca. 1x í mánuði og þá skipit ég um 60% vatn.
Nú svo veit maður ekki hvað verður í sumar en mig langar að gera þetta meira gróðurbúr.
Og hver veit nema að ég láti verða að því. ???
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja þar sem ég ætla að ráðast í ryksuguþrif í vikunni datt mér í hug að smella
nokkrum myndum inn. Nú er farinn að sjást munur á gróðrinum eftir að gróðurperan kom.
En eins og fyrr sagði er daumurinn að fá sér kannski nýjan og flottan gróður
því það er svo flott :wink:
En til þess að það gangi þarf ég víst að taka aðeins til hendinni varðndi skipulagið
og kannski fiskana líka ??
En öllum til gleði nema myndanördunum sem taka góðu myndirnar eru hér nokkrar.

Image
Frú Kribba og Gullið

Image
Frú Kribb á vaktinni yfir Hr. Brúsk og Frú hlédræg og feimin.

Image
Hjónakornin í gúrkutíð.

Image
Skallmundur að kíkja á.

Image
Heildarmynd.
Já og þessar elskur eru nú ekki að sitja og pósa ónei....
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja á mánudaginn var tekið til hendinni við vatnsskipi, ryksugað og grisjað örlítið í Hornsjónvarpinu
og svo almenn vatnsskipti í öllum hinum búrunum.
Nú jæja en til að hafa þetta nú smá gaman þá var tekið alveg 65% ca. í því stóra
og tók það því smá tíma að leka úr því.
Svo þar sem sumir fiskar eru forvitnari en aðrir þá þarf maður að hafa auga með þessu
þó að ég sé með nælonsokk á endanum að þá er hann svo spennadi.
Allavega fannst Skallmundi yfirskala hann óvenju spennandi og úbsí hann sogaðist fastur á endann á slöngunni :lol:
Og var vinurinn frekar vadræðalegur þegar hann losnaði en hann var nú ekki lengi þarna á endanum.
En um leið og vatnið var komið var hann á skammakróknum bakvið dæluna.
En um kvöldið þegar matartíminn kom var allt í stakasta landi.
En ekki var grisjunin mikil þar sem ég týmdi ekki að taka nema smá :oops:
En ef ég get orðið mér úti um flottan gróður þá fær sefið að fjúka :wink:
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Þarft að fara að kenna þessum fiskum að pósa :lol: þvílík hreyfing. en þessi seinasta mynd er alveg rosa flott. æði gróður. Er sjálfs svo mikið fyrir gróður 8)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Smá udate þar sem sjónvarpið var að týnast í dagskránni.
En það hefur nú ekki mikið gerst en þó er það að frétta að Glull Plegginn (augnalausi) er dauður. :cry:
Orsök : Frú Kribba frekja.
Nú þar sem að fjárfest var í nýju búri þá var grisjað helling í Horninu til að fá gróður í Flatskjáinn.
Skellti 2 spýrum af "roseafolia" (held að það sé rétt) í Hornsjónvarpið þar sem að nóg var til.
Sítrónu tetruræfillinn hvarf fyrir rest svo að nú er allt í fína í búrinu nema Frú Kribba sem er að pirrast út í alla
nema Hr og Frú brúsk.
Ef einhver hefur áhuga er hún til sölu.
Hefur hringt 3x hjá mér en missti svo manninn sinn. Annars er hún á leið í búð í næstu ferð ef enginn vill hana.
Hún er núna að ganga í ugga á Skallmundi :evil:

Image
Blessaður kallinn.

Image
Hornsjónvarpið í dag.

Litla kotið:
Ég keypti líka í Dýragarðinum 4 Sebra Danio til að setja í litla búrið við tölvuna þar sem að öll krybbaseiðin gáfust uppá sínu lifi
og einig litla Ancistran sem var með þeim.
Gúbbaparið sem er í búrinu ætlaði líka að gefast upp en hætti við þegar að Danioarnir komu.
Og er nú mikið fjör í Litla kotinu.

Allir sniglarnir gáfust líka upp á það vera til þannig að það er eitthvað sem þarf að fjárfesta í næstu ferð.
Last edited by jeg on 18 Apr 2008, 22:14, edited 1 time in total.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hvað kostar frú kribba?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja frekjan fór í bæinn í vikunni og voru þeir svo elskulegir strákarinr í Dýragarðinum að taka hana.
Litli maðurinn vildi fá bláan fisk í staðinn en það var nú ekki alveg í boði þannig að hann fékk inneign til að versla
2 stk Keisara tetrur í staðinn. (bætti smá við)
Og er alsæll enda er smá blátt í þeim.
Þær fóru ekki í Hornsjónvarpið heldur í Garðinn og verða myndaðar nú á næstunni.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Smá fréttir úr 35L búrinu.
Gulli Gullfiskur dó um daginn og fór hann því í vatnsrennibrautina.
Litli maðurinn sturtaði stoltur niður fiskinum sínum.
En komnir eru 2 nýjir íbúar: 2 Svart tetrur slör.
Image
Þær eru alltaf flottar.

Nýr dagskrárliður í Hornsjónvarpinu.
Keisara tetru par.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Hvað er að frétta af kribbaunglinunum þínum? Ertu búin að koma þeim út?

Sé að þú hefur látið frú kribbu fjúka...
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ég fór með fyrstu hrygningu í bæinn þar sem að ég var bara ekki með nógu góða aðstöðu fyrir þau.
Svo kom einhver pest í næstu hrygningu svo að þau drápust öll.
Þannig að ég er Kribba laus.
Já ég varð bara að losa mig við Frekjuna hún var orðin svakaleg enda karlmannsþurfi greyjið.
En litli maðurinn fékk bara nýtt par í staðinn "Keisara tetru par"
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Ah, ég skil.

Ég er einmitt að fara að huga að því að losa mig við kribba unglingana mína. Þau eru 5 mánaða núna og kynþroskinn á fullu (6 kellur að slást um einn kall). 8) Stefnan er að koma þeim út áður en ég fer í sveitina að hjálpa til við sauðburð.

"Gamla" kerlingin mín er við hesta heilsu, með stóran seiðahóp með sér núna, en mér sýnist hún ætla að lifa þennan karl líka, sýnist hann vera að gefa upp öndina. Ætla að græja eitthvað búr í hvelli fyrir hann og salta og sjá hvað gerist...
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekkert nýtt að frétta ? :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Nú er dagskráin í sjónvarpinu "sauðburður" þannig að það er lítið um udate.
Allt er við það sama í "Horninu"
Keisaratetrurnar er sáttar og geta ekki stjórnað þannig að það er í góðum málum.
Allt umstang og dund er í lámarki vegna sauðburðar.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja Sumarið er tíminn og tími kominn á update. Ekki satt.
Allt var í standi í sjónvarpinu á meðan Vorannir stóðu yfir. En 35L búrið fór í klúður. Já eitthvað verður undan að láta þegar hausinn er fullur af rollurugli. En það hefur sennilgega orðið eiturbomba í búrinu og darpst allt.
Nú það var ekki annað að gera en að tæma og fylla og tæma og fylla nokkur skipti og koma vatninu í rétt stand.
Eftir rúma viku í hreinsiferli þá skellti ég gúbbunum sem til voru í búrið til að fá á hreint hvort vatnið væri ekki í góðum málum.
Jú alveg brilljant og eru þeir núna í góðum fýling og kvk ný gotin 7-9 seiðum.
Image
Gúbbabæli.

Nú jæja það var svo kíkt í Krimmaborg um daginn og auðvitað var kíkt í fiskabúð bara svona til að tékka. Nú þar sem að ekki voru til fiskar sem freistuðu þá verslaði ég bara gras. Já fjárfesti í góðri torfu eða þöku hehe...
Skellti einum bita af þöku í "Hornið" og einum í "Gúbbabæli" restin í "Garðinn"

Image
Hornsjónvarpið.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja tekin voru vatnsskipti í vikunni sem eru nú kannski ekki svo merkileg nema hvað
það var tekið vel í gegn og rifinn hellinur af ljótum gróðri í burtu og enduplantað því sem nýtilegt var af plöntum.
Nú svo var hamast á glerinu eins og unnt var.
Að lokum jú látið renna í aftur.
Og halló þá kom í ljós nýr dagskrárliður í sjónvarpinu takk.
- Barnaefni-
En það gægðist undan mosanum í opinu á hellinum.......Black Neon seiði.
Já ég var sæmilega hissa. Því það er jú ekki algengt að tetrur fjölgi sér í búrm en gerist þó.
Og líka þar sem að þær voru 9 og af þeim er bara 1 kvk.
Skemmtilegt og vonandi það fái frið til að stækka meira og eiga séns á að lifa.
En það eru jú nokkrir vargar í búrinu sem voru fljótir á stjá þegar sást til litla íbúans.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það verður að reyna að passa litlurnar fyrir vörgunum.
Hafa einhver seiði komist upp hjá þér?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er fyrsta og eina seiðið sem sést hefur í Horninu.
Enda bara tetrur og afparað Ancistrupar hehehe.... en ég er enn að vona að það pari sig aftur.
Skallinn er líka stakur svo að það er ekki mikil von þar.
Ég reyndi ekkert að ná því enda sá ég það ekki fyrr en ég var hætt að sulla.

En það eru komin 2 seiði af hnífagotfiskum.
Veiddi þau og setti með Gúbbunum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er alltaf gaman að finna svona óvænt í búrinu og ekki verra ef maður nær að bjarga því.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja það átti eftir að setja inn mynd eftir að ég tók til í búrinu um daginn.
Já það var sko hreinsað út þvílíkt magn af Valisneru mini því hún var orðin ljót og brún svo ég lét hana bara hverfa.
En setti niður nokkrar heilbrygðar sem voru til.
Image
Dáldið tómlegt í forgrunni miðað við hvað var.

Image
Svo er þessi elska ekki lengur einbúi.

Image
Kominn nýr íbúi.

Image
Og semur svo vel að það er eins og þeir hafi alist upp saman.

En svo var verið að versla sér tunnudælu fyrir Hornið sem ég er þessa dagana að fara að setja upp.

Og svo yngsti íbúinn.
Image
Image
Image
P.s. afsakið gæði myndanna.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

rosalega flottir skallar hjá þér :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fólk er einmitt allt of oft að þrjóskast við að henda gróðri sem er orðinn ljótur og sér svo að búrið lítur betur út án hans.

Skallarnir eru rosa flottir hjá þér, ég er alltaf að verða hrifnari af þeim.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja þá er búið að setja upp tunnudæluna og er ég sáttust við að stútarnir eru glærir
svo það ber mjög lítið á þeim.
Fiskarnir eru reyndar misánægðir með breytinguna því að straumurinn á vatninu breyttist
og veldur það einhverjum pirringi hjá sumum.
Post Reply