Red ear slider Skjaldbökur

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Red ear slider Skjaldbökur

Post by sindrib »

Sæl öll sömul ég er nýr hérna, og mig langaði aðeins að monta mig af skjaldbökunum minum, og jafnvel fá að stela aðeins úr upplýsinga bankanum ykkar ef þið vissuð eitthvað um þessi dýr.

Image
þetta er sem sagt búrið, en það er 400L juwel búr sem ég breytti aðeins, er með hita lampa og tunnudælu í því, og svo auðvitað orginal ljósin.


Image

þetta er hún Brynja, hún er 14 ára gömul, og er samt svona helv.. hress alltaf.

Image
Þetta er Ninja hún er sú freka, er alltaf í eilifri valdabárattu við brynju, en samt eru þær nú helv.. góðar vinkonur

Image
hérna er betri mynd af búrinu, hvernig það gjörsamlega innrammar stofuna hjá mér

ég set kanski fleiri myndir seinna.
Last edited by sindrib on 30 Apr 2008, 22:41, edited 1 time in total.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Vá hvað þær eru flottar :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er líka almennilegt búr fyrir svona dýr! Of oft sem maður sér svona skjaldbökur í alltof litlum búrum.


Ég átti svona skjaldböku sem ég þurfti einmitt að láta fyrir um 14 árum... Ætli þetta sé nokkuð mín? :D Mín var einmitt kerling líka.


Neinei ég segi svona, gaman að þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

það gæti vel verið það er búið að vera helling af eigenda skiptum á greyjunum
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

flottar bökur :)
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

víst að það er svona vel tekið á móti þessu þá get alveg eins hent inn nokkrum myndum í viðbót, hehe

Image

Image

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já þetta er ansi flott hjá þér. Hvernig er að eiga svona, eru þær aktívar og með 'persónuleika' ?
-Andri
695-4495

Image
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

já mjög aktívar sérstaklega sú yngri ninja, sem er 4 ára.
ef maður setur hana á gólfið þá hleypur hún um allt, eitthvað sem ég bjóst nú ekki við af skjaldbökur myndu gera, svo eru þær báðar með mjög ólíkan persónuleika, brynja sú eldri er mjög hlédræg og borðar allt og leifir manni að halda á sér, meðan hin er ofvirk, matvönd og spryklar þvílkit ef einhver reynir að halda á henni, mjög fyndið
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Flottar, eina sem ég gææti sett útá að landið er heldur lítið og ertu með ubv og uva ljós sem er nauðsynlegt f. bökurnar?

http://www.dadi.info/dyraspjall/viewfor ... d924e218b9

Á þessum þræði eru fullt af fróðleik um bökur ;) virðast samt mjög hressar og ég hrósa þér í hástert annars fyrir búrið og svona! Frábær umönnun greinilega! Maður hefur séð svona grey í ömurlegur aðstæðum :(
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

Agnes Helga wrote:Flottar, eina sem ég gææti sett útá að landið er heldur lítið og ertu með ubv og uva ljós sem er nauðsynlegt f. bökurnar?

http://www.dadi.info/dyraspjall/viewfor ... d924e218b9

Á þessum þræði eru fullt af fróðleik um bökur ;) virðast samt mjög hressar og ég hrósa þér í hástert annars fyrir búrið og svona! Frábær umönnun greinilega! Maður hefur séð svona grey í ömurlegur aðstæðum :(
takk fyrir þetta, já ég er með eitthvað spes ljós, þarna yfir landinu, eitthvað sem gaurin í dyralands verluninni mælti með fyrir þær (þetta rauða á myndinni), en já ég hugsa að ég stækki landið og hellinn þeirra lika, og reddi svo smá steinum eða sandi fyrir sundsvæðið, gæti vel verið að ég fá mér lika einhvern gróður, en ein spurning, er hægt að fá einhverja fiska með þeim eða yrðu þeir bara étnir strax?
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það er innrauð hitapera, sem er mjög gott, kannki full nálægt fyrir minn smekk.Settu Reptiglo 5.0 eða 8.0 í lokið. Gróður er útúr myndinni og mjög hæpið að nokkrir fiskar hafi það af, (nema kannski convict hann virðist þola allt og fjölgar sér eins og fruma, svo alltaf nóg að éta) :roll:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Alls ekki sandi eða smáa steina, þær geta étið það og drepist! ;) Hef verið a kynna mér bökur, hef áhuga á þeim nefnilega :)

Já, það er á þræðinum þarna á e-h link talað um hvaða fiskar passa m. bökum.. harðgerir, hraðsyndir og þurfa þola allan fjandan! og ekki agressívir
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

þakka ykkur fyrir þetta (animal og agnes) ég fer þá bara út fjöru og fynn mér fleiri svona stein eins og ég er með, sótthreinsa þá að sjálfsögðu :P
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

þó landið sé lítið þá eru þær nú búnar að koma sér helviti vel fyrir á því.
eins og sést hér þar sem bökunar eru í bökun


Image
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Lítið ;)

Bara muna, ekki oddhvasa svo þær meiða sig ekki ;)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ef þú stækkar búrið getur þú gert eitthvað svona eins og ég tók myndir af
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/skr ... _grein.htm

þetta er álvöru skjaldböku aðstaða hehe
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

ég var að lenda í því að skjaldbökunar mínar eru byrjaðar að slást, bíta hvor aðra, og önnur er orðin þvílikt hrædd við hina :?

hvað er hægt að gera í svona?
þær voru fínar vinkonur um daginn

svar óskast sem fyrst, ég sleit þær í sundur og setti þá sem byrjaði í tóman bala svona einskonar skammarkrók, hef hana þar í smá stund.

ég var að spegulera hvort þetta gæti verið út af hungri hvort önnur hafi kanski étið matinn frá hinni, og þessi sé að hefna sín, ég ætla að prufa að fara að gefa þeim í sitthvoru lagi
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

jæja þær virðast vera orðnar sáttar, ég gat ekki verið að hlaupa svona með þær þannig að ég lét þær bara útkljá þetta í friði, þær eru orðnar sáttar og engin slys urðu,, fjúf :P
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Búinn að mæla hitastigið sem er undir hita perunni ?, þótt þær fari oft þarna upp getur hitastigið verið of hátt án þess að þær fatti það, sem getur valdið ofhitnun sem skaðar lífærinn

Svo eins og animal sagði þá verður þú að fá þér Reptisun 5.0 eða 8.0

Svo getur þú útbúið þér land með gler plötu sem þú límir í hornið á búrinu og þar með hækkað landið, með því færði veira sundpláss fyrir þær

Lítið sem ekkert sundpláss fyrir þær eins og þetta er núna

Hvernig hreinsibúnaður er í búrinu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

ég er með tunnu dælu í búrinu, skipti um vatn einu sinni í viku að meðal tali, fer alveg eftir hverni vatnið er. gef þeim að borða í sitthvoru lagi,, btw ekki í búrinu.hitastigið er fínt undir peruni, alls ekki of heitt,, annars lítur þetta kanski ekki vel út á myndum sundplássið en þetta er alveg nóg fyrir þær, þetta búr er yfir meðalstærð og þær geta synt yfir allt búrið því landið er sett þannig upp hjá mér, en ég hugsa að ég útbúi liklega glerland fyrir þær því þetta land er of lítið, og þessi pera sem ég er með er einhver spes pera fyrir skjaldbökur, man nú ekki hvað hún heitir samt
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Manstu hvað hitastigið er ?

Það er snilld að gefa þeim að borða annarstaðar en í búrinu, sá mjög mikinn mun á 600L Böku búrinu mínu eftir að ég byrjaði að gefa mínum í fötu

Þar sem þetta er Juwel Rio400 þá eru málin á búrinu 151x62x51, vatnshæðin hjá þér er í kringum 20cm x 151 x 51 sem gefur þeim 152 Mælda lítra í sundpláss (sem gerir sirka 138 raunlítra sundpláss) svo auðvitað - plássið sem landið tekur og juwel filter kassinn

Góð þumalputta regla fyrir skjaldböku er að hafa 10 Gallona fyrir hverja tommu af lengd bökunar

Þessar bökur eru í kringum 25cm sem segir manni að ein skjaldbaka þurfi að fá 379 lítra af vatni

Ég myndi allavegana smíða sér land annað hvort ofan á búrið eða líma glerplötu í 40cm hæð og hækka vatnið upp að henni, það er alveg ótrúlegur munur á dýrunum eftir að sundplássið er stækkað, hef sjálfur átt í kringum 7 skjaldbökur yfir tíðina og munurinn er alveg ótrúlegur hjá þeim sem fengu stórt búr með miklu sundplássi
Kv. Jökull
Dyralif.is
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

Squinchy wrote:Manstu hvað hitastigið er ?

Það er snilld að gefa þeim að borða annarstaðar en í búrinu, sá mjög mikinn mun á 600L Böku búrinu mínu eftir að ég byrjaði að gefa mínum í fötu

Þar sem þetta er Juwel Rio400 þá eru málin á búrinu 151x62x51, vatnshæðin hjá þér er í kringum 20cm x 151 x 51 sem gefur þeim 152 Mælda lítra í sundpláss (sem gerir sirka 138 raunlítra sundpláss) svo auðvitað - plássið sem landið tekur og juwel filter kassinn

Góð þumalputta regla fyrir skjaldböku er að hafa 10 Gallona fyrir hverja tommu af lengd bökunar

Þessar bökur eru í kringum 25cm sem segir manni að ein skjaldbaka þurfi að fá 379 lítra af vatni

Ég myndi allavegana smíða sér land annað hvort ofan á búrið eða líma glerplötu í 40cm hæð og hækka vatnið upp að henni, það er alveg ótrúlegur munur á dýrunum eftir að sundplássið er stækkað, hef sjálfur átt í kringum 7 skjaldbökur yfir tíðina og munurinn er alveg ótrúlegur hjá þeim sem fengu stórt búr með miklu sundplássi
ok takk fyrir þetta;)
ég fer bráðlega í þessi lands mál há mér, og mun taka þetta til athugunar, kem auðvitað með myndir í þennann þráð
Post Reply