Er einhver góður í að sjúkdómsgreina? Hann hefur ekki étið í ca 2 daga, ég hélt að hann væri dauður. Leitaði að honum og fann hann liggjandi undir steini. Flúði ekki þegar ég tók steininn upp. Mér finnst augun vera útstæð, en það getur verið vitleysa í mér. Hann er alveg svartur með rauðan blett á maganum og hvítleita óljósa flekki á búknum. Hann hangir bara á botninum og "másar" ótt og títt og opnar munninn í sífellu eins og hann sé að geispa. Hann er kannski bara að geispa golunni?

Hér eru myndir af honum þegar hann var við hesta(fiska)heilsu:


