Veikur KK kribbi

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Veikur KK kribbi

Post by Anna »

Hvað þarf sjúkrabúr að vera stórt fyrir svona fisk? Er hitari og loftdæla það eina sem þarf?

Er einhver góður í að sjúkdómsgreina? Hann hefur ekki étið í ca 2 daga, ég hélt að hann væri dauður. Leitaði að honum og fann hann liggjandi undir steini. Flúði ekki þegar ég tók steininn upp. Mér finnst augun vera útstæð, en það getur verið vitleysa í mér. Hann er alveg svartur með rauðan blett á maganum og hvítleita óljósa flekki á búknum. Hann hangir bara á botninum og "másar" ótt og títt og opnar munninn í sífellu eins og hann sé að geispa. Hann er kannski bara að geispa golunni? :P

Hér eru myndir af honum þegar hann var við hesta(fiska)heilsu:
Image

Image

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Myndir af honum frískum gera lítið fyrir sjúkdómsgreiningu... :)

Hverjir eru með honum í búri? Hefur hann orðið fyrir áreiti? Er hann tættur? Eru vatnsgæðin góð?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Kribensis

Post by Bruni »

Ef þú ert að tala um greinilegar litabreytingar á fiskinum þá bendir allt til þess að hann sé sýktur af Hexamita, sem er svipudýr og dregur fiska til dauða ef ekki er gripið inní. Flagyl frá heimilislækni eða Hexa-ex líklega frá Dýragarðinum gæti hjálpað í þessu tilfelli, vona að ég sé ekki að auglýsa sem í raun þarf að fara að skilgreina hér á þessum "óháða" spjallþræði.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Minn kall missti einmitt allan lit og fékk útstæð augu og svo já bara dauður og það tók ekki nema ca 3 daga.
Ég tók ekki eftir því að hann væri að slappast en rúmum sólarhing seinna var hann bara of langt leiddur.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Takk fyrir svörin. Geri mér grein fyrir að myndir fyrir geri lítið :)

Annars er erfitt að taka mynd af honum í núverandi bústað þar sem hann er ógegnsær.

Karluglan tórir ennþá. Samt er sjúkdómurinn að ágerast. Vinstra augað er greinilega útstæðara en hitt, og það er komið eitthvað hvítt inní það. Eins er hann kominn með 3 hvíta bletti, og það er eins og þeir séu loðnir, eða angar sem standa útúr þeim. Þetta eru stærri blettir en í hvítblettaveiki.

Það eru greinilega litbreytingar á honum, mest allur svarti hlutin á bakinu er orðinn grár, en svo eru skellur af svörtu eftir.

Hann var næstráðandi í búrinu á eftir kribbakerlu, þannig að það er ekkert bögg í gangi.

Vatnsgæðin eru fín, skipti vikulega um 30-50%. Á ekki mæligræjur til að mæla það.

Er að hugsa um að hjálpa honum yfir móðuna miklu :(
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Reyndi að ná mynd af honum
Image

Eins og sjá má er augað útbungandi og skýjað.
Hann hangir með trýnið upp við yfirborðið og másar þar
Hann er með hvíta bletti - stærri en við hvítblettaveiki
Litabreytingarnar sjást ekki vel

Það nýjasta er að kviðurinn er þaninn og hreistrið stendur út (droopsy?)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er eins og var með minn.
Ég ákvað einmitt að stitta líf hans þar sem hann var greinilega með Doopsy.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

RIP

Image

Dáinn og grafinn 1. maí 2008
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

ÆÆjj já svona er lífið.
Og greinilega einstaklega erfitt hjá Kribba köllum.
En alltaf jafn spælandi.
Post Reply