Tók niður 6o l kuðungasikliðu búrið á eldhúsborðinu og setti í staðinn 110 l búr, ég smellti ljósa sandinum í búrið og kuðungasikliðunum með. Ég er reyndar að hugsa um að breyta eitthvað til í þessu búri, jafnvel hafa bara gróður og einhverja gotfiska og hugsanlega dvergsikliðu par.
Einhverjar hugmyndir ?
Hér er (ekkert sérlega góð) mynd af búrinu nýuppsettu.
Ég er svo spenntir fyrir einhverju sem er öðruvísi og óvenjulegt. Væri hægt að hafa eldhúsþema einhverskonar? Ekki að ég sé með hugmyndir samt um hvað nákvæmlega væri hægt að hafa í slíku þema.
Það er ekki ólíklegt að gróðurbur verði málið, svona af því ég hef aldrei verið með gróðurbúr.
En hvað með fiskana ? Ég er hrifinn af því að vera með eins og eitt dvergsikliðupar og svo hugsanlega einhverja gotfiska með þeim eða einhverja fiska sem geta fjölgað sér eitthvað í búrinu, ég vil nefnilega sjá smá líf.
Hvað finnst fólki um sandinn í gróðurbúr, ætti maður að halda fína hvíta sandinum eða vera með dökkan ?
ég væri mest rætt með sandinum að það kemur ekki nog vatnshreyfingu á rættur plöntunar ! Enn afhverju ekki profa
Búrið litur skemmtilegt út , er sérlega hrifinn á þessum steinum.
Eitthvað brúnt (rót) og smá grænt (plöntu) og það er öruglega mjög flott
Já blessaðar kúpurnar eru ekki á hverju strái og eiðast alveg ótrúlega hratt upp í vatninu.
Þessi gæti nú farið aftur í eitthvert búrið en þá bara fyrir myndatöku.
Ekki full ákveðinn. Ég hallast samt að því að gera þetta að gróðurbúri en er minna viss með fiskana sem fara í það. Ég er heitur fyrir að vera með eitt eða tvö pör af dvergsikliðum í búrinu. Er líka hrifinn að congo tetrunum en þær þurfa að vera nokkrar saman og verða fullstórar fyrir búrið þannig það gengur sennilega ekki.