
Ég lenti í því þegar ég startaði mínu saltvatns búri að fá með Live Rock sæ fífil sem kallast Aiptasia, sem er flokkað undir pest og leiðinda kvikindi sem getur verið mjög erfitt að drepa eða losa sig við
Aiptasia fjölgar sér alveg ótrúlega hratt þegar hún byrjar á því og kemur þessi pest þá svolítið að manni óvörðum þar sem oft ætlar maður að vera svo "Góður" að leifa þeim að lifa aðeins og sjá hvort að þetta verði til einhverja vandræða (Mæli ekki með því, Drepa strax!, fjölgun getur verið á milli 15 - 30 pínulitlum auka Aiptasium á víð og dreif um búrið allt)
Best er að losa sig við þetta sem fyrst um leið og fífillinn er búinn að ná sirka 1+cm að stærð
Það sem þarf til að losa sig við Aiptasia er
Nál sem er: 0,5mm X 16mm (Færð þetta í: Lyfja)
Latex Free Sprautu 2 eða 5ml (Færð þetta í: Lyfja)
Sítrónu safa (Færð þetta í: matvöru verslunum t.d. Hagkaup)
Skotglas (Eða bara eitthvað lítið glas til að setja sítrónu safan í)
5 eða 10 lítra fötu
Handklæði eða bréf til að þurrka sér
Aðferðin:
Byrjar á því að setja vatn í fötuna svo það nái upp fyrir steininn, setur steininn í fötuna með vatninu og kemur fötunni fyrir á vel upplýstum stað (Með góðum lampa eða einhverju álíka),
Á meðan steininn var fluttur í fötuna hefur fífillinn líklegast dregið sig saman og inn í hellir þar sem erfitt er að nálgast hann, á meðan við bíðum eftir að hann komi út aftur og sperrir sig gerum við hlutina sem við þurfum klára
1. Tekur nálina úr umbúðunum með plast vörnina ennþá á.
2. Snýrð nálina þéttings fast á sprautuna.
3. Hrista Sítrónu safa brúsan og sprautaðu smá safa ofan í skotglasið.
4. Fjarlægið varnarhettuna af nálinni og setjið sirka 3ml af sítrónusafa í sprautuna.
5. Stingið nálinni inn í Sæ Fífilinn (pass að fara ekki í gegnum hann) eins nálægt "fætinum" (Rótinni) á Sæ Fíflinum og hægt er (Fífillinn mun draga sig saman og reyna fara inn í hellirinn sinn).
6. Ekki þarf að sprauta miklum safa inn í Fífilinn, 0,5 ml eiga að duga, takið nálina út og færið ykkur yfir á næsta Sæ Fífil og endurtakið (stundum getur maður séð "Fótinn" á fíflinum sem búið er að sprauta og þá getur maður notað nálina til þess að reyna losa fífilinn af steininum í stað þess að láta hann rotna í búrinu hjá manni).
7. Þegar þið hafið lokið verkinu takið sprautuna í sundur og skilið allt með hreinu vatni, þurkið og geymið á öruggum stað þar sem enginn nær í til þess að nota aftur ef fleiri fíflar spretta upp
Ef þú hefur mjög mikið af Aiptasiu þá er EKKI! sniðugt að drepa allar í einu þar sem það mun valda mengun í búrinu
Smá myndasyrpa:




Vinstri: Ekki búið að sprauta. Hægri Nýbúið að sprauta

Fífillin dauður innan við mínútu


Upplýsingar um þessa aðferð fann ég hjá www.About.com
Link: http://saltaquarium.about.com/cs/msubpe ... 061903.htm