Jæja tók eftir því í fyrradag að vatnið í búrinu var orðið alveg svakalega gruggugt

sé ekki endana á milli í búrinu og það er eins og fiskarnir séu að reykja á fullu

Sem sé þetta er eins og reykur í búrinu. Var að spá hvort að þetta gætu verið kolin sem að ég tók of seint úr dælunni eða hvort að þetta sé þörungur, þetta lúkkar hvítt svona í ljósinu en verður grænleitara þegar ég slekk. En þeta er bara alveg eins og hvítur reykur í reykherbergi þegar ég er með kveikt á ljósinu

Er ekki að gefa of mikið og var ég að skipta um vatn í gær næstum 50%(út af þessu

). En svo í morgun þá var vatnið alveg nær kristaltært en svo eftir að það hafði verið búið að vera kveikt í kannski 3 tíma þá varð þetta aftur svona :S
Er orðin hrædd um að þetta geri fiskunum eitthvað og er að vona að þetta sé þörungur frekar en eitthvað annað. Ætti ég bara að skipta vel um vatn bráðlega? og hafa lítið kveikt á ljósinu og gefa lítið?